Ekki eru allir að keyra á malbiki á láglendi.

Þetta er magnað að taka síendurtekið einn fyrir og reyna að gera tortryggilegan. Nú er röðin komin að Ásmundi. 

Þegar verið er að aka á mjóum, holóttum vegum í krapa og snjó um holt og heiðar, þá eyðir bifreið mun meira eldsneyti en á þurru malbiki á lálendi.  

Kvartað er undan þingmönnum sem vanrækja kjósendur sína milli kosninga.

Nú er kvartað undan því að hann eyði of miklu púðri í kjósendur sína.

Hver er hin gullna regla?

Er ekki heppilegt að vera í góðu sambandi við grasrótina?

Hann sækir vinnu sína á þingi og mætir á nefndarfundi?

Er hitt ekki utan skilgreinds dagvinnutíma?

Er einhver, sem er að gagnrýna Ásmund, tilbúinn að vinna kauplaust í aukavinnu?

Hefur einhver pælt í því?

 

 


mbl.is Telur fréttaflutning jaðra við einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru Sjálfstæðismenn ekki að skilja?

Fund­ur­inn var boðaður fyr­ir fulltrúa í borg­ar­stjórn og þing­menn kjördæmisins.  

Eyþór Arnalds er hvorugt.  

Hvað er svo erfitt að skilja í þessu samhengi?

Á þokkalegri íslensku nefnist þetta bara hjá Sjálfstæðismönnum í borginni; - yfirgangur og frekja.


mbl.is Sætið var ætlað forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband