Fílar í postulínsbúðum

Fyrir nokkru bloggaði ég; Stór-Reykjavíkursvæðið og Kraginn = Eitt kjördæmi

Ég setti þetta svona upp til að fá umræður um hve óheppilegt er að hafa einn stóran áhrifavald inn í stóru kjördæmi lítilla eininga, þar sem valdahlutföllin eru þeim minni mjög í óhag.  Sá stóri er eins og fíll í postulínsbúð. 

Svo merkilegt sem það kanna að virðast hafði einungis einn skoðun á málinu.  Ég verð að biðja vin minn, Magnús Sigurðsson, afsökunar á þessari útfærslu, þar sem ég ruglaði hann í ríminu með að setja hlutinn upp þvert á hug minn.

Ég hef nokkrum sinnum bent á að það sé óheppilegt að hafa Eyjafjörðinn í einni sæng í NA-kjördæminu og eins og að setja Reykjavík í kjördæmi með Kraganum, þá verður þyngdarpunkturinn á röngum stað og raddir minni sveitarfélaganna eru kæfðar af því stóra.

Þetta sést best á því að efstu menn framboðslistanna raða sér eftir búsetu í stærsta kjarnanum og hinir minni fá þann „heiður“ að raða sér neðar á listann, til að öllu „réttlæti“ sé fullnægt.  Allir vita að þar eru þeir eingöngu sem uppfylling.

Næsta þing verður að taka á þessu misvægi og í NA-kjördæmi verður að færa hlutina til betri vegar og kanna hvort ekki sé heppilegra að Eyjafjörður verði eitt kjördæmi í framtíðinni, og NA-kjördæmið nái frá Vaðlaheiðinni að Skeiðarársandi. 


Bloggfærslur 17. júní 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband