Marteinn Mosdal er fyrirmynd margra á ýmsum sviðum.

Það á að vera ein ríkisskoðun á öllum miðlum og ekkert múður. Það er í anda Marteins Mosdals. Magnað hve Mosdalsættin er stór.

Fréttamenn eru góðir í því að finna hinn stjörnubjarta sannleika og þegar hann er kominn í hús apa allir hann upp.  Þegar nægjanlega margir eru búnir að samþykkja, þá er komin hin löggilta ríkisskoðun, - klippt og skorin og þá verður ekki aftur snúið.

Ekki skiptir lengur máli um sannleikann né staðreyndir, fjöldinn hefur talað.  Jörðin væri ennþá talin flöt, ef sama reglan hefði verið í gildi og meirihlutinn hefði alltaf rétt fyrir sér, sem er auðvita argasta bull og vitleysa.

Efasemdir hafa vaknað um ágæti bólusetninganna, sem ekki mátti fjalla um í miðju fárinu, en eru nú að fljóta upp á yfirborðið.  Ekki er verið að halla á þá sem þurftu að tak ákvarðanir undir miklum þrýstingi.  Að kæfa umræðu er allt annað mál og múgsefjun um eina ríkisskoðun er beinlínis skaðleg.

Verst af öllu er þegar umburðalindið og virðing fyrir skoðunum annarra er komin á þetta lága plan.


mbl.is Hótað fangelsisvist fyrir að skrifa upp á Ivermectin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband