Er þörf fyrir svona mikla háskólamenntun?

Á þessum niðurskurðartímum er ekki annað  hægt en að velta því fyrir sér.  Höfum við svona mikla þörf fyir háskólamenntun?  Auðvitað er gaman og fallegt að geta slegið sér á brjóst og sagt: “Við Íslendingar erum svo vel gerðir, fallegir og vel menntaðir”.

En segir það allt.  Er þetta ekki bara sama minimáttarkenndin og er enn og aftur að rugla okkur í ríminu og kristallast í efrirfarandi setningu: “How do you like Iceland?  Við eru svo góðir, -sérstaklega í handbolta.  Allir vita þó að í heiminum eru ansi fáir sem spila handbolta, þess vegna erum við svo rosalega góðir og þar erum við á “heimavelli”.

- Hvernig væri að staldra aðeins við og skoða menntunina á Íslandi?
- Væri ekki rétt að fara að skilgreina þörfina fyrir háskólamenntað fólk?
- Er orðin offramleiðsla í þessum geira?
- Er verið að mennta fólk á réttan hátt?
- Hvers vegna flytja svo margir utan, sem lokið hafa langskólanámi?
- Hvernig er hlúð að þeim sem ljúka námi, annarra en þeirra sem skammta sér launin?
- Hvernig er með lækna og hjúkrunarfólk?
- Afhverju er niðurskurður í heilbrigðisgeiranum á sama tíma og verið er að mennta fleiri?
- Af hverju er þetta fólka að flytja utan í stórum stíl?
- Er ekki eitthvað að skólakerfinu og skipulaginu, þegar við menntum unga fólkið úr landi?
- Íslendingar eru um 318 þúsund, þurfum við tug háskóla?
- Væri ekki nær að stýra námsmönnum inn á aðrar brautir sem menntunin nýtist betur?

Nú er kreppa og nú þarf að herða sultarólina og velta við öllum steinum, eins og sagt er.  Raunin er hinsvegar sú, að það má aðeins velta við sumum steinum, þá helst hjá þeim sem ekki geta með góðu móti varið sig, eins og aldraðir, öryrkjar og sjúkir.

Nú bera Vinstri Grænir ábyrgð á skólakerfinu.  Nú er komið að þeim að skera niður og hagræða þar einnig.  Þar þarf að hagræða þannig, að framleiðslan verði ekki umfram eftirspurn.  Nýta fjarmunina okkar skynsamlega.

Magn, gæði og þörf verða hér að haldast í hendur.


mbl.is HÍ þarf að hafa meira eftirlit með Raunvísindastofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt hjá þér, en þó vantar eina og kannski margar spurningar  hér inn eins og !!!

Er þörf fyrir alla þessa menntun í ákveðnum störfum?

Hví að eyða stórfé, (ja nema þá sér til skemmtunar) í störf sem svo til hver og einn getur unnið ef verkvit hefur á annað borð? Verkvit fæst ekki af bókum eða í skólum það er alveg á tæru.

Hvaða menntun ætti kassastarfsmaður að hafa?

Hvaða menntun á ræstitæknir að hafa?

Hvaða menntun á fláningsmaður að hafa?

Hvaða menntun á sá er færir bókhald að hafa? þessi síðasta er nú sett fram vegna þess að mér hefur alltaf fundist það merkilegt að hámenntaðir viðkskiptafræðingar kunna ekki að færa bókhald þegar úr þeim fína háskóla er komið. Veit þó vel að til er sérstakt nám fyrir bókara Hef ekki farið á slíkt en er búin að vera bókari í mörg ár. 3mánaða námskeið hjá Blædísi var kappnóg

Og hver á að vinna öll þessi störf þar sem ekki er neinnar menntunnar krafist i dag, þegar allir verða orðnir svona hámenntaðir?

Og ef farið verður að krefjast menntunnar í þau gott og vel, erum við tilbúin að greiða margfalt hærra verð fyrir alla þjónustu sem við njótum í dag en þó er? Við vitum jú að  ekki er vinna þeirra háskólamenntuðu gefin í dag á útseldum tíma.

Eða á bara að flytja inn erlent vinnuafl í skítastörfin sem við viljum ekki vinna lengur?

(IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband