Færsluflokkur: Dægurmál
15.2.2015 | 16:01
Þjóðnýta banka, sem uppvísir eru að glæpastarfsemi.
Í hverju landi eru lög, sem þegnar landsins verða að beygja sig undir, ella eiga þeir á hættu að fá sektir og eftir atvikum refsingu í formi sekta og/eða frelsissviftingar.
Fyrirtæki sem ekki fara að leikreglum eiga það sama yfir höfði sér. Banka- og fjármálastofnanir, sem beinlínis gera út á það að finna smugur í landslögum og gera út á það að þjónusta efnaða einstaklinga aðstoða þá við að skjóta undan skatti, eiga að sæta því að vera þjóðnýttar.
Séu lögin ekki nægjanlega skýr, verður að skerpa á þeim þannig að fullkomlega verði ljóst þessum stofnunum, að ef minnsti grunur vaknar um misferli, verði hægt að leysa stjórnendur umsvifalaust frá störfum og að stjórnvöld yfirtaka starfsemina.
![]() |
Vill að tekið verði hart á HSBC |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2014 | 17:15
Lífeyrissjóðirnir, ný hugsun.
Við fæðingu verður stofnaður reikningur í Seðlabanka Íslands og er númerið kennitala viðkomandi einstaklings. Þessum áfanga verði fagnað með því að ríkið leggi sem svarar t.d. 50.000 IKR inn á reikninginn, sem hefur lága vexti, t.d. 1.5% en er vísitölutryggður. Iðgjald verði greitt inn á reikninginn samkvæmt ákveðinni forskrift og er skattfrjáls. Það er hægt að fóðra það vegna lágra vaxta.
Við kaup á fyrstu íbúðinni, verði heimilt að taka út af þessum reikningi allt að 90% innistæðunnar til íbúðakaupanna, svipað og gert var í den, þegar sparimerki voru við líði. Eftir það verði hann lokaður aftur til elliáranna. Tryggja verður að ekki verði hægt að gambla með þessa peninga.
Í lokin er viðkomandi eigandi fjármagnsins, eða erfingjar hans. Útfæra þarf endurgreiðsluplan við töku lífeyris, þannig að um mánaðarlegar greiðslur sé að ræða miðað við áætlaðan líftíma einstaklingsins.
Til að mæta óeðlilegum frávikum, t.d. vegna ótímabærra fjarveru af vinnumarkaði vegna veikinda, varanlegri örorku og að menn verið óeðlilega gamlir, er greitt til Tryggingastofnunar ákveðið óafturkræft hlutfall til að mæt slíkum verkefnum. Langvarandi atvinnuleysi yrði ekki inni í þessum pakka.
Nú þegar væri hægt að hefjast handa við að breyta lögum. Síðan að stofna þessa reikninga í Seðlabanka fyrir þá sem eru í lífeyrissjóðum og færa inn í þetta kerfi. Nákvæmlega er vitað hvað hver og einn á þar. Eignir lífeyrissjóðanna verði seldar og eðlilegt að nota það fé inn í Tryggingastofnun til nefndra sérverkefna. Þeir sem ekki eru í neinum lífeyrissjóði, verði gefinn kostur á að greiða inn á sinn reikning framreiknaða upphæð, eða liggja utan þess ella.
Kosturinn er:
- Einfaldara kerfi, kostar lítið í utanumhaldi
- Ríkistryggt, ef fjármálalegt hrun verður, er allt tapað hvort eð er
- Ríkið (við sjálf) getur fengið lán hjá Seðlabankann til arðbærra framkvæmda, s.s. samgöngubætur, virkjanir og félagslegar íbúðir
- Við eigum sjálf peningana, sem við höfum aflað í gegnum tíðna og fáum þá til baka í lokin
Einhverjir vankantar eru efalaust á þessu, en þá er bara að sníða þá af.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2014 | 15:24
Davíð fær hrökkbrauð....
![]() |
Davíð Þór Jónsson verður prestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2014 | 08:58
Endilega njótið þess.....
Skemmtilegt hvað það er alltaf fréttnæmt þegar sólin skín á suð-vestur hornið, - og þó er það ekki merkilegt í ljósti þess hve fátítt það er.
![]() |
Sólríkur dagur á Suðurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2014 | 15:03
Það er Hvalasafn á Húsavík, hvers lags vinnubrögð eru þetta?
Vita menn ekki að það er Hvalasafn á Íslandi?
Vita menn ekki að það er á Húsavík?
Þarf að níða skóinn niður af Húsvíkingum?
Hvers vegna er ávallt reynt að gera út á það sama og aðrir hafa gert, stolið og stælt af Reykvíkingum?
Vantar frumkvæði í þá?
Djasshátíð Egilsstaða - Jasshátið í Reykjavík
Dagar myrkurs á Austurlandi - Slökkt á götuljósum í Reykjavík
Halaskoðun á Húsavík - Hvalaskoðun í Reykjavík
![]() |
Fluttu hvalina í tuttugu gámum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2014 | 16:54
Mynd nr.4 Kirkjan á Búðareyri við Reyðarfjörð?
Fjallið bak við hana er sennilega Kollaleirutindur og dalurinn þar sem Búðaráin rennur um.
Þetta sjónarhorn væri hægt að ná við N1 (KHB gamla) verslunina. En rétt væri fyrir staðkunnuga á Reyðarfirði að skoða þetta betur.
![]() |
Leitar á slóðir afa síns í hernáminu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2014 | 13:14
Nú erum við að tala saman...
... byrja á að sameinast Færeyingum og færa síðan alla stjórnsýslu í höfuðstað eyjanna, - Þórshöfn.
Ekkert þarf að gera, eyjaklasann heitir áfram Færeyjar og Ísland verður bara stærsta eyjan í klasanum. Þórshöfn er nær Bruxell, það yljar efalaust einhverjum um hjartaræturnar, að færa höfuðstaðinn nær ESB kötlunum.
Hugsið ykkur stöðun sem við værum þá komin í!.
Öll fiskimiðin!
Vá, - maður lifandi!!
![]() |
Gæti flutt stjórnarráðið til Þórshafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2014 | 13:14
RÚV við sama heygarðshornið.
Ótrúlegt að hlusta á Útvarp allra landsmanna hamast við að finna einhverja talsmenn þess, að færa EKKI ríkisstofnanir út á landsbyggðina.
Hisn vegar ætti það ekki að koma manni á óvart, stofnun sem lagði niður allar stafsstöðvar sínar á landsbyggðinni og rústaði Rás 2, sem var með starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Ekki skemmir heldur fyrir í þessari ófrægingarherferð, að Framsóknarflokkurinn er við stjórnvölinn á þjóðarskútunni ásamt Sjálfstæðisflokknum. En það er stofnuninni nægt tilefni til að beita öllum meðulum til að reyna að draga úr trúverðuleika ríkisstjórnarinnar. Skiptir þá engu þó þurfi að toga og tegja á sannleiknum í allar áttir.
RÚV = Útvarp Reykjavík góðan daginn!
29.6.2014 | 13:00
Enginn í Reykjavík er "RASANDI" þegar....
...opinber störf eru lögð niður á landsbyggðinni, í formi skipulagsbreytinga og tilfærslna. Og merkilegt nokk, -oftast eru önnur sambærileg störfum komið á í Reykjavík í kjölfarið. Þá er það talin eðlileg stjórnsýsla og hagræðing. Starfsmenn og fjölskyldur eru samt á bak við hvert starf á landsbyggðinni, sem þannig er hrókerað burt, alveg eins og í Reykjavík.
Margsinnis hef ég orðið vitni af skelfingu fólks úr Reykjavík, í fundarferðum sínum út á mörkina, þegar minnsti grunur hefur vaknað um að það komis ekki heim samdægurs. Þetta fólk dettur í breytingarskeyð kvenna, jafnvel fílefldustu karlmenn, sem svitna og kólna á víxl og ekkert má útaf bera að þeir bresti ekki í grát. Oft hefur legið nærri að kalla hafi þurft út áfallateymi til að taka þessa einstaklinga í áfallahjálp.
Ég get því vel skilið að þetta fólk sé slegið, landsbyggðin er náttúruleg þvílíkur voða staður að þar getur ekki búið fólk með fullu viti.
Vegalengdir, samgöngur, heilsugæsla, skólamál, tölvusamband og öll önnur nútíma þægindi landsbyggðarinnar, er heldur ekkert vandamál, fyrr en Reykvíkingur þarf að reyna það á eigin skinni.
![]() |
Ég er alveg rasandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.6.2014 | 17:00
Eru það bara konur, sem lenda í skilnaði.....
![]() |
10 atriði um kynlíf eftir skilnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)