Færsluflokkur: Heimspeki

Við Egilsstaðabúar erum öll undir kjörþyngd

Nú keppast allir við að leggja af og léttast eftir ofát jóla og áramóta.  Um daginn var verið að benda á heilsutengingu við gömlu mánaðarheitin, Mörsugur, Þorra og Góu. 

Mörsugur er frá miðjum desember til u.þ.b. ellefta janúar og því er tengin augljós við ofát jólanna.  Gott íslenskt orð og lýsandi fyrir starfsemi World Class og ætti það fyrirtæki að skipta því út nú þegar fyrir hinu kjarnyrta, lýsandi, íslenska orði, - MÖR-SUGUR.

Svo aðeins um staðlana um hver þyngdin á að vera til að teljast í kjötþyngd. Einn staðall fyrir konur og annar fyrir  karlmenn.  Svo er mikil vinna fyrir kynsegin og alla þá sem glíma við dagsformið um kynvitund sína, að framkalla viðeigandi staðla fyrir hvern flokk.

Þetta er ekki vandamál á Egilsstöðum.  Við erum öll undir kjörþyngd þegar miðað er við hæð,

- yfir sjávarmáli.


Nágrannakærleikar á Austurlandi

Fjarðabyggð er þeirrar gæfu aðnjótandi, að búið er að „slá í gegn“ í nýjum Norðfjarðagöngum.  Til hamingjumeð það.  Allir íslendingar, sérstaklega austfirðingar, gleðjast með íbúum Fjarðabyggðar.

Það er því miður ekki hægt að yfirfæra þá gleði á stjórnendur Fjarðabyggðar, þegar kemur að öðrum samgöngbótum í fjórðungnum.  Þá virðast öll sund lokast og verkefni verða lítt físileg og í flestum tilfellum arfavitlausar framkvæmdir, að mati þeirra.  Þeir eru að vísu nokkuð einangraðir með þá skoðun, en eru á hinn bóginn handvissir um að allir sérfræðingarnir í samgöngumálun Íslands, sitji í Fjarðabyggð. 

Fáráðnlegt er að halda því fram að þeir séu á móti vegabótum.  En þær verða klárlega að koma Fjarðabyggð til góða á einn eða annan hátt, sérstaklega litlu Moskvu.  Því kemur það ekkert sérlega á óvart, þegar  rætt er um bættar samgöngur um Öxi eða jarðgöng til Seyðisfjarðar, að sérfræðingarnir í Fjarðabyggði umhverfist og séu á öndverðu meiði við aðra á Íslandi.  Sérstakleg er þeim í nöp við þann fjölda í öðrum sóknum, sem eiga allt undir bættum samgöngum.

Egill rauði kveður:

Götur vilja bæir byggja
og bæta líf í gleði og sorg
En allar leiðir skulu liggja
lóðbeint heim á Rauðatorg


Er kjarnorkuver á Islandi?

Í Bændablaðinu er bent á það að íslensk orkufyrirtæki virðast geta skipt á hreinni innlendri orku og kjarnorku við erlend orkufyrirtæki til að laga stöðu þeirra síðarnefndi í hreinleikamálum og fá væntanlega eitthvað fyrir sinn snúð.

https://www.bbl.is/frettir/frettir/islendingar-greida-fyrir-kjarnorku--kola--og-oliuframleidda-raforku/11443/ 

Þetta leiðir hins vegar af sér að gróðurstöðvar geta ekki auglýst sig sem notanda hreinnar orku.  Lausnin er hins vegar sú, að orkufyrirtækin, þau sömu og rústað hafa orðstír hreinnar orku á Íslandi, geta vottað að gróðurstöðvarnar nýti hreina orku, - gegn því að fá greidda fimm aura á hverja kílóvattstund.

Þetta er náttúrulega bara eins og einhver taki sig til og skíti á lóðina hjá einhverjum og banki síðan uppá hjá viðkomandi og bjóðist að hreinsa óhroðann burt, - gegn sanngjörnum prís.

Egill rauði kveður:

Orku bjánar breyta í grút
og bjóða í sínu valdi
En geta strikað skítinn út
gegn "smánarlegu" gjaldi


Túristar, - er það eingöngu jákvæð upplifun

Endalaust er rifist um hvort álver eða ferðaþjónusta skuli vera aðal á Íslandi.  Nú er komið babb í bát iðjuvers andstæðinganna, þar sem notaður klósettpappír túristanna er farinn að fjúka um hálendið og sjónmengun er jú líka mengun, - ojbarasta.

Egill rauði kveður:

Túrista- og tækniher
er tímabært að nýta
Verst að vargar þessir hér
í víðernin okkar skíta.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband