Múlaþing, það er málið.

Það er ekki að verða hægt annað en að fara inn í rúm og breiða yfir haus, svo vitlaust er þetta mál allt orðið.

Svo eru menn að gera lítið úr Jóni Gnarr.  Þegar hann lék Bjarnfreðason, sem miskilinn var allstaðar, samt með fimm, - segi og skrifa fimm háskólagráður, samt tók enginn mark á honum.

Þessi ríkisstjórn er með a.m.k. fimm háskólagráður, segi og skrifa a.m.k. fimm háskólagráður og vinnubrögðin eru svipuð og hjá Bjarnfreðasyni, nema við þurfa að sitja undir þessum vinnubrögðum.  Nú er mælirinn fullur.  Burt með þessa þingmenn, veit ekki hvað þeir eru að gera á þingi.  Er alveg orðinn gáttaður á vinnubrögðunum.  Eigum við þetta Alþingi skilið?

Ég legg því til, að Múlaþing verði endurvakið. 

Þar taki menn til hendinni, án þess að nokkur kjörinn póltískur fulltrúi komi þar nærri og komi fram með kröfur um nýtt Ísland. 

Þema þingsins verði m.a.:

  • Sameina Austurland í eitt sveitarfélag.
  • Meira sjálfstæði.
  • Fjármunirnir verða eftir heima í héraði.
  • Framkvæmdavaldið nær fólkinu.

mbl.is Ákvörðun Hæstaréttar kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband