26.1.2011 | 23:33
Flytjið framkvæmdavaldið út til fólksins og hættið....
....þessari miðstýringu. Fjármunirnir verða að stoppa á þeim stöðum sem þeirra er aflað og þá kemst á jafnvægi í byggðum landsins. Byggðastofnun verður í framhaldi óþörf og jafnframt sértækar björgunaraðgerðir, sem ávallt verða mislukkaðar aðgerðir, eins og dæmin sanna.
Til þess að þetta getur orðið, verður að bylta skattkerfinu og gjörbreyta. Öll skattinnheimta verði í höndum bæjar- og sveitarfélaga, sem síðan greiða í einn sjóð skv. höfðatölu, öll sömu krónutölu á hvern einstakling.
Sá sjóður er ríkissjóðurinn og sér m.a. um að reka Alþingi með 15 alþingismönnum. Þeirra verkefni verður að setja lög og fylgjast með að þeim lögum sé framfylgt. Ekkert annað. Allri hagsmunagæslu verði stungið undir stól og hagsmuna- og kjördæmapot verði ekki liðið.
KERFIÐ, eins og það er, hefur ekki virkað í mörg ár. Því þarf að skera það við trog og koma framkvæmdavaldinu til fólksins, en ekki láta það í hendur fárra eins og nú er. Það er bara áframhaldandi ávísun á spillingu, sem hefur verið landlæg hér í áraraðir og afleiðingarnar afleitar.
Til þess að þetta getur orðið, verður að bylta skattkerfinu og gjörbreyta. Öll skattinnheimta verði í höndum bæjar- og sveitarfélaga, sem síðan greiða í einn sjóð skv. höfðatölu, öll sömu krónutölu á hvern einstakling.
Sá sjóður er ríkissjóðurinn og sér m.a. um að reka Alþingi með 15 alþingismönnum. Þeirra verkefni verður að setja lög og fylgjast með að þeim lögum sé framfylgt. Ekkert annað. Allri hagsmunagæslu verði stungið undir stól og hagsmuna- og kjördæmapot verði ekki liðið.
KERFIÐ, eins og það er, hefur ekki virkað í mörg ár. Því þarf að skera það við trog og koma framkvæmdavaldinu til fólksins, en ekki láta það í hendur fárra eins og nú er. Það er bara áframhaldandi ávísun á spillingu, sem hefur verið landlæg hér í áraraðir og afleiðingarnar afleitar.
Vestfirðir og Suðurnes í forgang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hef ekki heyrt þessa hugmynd áður og mér finnst hún virkilega athyglisverð .
Það er ýmislegt í því, sem þú segir, sem ráðamenn ættu að hugsa um.
Vel gert engu að síður að kasta þessu fram
Dante, 26.1.2011 kl. 23:50
sammála, hef oft hugsað út í þetta en aldrei komið því á framfæri
Áslaug Helga Ólafsdóttir, 27.1.2011 kl. 00:09
Dante og Áslaug. Þakka ykkur innlitið.
Er búinn að blogga um þetta nokkrum sinnum, það á undan að tala um þetta mál á ýmsum stöðum, en merkilegt nokk fæ lítil viðbrögð.
Veit hins vegar ekki hvort hugmyndin er svona "brilliant" eða víðáttuvitlaus.
Benedikt V. Warén, 27.1.2011 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.