Kjarnorkuver á Fljótsdalshéraði

Á fundi sveitastjórnar í Múlaþingi 14. des. 2022 fór fram mögnuð umræða um orkumál og má segja að hún sé í beinu framhaldi af trúarbragðastríði vindorkugeirans á heilbrigða skynsemi Íslendinga, vegna orkumálum þjóðarinnar.  Ítrekað er búið að vara við slíkum framkvæmdum m.a. vegna sjón-, hávaða- og örplastmengunar.

Þá hefur verið nefndir gríðarlegir flutningar á steypu- og járnbindingaefnum um langan veg með tilheyrandi olíu útblæstri skipa og trukka, við að koma þessu efni í orkugarðana.  Samsvarandi mengun verður af því að koma vindmillum til landsins, sem að loknum líftíma þeirra kallar þar að auki á mjög erfiða förgun spaðanna.  Ending þeirra er jafnframt takmörkuð vegna þess að rigning tætir þá upp og lífríkið bíður skaða af örplasti frá þeim út í náttúruna.

Lausn framleiðanda spaðanna er að mála þá reglulega.  Það er sérleg sannfærandi í roki og rigningu eða slyddu.  Ekki verður það árennilegra í norðan garra og snjókomu.

Ótrúlegt hve margir eru til í að trúa slíkum skröksögum um vindorkuver á Íslandi.  Bakkabræður trúðu því að það væri hægt að bera sólarljósið í bæinn í skjólum.  Ætt þeirra bræðra er greinilega fjölmennari en nokkurn uggði.

Svo er annar vinkill á þessari tillögu.  Ríkisstjórnin virðis sammála því að raforka á Íslandi sé framleidd með kjarnorku, þó ekkert kjarnorkuver sé á Íslandi.  Það er einn furðulegur angi af ESB samþykktum.

Í Bændablaðinu 23.8.2018, er fjallað um að 87% af raforku á Íslandi sé framleidd með kjarnorku, kolum, olíu og gasi.

„Frá því í desember 2011 hafa íslensk orkufyrirtæki gefið út og selt upprunaábyrgðir raforku. Það ár voru seldir slíkir papp­írar sem námu um það bil 2 teravattstundum [TWst] vegna raforku­framleiðslu á Íslandi en heildarframleiðslan nam 16,8 TWst. Nú er salan komin í nær 17 terawattstundir, eða um 87% af  rúmlega 19 TWst framleiðslu samkvæmt gögnum Orku­stofnunar.

Samkvæmt gögnum sömu stofnunar var  nánast öll raforku­framleiðsla frá endur­nýjanlegum orkugjöfum árið 2011. Úr jarðvarma 27% og vatnsorku 73% en einungis 0,01% er framleidd með jarðefnaeldsneyti.  Meirihluti raforku í Evrópu átti hins vegar uppruna sinn í jarðefnaeldsneyti og kjarnorku“

https://www.bbl.is/frettir/87-raforku-a-islandi-sogd-framleidd-med-kjarnorku-kolum-oliu-og-gasi

Takið eftir  því að sem stendur hér að framan „Samkvæmt gögnum sömu stofnunar var  nánast öll raforku­framleiðsla frá endur­nýjanlegum orkugjöfum árið 2011.  Samt er bent á að á Íslandi sé 87% af orkunni ekki framleidd á vistvænan hátt.  Þetta er með vitund ríkisstjórnarinnar að einhverjir „góðvinir“ hennar hafi leyfi til að verðfella hreinleika íslenskrar orku.  Rúsínan í pylsuendanum er að gegn „vægu gjaldi“ er hægt að fá hreinleikavottorð, náðug samlegast, ef einhver telur þess þurf til að auka verðmæti framleiðslu sinnar.

Hverslags siðferði er þetta sem þrífst í skjóli yfirstjórnarinnar á Íslands?

Tillagan, sem er tær snilld:

„Fýsileikakönnun varðandi uppsetningu og rekstur kjarnorkuvers

Fyrir liggur erindi frá sveitarstjórnarfulltrúa Helga Hlyni Ásgrímssyni varðandi það að á vegum sveitarfélagsins verði unnin fýsileikakönnun varðandi mögulega staðsetningu kjarnorkuvers innan sveitarfélagsins.“

Liður 17 í fundargerð https://www.mulathing.is/is/stjornsysla/sveitarstjorn-rad-og-stjornir/fundargerdir/sveitarstjorn-mulathings/383

Á Fljótsdalshéraði er engin teljandi náttúruvá sem gæti haft áhrif á rekstur kjarnorkuvers, það er mun tryggari í rekstri en vindmyllur og mengun frá slíku er hverfandi.  Þessi tillaga er því í rökréttu framhaldi af kröfu um orkuskipti og mun einnig ríma bærileg við opinber gögn um að raforka á Íslandi er framleidd með kjarnorku.  Því næst er að finna orkuverum stað, sem drifin eru áfram á olíu, gasi og kolum. 

Þá loksins færi saman hljóð og mynd úr stúdíóinu við Austurvöll


 

 

 


Bloggfærslur 15. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband