22.12.2010 | 14:35
Við höfum ekki lengur efni á ótengdum alþingismönnum.
Þess vegna þarf nýja hugsun í samfélagið.
1. Breyta þarf innheimtu skattanna í þann farveg, að bæjar- og sveitarfélög innheimta alla lögboðna skatta af sínum þegnum.
2. Það verði á ábyrgð bæjar- og sveitarfélaga að greiða í sameiginlegan sjóð sömu krónutöluna skv. höfðatölureglu, óháð stærð sveitarfélagsins.
3. Sameiginlegi sjóðurinn væri eingöngu notaður til að reka löggjafavaldið, - Alþingi.
4. Þingmönnum verði fækkað í fimmtán.
5. Kjördæmin sjálf stæðu straum af kosnaði sinna þingmanna og aðstoðamanna.
6. Framkvæmdavaldið verði flutt heim í hérað, - nær vettvangi íbúanna.
7. Fækka háskólum niður í einn
8. Hætta að mennta fólk úr landi, koma á virkri menntastefnu sem nýttist landinu betur
9. Skera niður stofnanir og þær sem ekki beinlínis þurfa að vera í Reykjavík, - verði fluttar út á land
10. Nýtt bæjarfélag taki við af Reykjavík sem höfuðborg Íslands, - t.d. Egilsstaðir.
Þörf á að endurskoða stuðning hins opinbera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.