6.10.2010 | 15:04
"Er ekki rétt að doka við og sjá hvort þetta reddast ekki?"
Þetta virðist vera móttóið á Alþingi í dagsins önn.
Alveg dæmaust hversu hægt gengur að koma einhverju í gang. Ekki vantar hugmyndirnar, en pólitískur þroski virðist ekki vera fyrir hendi. Fólkið á Alþingi Íslendinga virðast vera í einhverjum sýndarveruleika sem ekki er í neinni tengingu við lífið fyrir utan múrana.
Hvernig væri að alþingismenn færu úr jakkafötunum, kuðluðu saman bindunum og girtu sig í brók. Færu að því loknu að leysa hnúta í stað þess að hnýta fleiri.
Ef ekki, - þá senda alþingismenn heim og láta hlutina þroskast í friði fyrir þeim. Ástandið getur varla vesnað úr þessu.
Alveg dæmaust hversu hægt gengur að koma einhverju í gang. Ekki vantar hugmyndirnar, en pólitískur þroski virðist ekki vera fyrir hendi. Fólkið á Alþingi Íslendinga virðast vera í einhverjum sýndarveruleika sem ekki er í neinni tengingu við lífið fyrir utan múrana.
Hvernig væri að alþingismenn færu úr jakkafötunum, kuðluðu saman bindunum og girtu sig í brók. Færu að því loknu að leysa hnúta í stað þess að hnýta fleiri.
Ef ekki, - þá senda alþingismenn heim og láta hlutina þroskast í friði fyrir þeim. Ástandið getur varla vesnað úr þessu.
Rótgrónum þankagangi þarf að breyta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.