11.8.2022 | 15:56
Stefnir í að sækja þurfi um leyfi til barneigna?
Það nær náttúrulega ekki nokkurri átt að fólk fari í ábyrgðalausar barneignir á skjön við framkvæmdaáætlun sveitarfélaga. Það endar bara á því, eins í í gamla daga, að foreldrarnir verða sjálfir að sjá um uppeldið. Það sjá allir að þetta stefnir í tóman voða.
Lausnir er því að setja á stofn börnunarstofu eða mannfjölgunarráðuneyti, þar sem væntanlegir foreldrar sækja um leyfi til að fá að stækka fjölskylduna, sem eru í takt við fjárveitingar í byggingu á vöggustofum, dagheimilum, leikskólum, skólum og öllu því veseni sem fylgir því að fjölga mannkyninu.
Það er ljóst að eitthvað skipulag þarf að vera á hlutunum, einhver verður að bera samfélagslega ábyrgð.
Þá bara spurningin, hver er þessi Einhver?
![]() |
Lofar meiri hávaða næst eftir engin svör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)