Eru VinstriGrænir að verða mesti hægri flokkurinn.....

...á eftir Samfylkingunni?  Hvert er þessi fulltrúar minnihluta þjóðarinnar að stefna.  Enga stund að koma með lög um verkfallsaðgerðir, - eitt símtal frá forstjóra Flugleiða og ríkisstjórnin safnast saman eins og fé í rétt að hausti. 

Hvar er skjaldborgin um heimilin?
Hvar eru nýju atvinnutækifærin?
Hvar er stuðningurinn við sveitarfélögin?


Vildi ekki einhver forstjórinn, sem hefur símanúmerið hjá þessari guðsvoluðu ríkisstjórn, vera svo vænn að hringja og minna á fólkið í landinu?; fólkið sem ekki er að fara utan í sumarfrí eða viðskiptaferðir. 

Samninganefndin um Icesave kemst líka sinna ferða með IcelandExpress. 

Best er þó að hún fari hvergi.


mbl.is Verkfallið bannað til 30. nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Snýst þetta um símtal frá forstjóra Flugleiða? Telur þú að það sé yfir höfuð svigrúm til 15% launahækkana fyrir einstakrar stéttir á sama tíma og laun annara stétta skerðast? Hvar á að taka það fé, með frekari skattahækkunum eða frá þeim verkefnum sem þú kallar eftir?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 14:21

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Axel.  Hvaða skattahækkun?  Er Flugleiðir orðið ohf?

Benedikt V. Warén, 22.3.2010 kl. 14:31

3 identicon

@Axel: Þetta snýst ekki um hvort fyrirtæki í samkeppni og í einkaeigu (ekki ríkisfyrirtæki) geti tekist á við 15% launahækkun. Þeta snýst um það að vinstri stjórn, sú fyrsta hreina hér á landi, er að banna verkfall. Það er engin hætta á ferð, þetta ógnar ekki þjóðaröryggi, en þetta setur gríðarlega hættulegt dæmi fyrir aðrar vinnandi stéttir, sama hversu há eða lá laun þær fá. Jóhönnu og Steingrími finnst flugvirkja ekki eiga rétt á þessu og því skal því afstýrt, alræðisvaldið er algert! Efast um að þetta hefði verið gert ef flugvirkjar Iceland Express ættu í hlut.

Svo má alltaf deila um hvort þetta séu of háar kröfur hjá þeim, en prisippið er samt það að nú er hægt að banna öllum stéttum landsins að fara í verkfall.

Tek það fram að ég er ekki flugvirki og þekki engan slíkan og hef því engra hagsmuna að gæta.

Doddi (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 14:35

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hangir fleira á spýtunni, flugumferðarstjórar t.d. 

Þær hafa ekki verið íþyngjandi nýafstaðnar skattahækkanir ef þú hefur ekki tekið eftir þeim.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 14:37

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Axel.  Spurningin til þin var ekki nægjanlega skýr.  Hvernig kemur það til að skattar hækki almennt, við það að flugvirkjar fái hærri laun hjá Flugleiðum?

Af hverju ert þú að blanda flugumferðarstjórum inn í þessa umræðu.  Stór hluti af launum þeirra kemur erlendis frá og kemur íslenska skattakerfinu sáralítið við við. 

Ég virði flokkshollustu þína, en mér finnst að það þurfi samt að vera einhver innistæða fyrir skrifum þínum.

Að öðru leiti geri ég orð Dodda (hér fyrir ofan) að mínum.

Benedikt V. Warén, 22.3.2010 kl. 15:02

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað flokkshollusta mína varðar þá hefur hún raunar verið dregin í efa af samherjum. Hvernig ætlar þú að segja við flugumferðastjóra og/eða aðra að þeir geti ekki fengið sambærilega hækkun og flugvirkjar? Viljum við launaskrið og verðbólgu? Verðbólga og hærri vextir voru ekki ofarlega á óskalista launþega síðast þegar ég vissi.

Þessi frasi að hluti launa flugumferðarstjóra komi erlendis frá kemur málinu ekki við. Hækka þær greiðslur við launahækkanir? Nei hækkunin bætist við kostnað ríkisins.

Svo það sé á hreinu þá er ég ekki stuðningsmaður laga á kjaradeilur. Sjá nánar hér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 15:28

7 identicon

Axel. Það er reyndar svo að greiðslur erlendis frá hækka við launahækkanir vegna þess að greiðslukerfi alþjóðaflugþjónustunnar byggir á svokölluðu Cost Recovery kerfi. Því er það þannig að íslenska ríkið myndi raunverulega hagnast á því að hækka laun flugumferðarstjóra. Um flugvirkja veit ég ekki.

Flugumferðarstjóri (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 16:54

8 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Mér verður í minni Vísan "First they came" og má útfæra hana í þetta samhengi.

Fyrst ætluðu þeir að setja lög á flugumferðastjórana.
Ég sagði ekkert því ég er ekki flugumferðarstjóri.

Því næst settu þeir lög á flugvirkjana.
Ég sagði ekkert því ég er ekki flugvirki.

og svo má spékúlera í framtíðina með þessu áframhaldi..

Því næst settu þeir lög á kennarana.
Ég sagði ekkert því ég er ekki kennari.

.. nokkrar fleiri álíka línur og 

Svo settu þeir lög á mig,
og enginn sagði neitt því það voru lög á okkur öllum.

Að setja lög á verkföll á að vera síðasta úrræði útaf langvarandi verkfalli,  ekki fyrsta svarið við því.

Jóhannes H. Laxdal, 22.3.2010 kl. 17:10

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Axel. Það er að sjálfsögðu til of mikils mælst, að staðið sé við gerða samninga, sér í lagi er Samfylkingin lagin við að skauta framhjá þannig "smáatriðum". Í stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar, er eftirfarandi:

"Forsendur stéttarfélaga á opinberum vinnumarkaði fyrir gerð kjarasamninga eru að ekki verði gripið til lagasetninga eða annarra stjórnvaldsaðgerða sem hafa bein áhrif á innihald kjarasamninga eða kollvarpa með öðrum hætti þeim grunni sem kjarasamningar byggja á. Þetta hindrar þó ekki að sett verði lög sem kalla á breytingar á kjarasamningum enda sé um slíkt samið milli aðila kjarasamnings í framhaldinu."

Þú víkur þér einnig fimlega undan því að svara mér því, hvernig hækkun launa flugvirkja hefur áhrif á skatta almennt.

Benedikt V. Warén, 23.3.2010 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband