Kæru þingmenn, er ekki allt í lagi hjá ykkur?

Eru það ekki peningar úr sömu buddunni, - fé til framkvæmda og reksturs?

Það er verið að skera niður heilbrigðisstofnanir um allt land.  Þið teljið okkur trú um að  við höfum ekki efni á velferðarþjóðfélaginu, sem við höfum þó í mörg ár verið að byggja upp. 

Hvernig höfum við þá efni á að standa í milljarðaframkvæmd? 

Við erum að mennta lækna og sjúkraliða, en höfum ekki efni á að borga þeim laun.  Þessi hópur flytur því úr landi.

Hvers vegna að byggja yfir starfsemi sem er takmörkuð á landinu? 

Hvers vegna að mennta svona marga, - sem flytja síðan úr landi?

Hver er virðisaukinn í slíkri menntun?

Er ekki verið að byrja á vitlausum enda? 

Hvernig væri að skilgreina þörfina fyrir menntun og finna hvaða menntun hentar best við íslenskar aðstæður. 

Magn, gæði og þörf verður hér að haldast í hendur.


mbl.is Forhönnun í fullum gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband