9.10.2020 | 12:00
Þjóðvegur Eitt um Fjarðabyggð
Stjórnendur í Fjarðabyggð lögðu á sínum tíma, mikið upp úr því að Þjóðvegur Eitt færi um Fjarðabyggð í stað Breiðdalsheiðar og helstu rökin voru að skila fleiri ferðamönnum inn í sveitarfélagið. Stjórnvöld urðu við þessu og er það eflaust fordæmisgefandi við aðra fjórðunga, t.d. væri eflaust hagur í því fyrir Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð og Sauðárkrók, yrði Þjóðvegur Eitt skilgreindur um þá bæi.
Aftur austur á land.
Leiðin frá Djúpavogi til Egilsstaða um Öxi (vegur 939) er 85 km en 152 km ef farin er fjarðaleiðin, þ.e. 67 km lengri leið. Mestmegnis er um sumarumferð að ræða um Öxi, enn sem komið er. Leiðin um Breiðdalsheiði, sem var Þjóðvegur Eitt, er tíu kílómetrum styttri en að fara fjarðarleiðina. Þrátt fyrir að bera þann sæmdartitil, að vera Þjóðvegur Eitt um Breiðdalsheiði, var nánast engin vetrarþjónusta á þeirri leið, frekar en um Öxi.
Talsverðar vegabætur hafa undanfarið verið gerðar á Öxi og í Skriðdal er vegurinn malbikaður langleiðina upp að vegamótum Axar og Breiðdalsheiðar og fróðlegt verður að sjá hvort Vegagerðin fær fjármagn til að vera með einhverja vetrarþjónustu um Öxi, ekki síst til að auðvelda innanbæjarsamgöngur í sameinuðu sveitarfélagi Múlaþingi.
Heilsárs umferðartölur (dagsumferðin) um Öxi árið 2009 voru 80 ökutæki en árið 2019 fóru 202 þá leið. Aukningin er 128% þrátt fyrir að lítil sem engin umferð er þar um vetrarlangt.
Heilsárs umferðartölur (dagsumferðin) um Streiti árið 2009 voru 187 ökutæki en árið 2019 fóru 352 þá leið. Aukningin er 94% á vegi með vetrarþjónustu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)