Fúsahola til Mjóafjarðar

image001Nú eru talsverðar líkur á að skynsemin fái að ráða og hlustað verði á þá sem mesta hagsmuni hafa í málinu. 

Þá á ég við Fjarðaheiðargöngin milli Héraðs og Seyðisfjarðar, sem nú sér fyrir endann á að komist inn í fjárlög og því fyrr því betra.

Best væri á því, að göngin verði í boga og þá væri hægt að bora Fúsaholu fyrir Sigfús Brekkubónda til þess að hann komist af bæ á öllum tíma árs frá Mjóafirði(sjá mynd).

Enn fremur hefur það þá kosti:

Sparar einn vegskála.

Hægt er að flýta vinnu við göngin, með því að grafa frá sitthvorum enda og til beggja átta frá göngum, sem liggja til Mjóafjarðar.  Þannig má flýta gangagerðinni svo að þau komist í gagnið á sem skemmstum tíma.

Síðast en ekki síst, þá er komin göng sem nytast sem flóttaleið, ekki eingöngu fyrir Fúsa til Héraðs, heldur sem flóttaleið ef eitthvað gerist í göngunum.  Auk þess verður betri loftræsting í göngunum.

Aukaafurð, væri svo að byggja orkuver inni í göngunum og nýta vatn á Gagnheiðinni og koma því í fallpípu niður í túrbínur.  Fallið er umtalsvert og hægt að framleiða mikið rafmagn með til þess að gera litlu vatnsmagni.

 


Hver er ávinningurinn að taka upp OP3?

Mjög erfitt er að fá það fram hvaða ávinningur Ísland hefur af því að samþykkja Orkupakka 3.

Báðar fylkingar, með og móti, hafa sterkar skoðanir á málinu.

Rök þeirra á móti eru þó mun rökfastari en meðhópsins, sér í lagi er erfitt að fá með fylgjendur að koma með trúverðugan rökstuðning fyrir því, hver ávinningur Íslands er.

Það eru billegum rök, að benda á OP1 og OP2 hafi verið samþykktir og því nauðsyn að taka upp OP3 í framhaldinu. Hvers vegna?

Upphrópanir og hneykslun um að sumir sem eru á móti núna, hafa verið með OP1 og OP2 á sínum tíma. Hvað með hina, sem voru upphaflega á móti en eru nú með. Er ekki heilbrigt að skipta um skoðun?

Sæstrengur eða ekki sæstrengur. Vafinn er of mikill hvort afstaða Alþingis hafi eitthvað vægi, með fullri virðingu fyrir þingmönnum. Þeir hafa klikkað í öðrum málum og nærtækt að nefna ICESAVE í því sambandi. Sporin hræða.

Hvergi hefur því verið svarað; hvað liggur á að samþykkja OP3 svo brátt?

Er ekki rétt að doka við og sjá niðurstöðu frá Noregi og ekki síður verður fróðlegt að sjá niðurstöðu ESB gegn Belgíu vegna Orkupakka 3.

Orkupakkar eiga ekki að vera trúarbrögð, þar þarf kalt hagsmunamat, Íslandi í hag.

Verst af öllu eru þeir mörgu sérfræðingar sem telja að málstaður þeirra sé sá eini rétti og það sé nánast útilokað að samþykkt OP3 hafi teljandi áhrif og endalaust er fjasað um valdaframsal eða ekki valdaframsal, nú síðast takmarkað framsal. Getur takmörkuð nauðgun verið léttvægari í einhverjum tilfellum?

Það er óviðunandi afstaða að málið sé ekki nægjanlega skothelt og af þeim sökum einum ber að stíga varlega niður og fá skýr svör frá ESB. Ekki fara í þá vegferð, sem nú stefnir í, með málaferli hangandi yfir þjóðinni með ófyrirsjáanlegum kostnaði.

Hér verður Ísland að fá að njóta vafans.


mbl.is Orkupakkinn takmarkað framsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband