Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Skeljungur með okurverð á Egilsstaðaflugvelli

Mikill munur er á þotueldsneyti á millilandaflugvöllum Íslands og kemur ekki á óvart að það sé ódýrast í Keflavíkurflugvelli þar sem eldsneytinu er skipað á land í Helguvík, kippkorn frá vellinum.

Lítraverð í Keflavík er ....... 254,45 IKR
Lítraverð í Reykjavík er ...... 254,45 IKR
Lítraverð á Akureyri er ....... 268,35 IKR
Lítraverð Egilsstöðum er ...... 291,15 IKR

Tvennt vekur strax athygli.  Það er sama verð í Keflavík og Reykjavík, þó það þurfi að aka með farminn frá Helguvík.  Þá virðist jöfnunarverð vera í gildi. 

Hitt sem stingur í augun er sá munur á lítraverð á eldsneytinu, sem er á milli Akureyrar og Egilsstaða, munurinn er 28,80 IKR. 

Eldsneytið er flutt í tanki, sem tekur 38.000 lítra í ferð.  Flutningurinn á farminum til Akureyrar miðað við uppgefið lítraverð er 529.200 IKR en til Egilsstaða 1.394.600 IKR.

Að aka hvern km með farminn til Akureyrar er 607,13 IKR
Að aka hvern km með farminn til Egilsstaða er 934,72 IKR

Hvað skýrir þennan mun, það er malbikað alla leið, ef farin IMG_2707er norðurleiðin.  Jafnvel þó farið sé um rándýr Vaðlaheiðagöngin, nægir það ekki til að skýra þennan mun.


Hver fór á taugum?

Viðtekin venja við útboð er að fá einhvern til að greiða ásættanlegt verð.  Oftast er klausa um að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Það sem vefst fyrir mér er:

Hvers vegna lá svona mikið á að selja einmitt á þessum tímapunkti?

Var meiri sjóðþurrð í ríkiskassanum en vanalega?

Voru "réttu" kaupendurnir að banka uppá núna?

Fyrir mér lítur þetta út sem háklassa einkavinagreiðasemi.  Það hentaði einhverjum ráðherra að selja akkúrat á þessum tímapunkti vegna þess að sá hafði fengið hint um að einkavinahópurinn væri einmitt núna með laust fjármagn til að leggja í bixið, - tilviljun. Varla.

 


mbl.is Miklu fórnað fyrir erlenda aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræðingar, - eru þeir vitrastir eftirá?

Ítrekað hafa hagfræðingar látið hafa eftir sér hvað er best að gera inn í fjármálalega framtíð og varað við ofþenslu við ákveðnar aðstæður.

Ekki vantaði varnaðarorð og upphrópanir við byggingu Kárahnjúka og álvers á Reyðarfirði vegna ofþenslu í hagkerfinu, en hagfræðingarnir viku ekki orði að þenslunni í Reykjavík á sama tíma.

Pólitísku gleraugu hagfræðinganna voru jafnframt þannig, að í gegnum þau sáu þeir það sem þeir vildu sjá.  Þeir vöruðu mjög við að flytja inn ódýrt vinnuafl.  En það var ekki hægt að fá hjá þeim svör við því hvernig ódýrt innflutt vinnuafl á Austurlandi gæti valdið þenslu í Reykjavík.

Þá vöruðu þeir við að byggja svo stórt álver, íslenska ríkið gæti ekki tekið svo mikla fjárhagslega áhættu.  Það var Alcoa sem byggði álverið fyrir sitt eigið erlenda fjármagn og erlend lán.  Hvernig gat það haft áhrif á ríkisfjármálin?

Eru hagfræðingarnir ekki bara bestir við að greina ástandið eftir á, enda skiptir það þá engan máli lengur?


Hvað er framleidd mikil raforka í Fjarðabyggð

...og hvernig skiptist það á raforkuverin í sveitarfélaginu?

Ég bara spurði svona.

 


mbl.is Skrefi nær vetni og rafeldsneyti á Reyðarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjaldan launa orkufyrirtækin ofeldið.

Þetta er af heimasíðu RÚV: 

https://www.ruv.is/frett/2021/05/20/thrifasa-rafmagn-fylgir-ekki-ljosleidara-a-heradi

RARIK ætlar ekki að nýta tækifærið þegar ljósleiðari verður lagður í sveitir á Héraði í sumar og leggja þrífasa jarðstreng samhliða. Forstjóri RARIK segir efni og vinnu við þrífasa jarðstrengjavæðingu rafmagns mun dýrara en við ljósleiðara, og fyrirtækið þurfi tæp 10 ár héðan af til að ljúka þrífasavæðingu allra býla í ábúð til sveita.

Svona rétt til að halda því til haga, að Lagarfossvirkjun var stækkuð 2007.  Það eru fjórtán ár síðan!

Þetta er enn eitt dæmið um hroka orkufyrirtækja í garð landsbyggðarinnar og ekki skánaði það við Orkupakka 3, sem stjórnvöldum tókst að hnoða í gegnum þingið án þess að þorri þingmanna hefði hugmynd um til hvers það leiddi.  Meðal annars var því fleygt fram, að það mundi flýta fyrir styrking raforkukerfisins á Íslandi og bæta á allan hátt.  

Þegar spurt var fengust engin svör.

Á Egilsstöðum er ekki nægjanlega tryggt rafmagn til að hægt sé að bjóða fyrirtækjum s.s. gagnaverum, aðstöðu á Egilsstöðum.  Þetta er ótrúlegt á sama tíma og eitt stæðsta orkuver í Evrópu er innan sveitarfélagsins.

Við virkjunar Kárahnjúka voru miklir vatnaflutningar milli Jökulsár á Brú yfir í Lagarfljótið á Fljótsdalshéraði.  Enungis lítilsháttar bætur fengust vegna sannanlegs landrofs á bökkum Lagarfljótsins til landeigenda, sem áttu land að því.

Aukaafurð fylgdi þessu aukna vatnsmagni í Lagarfljóti og það nýtti eigandi Lagarfossvirkjunar og stækkaði orkumannvirkið og meira en tvöfaldaði orkuöflun sína með litlum tilkostnaði.  Ekki fékk sveitafélagið við þá aukningu, nema sem nam fasteignagjöldum á stækkun mannvirkja.

Nú er enn öll tormerki að orkufyrirtæki geti séð sóma sinn í að koma á móti samfélaginu með því að koma íbúum þess í samband við nútíma orkuafhendingu.  Hvernig væri að girða sig í brók og afhenda orðalaust þriggja fasa rafmagn sem víðast. 

Nei. - Það er svo mikill kostnaður fyrir aumingja orkufyrirtækið.

Er furða þó landsbyggðarmönnum sé í nöp við DAS-liðið að sunnan!

 

 

 

 

 

 

 


Fyrirtæki níðast á landsbyggðinni

Það er alveg ljóst að eigendur orkufyrirtækja reyna hvað þeir geta til að ná sem mestum arði út úr fjárfestingu sinni og þá gildir einu hvaða meðul eru notuð.  Til þess á t.d. að nýta margnýtta útfærslu skúffufyrirtæka til að selja eitthvað sem ekki er vel útskýrt og þokukennt, nú síðast hreinleika- og upprunavottorð, sem er með mjög óskýrum leikreglum svo ekki sé dýpra í árina tekið.

EES reglur heimila slíkan gjörning og að sjálfsögðu er hoppað á það vegna þess að það gefur eitthvað í aðra hönd til eigenda orkufyrirtækja, en skilar sér ekki á upprunastað orkunnar, þ.e. til þeirra sem leggja til land undir uppistöðulón og virkjunarmannvirkja nema í litlu.

Breyta þarf landslögum þannig að öll innkoman fyrir hreinleika- og upprunavottorð skili sér til sveitarfélags og eigenda þess lands, sem lögð eru undir uppistöðulón og virkjunarmannvirki.  Jafnframt þarf að leiðrétta fasteignamat á uppistöðulónum og stíflumannvirkjum.

Auk þess á að taka til skoðunar hvernig flutningsfyrirtæki, sem hafa nær alla sína vinnu og tekjur af íbúum landsbyggðarinnar,  greiði til landsbyggðarinnar réttlátt tillegg á kostnað þess byggðarlags sem er skráð heimili varnarþing fyrirtækisins.  

 


mbl.is Sveitarfélög herja á orkufyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband