Setjum göng á Austrlandi í forgang!

Austurlandið er land framtíðarinnar. Þar eru raunveruleg samgönguvandamál á ferðinni. 

Til þess að nýta betur þær fjárfestingar sem nú eru komnar og þær sem eru væntanlegar þarf að bæta samgöngur verulega og rjúfa vetrareinangrun Vopnafjarðar, Seyðisfjarðar og Norðfjarðar. Gleymum því ekki að fjórðungssjúkrahús okkar er handan Oddskarðs.  Allir þurfa yfir þann fjallveg að fara, sem ekki búa á Norðfirði.  Héraðsbúar þurfa auk þess yfir Fagradal og Seyðfirðingar eru verst settir, þurfa að bæta Fjarðarheiði í safnið.

Þetta virðist Kristjáns Möller ekki hafa hugmynd um.  Þess vegna á hann að kynna sér málefni kjördæmis síns betur og leggja til að Vaðlaheiðargöngin verði sett í bið til 2025, vegna þess að þar er um tvo valkosti að ræða í austurátt, - Víkurskarð og Dalsmynni.

Sjá einnig gamla færslu um sjúkrahúsið http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/981690/


mbl.is Enn ófært á Seyðisfjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tveir kostir?! Víkurskarðið og Dalsmynnið. Víkurskarðið verður ill eða ófært mörgum sinnum á vetri og á sama tíma er MALARVEGURINN í Dalsmynni yfirleitt ófær vegna snjóflóðahættu. Fólk úr Þingeyjarsýslum þarf að fara yfir fjallveg til að sækja þjónustu á sitt Fjórðungssjúkrahús og Víkurskarðið er farartálmi á þjóðvegi 1 þar sem þarf að klifra hátt í 300 metra hvoru megin frá. Ég er ekki að gera lítið úr þeirri stöðu sem er á Austurlandi en þar sem ég þekki Víkurskarðið af eigin raun þá finnst mér bráðnauðsynlegt að hefja framkvæmdir þar hið fyrsta, hefði frekar átt að slá þessum Héðinsfjarðargöngum á frest á sínum tíma og klára Vaðlaheiðina af.

Gestur (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 22:03

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Fjarðarheiði er yfir 600 metra há......Víkurskarð er bara hóll

Einar Bragi Bragason., 4.1.2011 kl. 23:14

3 identicon

Er sammála Gesti þó ég búi hér á Austurlandi. Dalsmynni  er varla kostur og Víkurskarðið ein vitlausasta framkvæmd sem hefur verið farið í í vegagerð. En fyrstu göng á Austurlandi eiga klárlega að vera Seyðisfjörður og síðan Vopnafjörður. Sjúkrahús er varla hægt að segja að sé til staðar lengur á Norðfirði, þar fæst ekki fólk til starfa og afskaplega lítið hægt að gera þar yfir höfuð svona í "sjúkrahúslegum" skilningi. Og því mun nauðsynlegra fyrri okkur að fá góðar samgöngur norður á alvöru sjúkrahús.  Þessa afstöðu mína til "okkar" sjúkrahús má þakka hrepparíg og algeru samstöðuleysi fólks hér um slóðir. Það hefur ekki nokkur maður áhuga á að berjast fyrir einu eða neinu þegar vænta má andstöðu úr einhverri átt, menn hlaupa þá snarlega í felur og segja eins og landinn virðist best kunna.................. EKKI BENDA Á MIG.

Ætla samt að minna svona í leiðinni á Hollvinasamtök HSA Egilsstöðum sem sárlega vantar fé, og má leggja því félagi lið í öllum bönkum hér, þeir hafa reikingsnr félagsins. Gleðilegt ár 

(IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 23:38

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Gestur: Víkurskarð er skv. Vegagerðinni í 325 metra hæð yfir sjó og ef mig misminnir ekki er hún nokkra metra í þeirri hæð.  Fjarðarheiðin er 620 mys. og þar er vegalengdin um 16 km þegar komið er yfir 325 mhys.  Fagridalur er 350 mhys og þar þurfa menn að vera yfir 325 mhys í um 15 km.  Oddskarðið er 632 mhys. og ég giska á að þar þarf að aka um 7 km þegar komið er í 325 mhys. Svo þú sérð að Einar Bragi er að nefna þetta sínu rétta nafni.  Víkurskarð er bara á hæð við ómerkilegan hól og lengi hægt að komast þar yfir, - þó snjói. 

Ég hef líka fulla samúð með Þingeyingum að þurfa hugsanlega að fara Dalsmynni og það á malarvegi.  Þjóðvegur 1 um Breiðdalsheiði er malarvegur og ekki hafa menn farið á límingunum vegna þess.  Sama gildir um Öxi, þar sem á nú að fara í langþráðar endurbætur.  Breiðdalsheiðin er í 470 mhys. og Öxi er í 532 mhys.

Fagridalur hefur oft verið lokaður vegna snjóa, nokkru sinnum vegna snjóflóða og rigningatíð að sumri vegna aurflóða.  Fjarðarheiðin og Oddskarð eru síðan faratálmar sem eru mjög oft ófærir á vetrum, sérstaklega fyrir smábíla, þó lengi megi brjótast þar yfir á stórum sérbúnum jeppum.  Öll gögn vegna jarðganga milli Eskifjarðar og Norðfjarðar eru tilbúin til útboðs, bara stóð á Kristjáni Möller að ýta á hnappinn til að hefja framkvæmdir.  Hjarta hans slær hins vegar í Eyjafirði.

Í þingeyjasýslum eru 3 makbikaðir flugvellir til brúks í neyðartilfellum, Þórshöfn, Húsavík og Reykjahllíð.  

Það er því bara flottræfilsháttur að fara nú í jarðgöng undir Vaðlaheiði.

Benedikt V. Warén, 5.1.2011 kl. 09:32

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sigurlaug.  Oftast er ég sammála þér, en ekki núna.  Sjúkrahúsið á Akureyrir verður seint flokkað af okkur sem staður til að fara á í neyð.  Nær öll sjúkraflug eru til Reykjavíkur nema stöku beinbrot sem meira segja ætti að vera hægt að búa um hér eystra.  Ég ætla samt ekki að gera lítið úr sjúkrahúsinu á Akureyri, þar hefur þeim tekist mjög vel upp í "reglulegu viðhaldi" á mannskepnunni s.s. að skipta um liði af ýmsum toga.

Það er einföld staðreynd, að heppilegra er að fara á sjúkrahús í Reykjavík.  Það er óumdeilt að þar eru best búnu sjúkrahúsin.  Við eigum rétt á því besta í þessari þjónustu, því förum við með okkar fólk suður.  Svo enn eitt atriði.  Flestir eiga ættingja, vini og kunningja þar.  Það léttir sjúklingi oftast vistina að fá heimsókn.  Færri hafa tengsl við Akureyri. 

Ef göngin milli Eskifjarðar og Norðfjarðar verða einhverntíma grafin, þarf í beinu framhaldi að grafa göng undir Eskifjarðaheiðina til Héraðs og þá skiptir litlu sem engu þó sjúkrahúsinu hafi verið valinn staður á endastöð.  Leiðin verður greið frá Egilsstöðum og auðvelt einnig að koma sjúklingi suður ef svo ber undir.  Jarðgöng til Seyðisfjarðar opnast hugsanlega ekki langt frá munnanaum til Eskifjarðar, svo það bætir einnig öll samskipti Seyðfirðinga við Fjarðabyggð.  Leiðin í Álverið verður auðveld og styttri.  Göng til Seyðisfjarðar uðveldar þeim að sækja vinnu af bæ.

Þú mátt svo aldrei gefast upp á að berjast fyrir bættu sjúkrahúsi á Austurlandi.  Þar verða menn að snúa bökum saman.  Ef ekki verður farið í jarðgangagerð er það hinsvegar ljóst að ekki verður lengur unað við þennan molbúahátt.  Krafan verður; nýtt sjúkrahús miðsvæðis á krossgötum og þar kemur ný sjúkrahúsbygging á Egilsstöðum sterklega inn. 

Það verður hins vegar ekki á meðan "Velferðarríkistjórn" Samfylkingarinnar og VG situr.

Benedikt V. Warén, 5.1.2011 kl. 09:56

6 identicon

Það hlaut nú að koma að því að við yrðum ekki sammála, þetta var hreinlega orðið vandræðalegt þessi haleljúasöngur hjá okkur

En ef við metum ástandið kalt þá er hrepparígurinn búin að eyðileggja það mikið fyrir okkur  að í okkar lifanda lífi verður ekki komið á hér starfhæfu fjórðungssjúkrahúsi, það er bara staðreynd dagsins. Og þegar ég er að vísa á Akureyri þá er það til að nota sem fjórðungshús en ekki sem hátæknistaður,  það er og verður alltaf Reykjavík og mun ekki breytast. Í sjúkrabíl tekur það 2 tíma miðað við Víkurskarð að komast á sjúkrahús á Akureyri í góðri færð ( veit því ég er búin að prófa) , en það tekur líka 2 tíma í flugi ef við tökum fram og til baka því ekki er jú nein sjúkravélin staðsett hér eins og þú veist ( er einnig búin að fara þá leiðina) Þetta miðast auðvitað við Egilsstaði því hér er jú flugvöllurinn og þurfa flestir hér í gegn. Fyrir mér er hreinilega ekki sjúkrahús lengur á Austurlandi, en ég mun auvitað halda áfram að berjast fyrir slíku hér á Egilsstöðum því þar á það að vera, en að upplifa það að mæta á aðalfund hjá Hollvinasamtökum okkar og ekki einu sinni stjórnin mætir og heildarfjöldi 4 á fundinum með stjórn sem telur 3 þá bregður manni mjög yfir andvaraleysi fólks hér, og með fullri virðingu fyrir Héraðsbúum þá eru þeir til skammar þegar kemur að því að styðja við bakið á þessari stofnun og yfirleitt í því að standa saman um nokkurn hlut, hér er einfaldlega engin samstaða um eitt eða neitt. Hér virðist vera ríkjandi sú hugsun að það á einhver annar að standa í þessu veseni.....

Við erum samt sammála um að þessi ríksstjórn er vonlaus og að krafan er um sjúkrahús miðsvæðis, svo er spurning um hvor við náum saman um aðferðirnar að markmiðinu.

Varðandi pissukeppnina um hver hóllinn er hærri en hinn þá segir mér reynslan að það skiptir bara ekki nokkru máli, t.d þá var Heiðarendinn hér þegar kom vetur á annað borð,  oftast verri farartálmi heldur en Möðrudalsöræfin og svo gildir um marga lægri hólanna um landið allt,  hæð segir ekki allt frekar en lengdin.

(IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband