Hvað með mótvægisaðgerðir.....

.....eins og krafist við Kárahnjúkana.   Hvar eru nú allir vitringarnir sem tjáðu sig um það verkefni og höfðu svo mikla samúð með okkur á Fljótsdalshéraði, að það lá við að maður klökknaði.


mbl.is Svifryk yfir heilsuverndarmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað á að skattleggja nagladekkin almennilega sem og alla mengandi starfsemi eins og flugelda. Þar væri tiltölulega auðvelt að draga stórlega úr menguninni.

Hins vegar er talið að um helmingur svifryks eigi uppruna sinn á söndunum fyrir austan. Eina sem væri unnt að gera væri að efla skógrækt stórlega en innfluttar trjátegundir eins og sitkagreni getur bundið ryk mjög auðveldlega. En þetta tekur langan tíma og skógrækt á víða á brattan að sækja þrátt fyrir að við sem til þekkjum vitum að hér getum við stuðlað að gríðarlega mikilum umbótum hvað umhverfi og efnahag okkar varðar. Skógrækt gefur af sér einungis 2-3% arð, ekkert fyrstu árin nen ríkulegri eftir sem lengra líður.

Kárahnjúkavandræðin eru eins og að ausa sjó úr botnlausum bát. Þar er sama og ekkert hægt að aðhafast nema sprauta einhverjum rykbindiefnum. En eru þau skaðlaus?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.1.2011 kl. 13:52

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Mosi: "Hins vegar er talið að um helmingur svifryks eigi uppruna sinn á söndunum fyrir austan."  Skilgreindu betur "fyrir austan".

Mín skoðun á Kárahnjúkasvæðinu er, það þarf ekkert að gera þar.  Þetta er ekkert vandamál.  Sjálfur hef ég búið hér yfir fimmtíu ár og hef sætt mig við það, að hér má vænta leiðinda af sandfoki af og til.  Það hefur sjálfsagt verið svo síðan land byggðist.  Þatta ryk er af svæðinu við Öskju og leirunum í kringum Jökulsá á Fjöllum.  Það litla sem bætist við frá Kárahnjúkum, hefur lítt truflandi áhrif.  Það er sama hvort sést hundrað metrunum lengra að a styttra, þegar skyggnið er hvort eð er innan við fimm km.

Maður er hins vegar hrærður (ekki hristur (007)  ) yfir áhyggjum ykkar um þessi mál.  Betur þætti okkur samt að sjá fleiri raunhæfar tillögur um annarskonar lausnir s.s. að ekki sé skorið niður í heilbrigðisþjónustunni, vegir lagaðir, jarðgöng grafin, tvíbreiðar brýr byggðar og að leiðsögumenn kynni sér svæðið betur, með tillit til þess að fjölga hér ferðamönnum. 

Minni á að Austurland er að skaffa um fjórðung í útflutningstekjum landsmanna, en síðan er stíft úr hnefa það sem framkvæma þarf hér og fjármunina þarf að slíta út úr frjármálavaldinu með glóandi töngum.

Benedikt V. Warén, 15.1.2011 kl. 09:39

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það er víðar „fyrir austan“ frá Reykjavík en Austurland. Sennilega er svifrykið sem hrjáir höfuðbúa ekki þaðn.

Hinsvegar eru sandarnir á Suðurlandi mjög rokgjarnir í sterkum austanáttum. Einnig er uppblástursvæði stór sem smá víða t.d. Reykjanesi þar sem gróðurfar er mjög illa farið.

Varðandi Austurland er mjög dapurlegt hversu atvinnulíf virðist hafa dregið saman og atvinnuleysi aukist. Þar virðist álbræðslan ekki hafa gert annað en að taka gott fólk úr öðrum starfsgreinum. Á það var bent á sínum tíma, að bygging álvers hefði „ruðningsáhrif“. Ætli hefðiu ekki verið betra að leggja meiri áherslu á alhliða uppbyggingu atvinnulífs en ekki einblína á eina starfsemi. Nú hefir t.d. Barri, stærsta gróðrarstöðin verið í miklum rekstrarvandræðum og er það mjög miður enda þufum við að leggja mun meiri áherslu á skógrækt en verið hefir. Vonandi rætist úr á nýju ári og þessi starfsemi megi blómstra jafnvel betur en nokkru sinni áður.

Góðar kveðjur austur.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.1.2011 kl. 09:30

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Mosi.  Mér þykir það mjög miður, en nú verð ég að hryggja þig verulega.  Hefði ekki komið til virkjun og álver, væri hér í dag um þúsund manns færra í kjördæminu.  Áratugur fram að sl. aldamótum fækkaði um 200 manns á ári.  Síðan kom uppgangurinn og þá fjölgaði verulega, en eins og spáð var myndi toppurinn lækka að afloknu verkefni, menn greindi einungis á hversu mikið hann mundi lækka. 

Á sama tíma var samdráttur í mannafla í fiskvinnslunni, eins og allir vissu, vegna þess að stöðugt var verið að bæta fiskvinnsluns og auka sjálfvirknina sem leiddi af sér færra fólk við þá vinnslu.  Þetta var fyrirséð og því var gríðarlegur þrýstingur hé eystra að skjóta stoðum undir atvinnulífið.  Það tókst bærilega, ungt fólk flutti heim, sem var á þeim tíma búið að "mennta sig burt af lheimaslóð" þ.e. menntun þeirra var hærra en það atvinnustig sem þreifst hér.

Síðan kom hrunið.  Það sá enginn fyrir, ekki einu sinni Nostradamus.  Ég veit ekki hver staðan á Austurlandi væri nú, ef ekki hefði komið til þessara framkvæmda.  Svo er annar kapituli.  Við þurfum að sækja fé í öll verkefni, eins og ég nefndi áður, í sjóði misvitra þingmanna og stjórnenda samfélagsins.  Þetta þarf að gera með glóandi töngum, þrátt fyrir það að Austurland leggi til um 25%  

Benedikt V. Warén, 17.1.2011 kl. 21:12

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

...obb obb...nú gerði ég eitthvað rangt, því þetta fór frá mér í miðjum klíðum....     Var ekki búinn að yfir lesa það sem á undan er ritað og það er því ekki alveg eins og ég vildi hafa það, - enn nógu gott samt.

framh.

.....til samfélagsins í formi útflutningstekna.  Betur væri að geta nýtt þetta fjármagn í heimabyggð.  Hrunið hafði síðan ruðningsáhrif þannig, að draga þurfti saman í öllum framkvæmdum, það leiðir síðan af sér að fyrirtæki þurfa að segja upp fólki.  Það er nú ekki einu sinni það gott að þessir einstaklingar geti flutt sig um set innanlands, það verður að flytja utan, ef það vill hafa einhverja vinnu og þyggja ekki ölmusu eða standa í röð eftir matargjöfum mæðrastyrksnefndar. 

Nú hafa um tólf þúsund flutt úr landi fram yfir þá sem hafa komið, það samsvarar því að allir austfirðingar hefðu flutt utan.

Ef ekki væri fyrir vonlausa ríkisstjórn, værum við ef til vill í betri stöðu, búið að fella skjaldborgina sem boðuð var um heimilin og hjól atvinnulífsins væru ef til vill komin á einhverja hreyfingu fram á við.  Merkilegt samt hve staðan hefur batnað, - þrátt fyir ICESAVE-ríkisstjórnina.

Svo væri gaman, ef farastjórar mundu, þó í litlu væri, kynna sér hvað hægt er að skoða á Austurlandi og stoppa hér með ferðamenn ögn lengur en þeir gera nú. 

Hér skilgreina flestir fararstjórar þetta svæði engöngu brúklegt til að: éta, sofa og skýta.

Benedikt V. Warén, 17.1.2011 kl. 21:31

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll enn Benedikt.

Sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna hefi eg ætíð mikla ánægju að fara um Austurland. Oft hefi eg gist á Hallormsstað sem er einn skemmtilegasti gististaðurinn en nú er nokkuð langt síðan eg var síðast með hópa þar. Síðustu árin hefi eg gist töluvert í gamla bænum, á Egilsstöðum sem er mjög skemmtilegt eldra gistihús einning í fögru umhverfi. En sú gisting er erfið eldra fólki og þarf að létta undir því með að bera töskur fyrir það. En mér skilst á Gunnlaugi að hann hyggi á stækkun og þar með nýrri gestamóttöku og lyftu. Þá hefi eg gist hjá þeim sómahjónum í hótel Svartaskógi í Jökulsárhlíð. Þar er einnig mjög fagurt umhverfi sem víðast á Austfjörðum. Síðastliðið sumar gisti eg alls 5 nætur eystra og aðrar 5 nætur á Smyrlabjörgum og Brunnhól. Hvarvetna eru húsráðendur meðvitaðir um þarfir þreyttra ferðalanga og reynt að veita sem bestu þjónustu sem tök eru á.

Eitt af því sérkennilegasta fyrir upplifun erlendra ferðamanna á hringferð er eftir að ekið hefir verið um einhverjar mestu auðnir Möðrudalsöræfa að koma í gróðurrík héröð Austurlands. Þjóðverjar finnst mörgum hverjum þessar auðnir skelfilegar og eru fegnir að „komast heim“ þegar þeir sjá skógi vaxið Austurlands. Þýskaland er eitt skógauðugasta land heims og er ekki undur að þeir þýsku upplifi öryggi og að hafa fast land undir sér að nýju. Ef áhugi er fyrir að fara í skógargöngu og tími aflögu hefi eg stundum farið með hópa í Trjásafnið þar sem fjöldi manns undrast hvað hér vex margt og frá sitt hvorri áttinni. Síðan göngum við yfir í Atlavík þar sem rútan sækir okkur. Einu sinni fór eg með hóp með Lagarfljótsorminum og féll það vel í kramið. Miður að ferðaskrifstofur hafi ekki þá skemmtilegu ferð í dagskránni.

Við eigum að leggja miklu meiri áherslu á skógrækt en verið hefir. Skógur veitir ekki aðeins atvinnu og arðsemi sem þykir vera kannski lág eða 2-3% en auk þess gott og dýrmætt skjól. Skógurinn eykur auk þess verulega verðmæti landsins og styður aðra landnýtingu þar sem hún á við eins og kornrækt en reikna má með að gott skógarskjól flýti vexti og þroska korns verulega. Klemens á Sámsstöðum komst að því við endurteknar tilraunir að reikna mætti með allt að 25-30% meiri uppskeru!

Vil því benda á að margt er meira og fleira á Austurlandi en að eta, skíta og sofa.

Góðar stundir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.1.2011 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband