8.12.2021 | 16:04
Ófærð, kuldi og rafbílar.
Yfir 2500 bílar sátu fastir á E-18 hraðbrautinni í suður Noregi þann sjöunda desember sl. þegar stórir flutningabílar lentu þar í vandræðum vegna hálku og snjóa. Öll umferð stöðvaðist þar sem flutningabílarnir tepptu alla aðra umferð. Hátt í sólahring tók að greiða úr flækjunni. Verst lentu eigendur rafbílanna í þessu, vegna þess að bílarnir urðu rafmagnslausir og ekki hægt að halda á þeim hita.
Vitað er að kuldi og rafgeymar eiga litla samleið, vegna kuldans dregur verulega úr afkastagetu rafgeyma. Hvaða lausnir hafa boðberar rafbíla á Íslandi er kemur að ófærð, kulda og trekki upp á heiðum?
- Á að setja upp hleðslustöðvar upp um allar heiðar?
- Á að vera með rafstöð í kerru aftaní, til að hlaða rafgeyma í neyð?
- Á Vegagerðin að vera með mannskap og rafstöðvar til bjargar?
- Á að banna rafbíla utanbæjar að vetri til?
Ófærð og tafir eru þekkt fyrirbrigði á Íslandi jafnt og í Noregi og því svipuð vandamál sem skjóta upp kollinum.
Bíð spenntur lausna orkuskiptapostulana.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)