Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Setjum Verðbólgudrauginn í megrun

Um síðustu aldamót var ég í samninganefnd FFR (Félag flugmálastarfsmanna ríkisins) og var þá búinn að búa til nokkrar útgáfur af útreikningi á launatöflu í EXCEL.  Unnið var með formúlur sem breytt gátu launatöflum á ýmsa vegu og létti á okkur í vinnu og einfölduðu kröfugerð okkar.

Þriggja þrepa samningur.
Hér með er lagt til að n.k. samningstíma verði skipt í þrjú jafnlöng tímabil, með þremur mismunandi reikniaðferðum á samningstímanum.

Fyrsta þrepið.
Ein útfærslan í hugsun minni var um launatöflu, sem var þannig útfærð að hægt var að setja umsamda krónutölu á lægsta launaflokkinn og láta EXCEL reikna sig í gegnum töfluna þannig að hæsti flokkurinn fengi núll krónur eða aðra upphæð sem væri valin.  Þetta er í einskonar andhverfan við prósentuhækkun, sem úthluta ávallt lægstu launaflokkunum fæstu krónunum í umslagið við undirritun samninga en þeir í efstu launaflokkunum bera mest út bítum.  Breytt fyrirkomulag yrði löngu tímabært verkefni við að leiðrétta áskapa skekkju í launatöflunum með prósentuútreikningi og ekki þarf að vera að flagga mismunandi útgáfum af eingreiðslu til þeirra lægstlaunuðu.

Með þessari útfærslu mundu þeir lægst launuðu fá mest strax, sem ávallt er yfirlýst markmið samninganefnda, en jafnan með sáralitlum árangri.

Annað þrepið.
Það er krónutöluhækkun upp alla launatöfluna, sem þá er í gildi.

Þriðja Þrepið.
Síðasta þrepið yrði síðan þessi sígilda prósentutölu hækkun á gildandi launatöflu.

Veikleikarnir.
Auðvita verður lítil hamingja hjá þeim sem fylla hæstu launaflokkana, en fram að þessu hafa þeir ávallt borið mest úr býtum og ættu því að geta setið á þjóhnöppum sínum í þetta sinn án þess að mögla.  Þessi útfærsla varðar þjóðarhag. 

Því ættu flestir að geta unað glaðir við sitt, því allir vinna ef verðbólgudraugurinn verður settur í stífa megrun eftir hátíðarnar.


VinstriGræn orka á vinnuvélar

Nú er verið að vinna í kapp við tímann við að bjarga því sem bjargar verður til að lámarka tjón vegna eldgoss við Grindavík.

Stærstu vinnuvélar landsins vinna þar með hörkuliði stjórnanda í kapp við tímann.  Vélar þessar nota jarðefnaeldsneyti. 

Hvernig rímar það við hugmyndir VG um jarðefnalaust Ísland?

Hefði þessi vinna verið framkvæmanleg með rafdrifnum jarðýtum og búkollum?

Kannski með rafköplum úr vélunum í næstaí næsta spennivirki?

Hvað ef raforkuverin verða óstarfhæf?

Hvernig væri að nota heilbrigða skynsemi og opna augun fyrir því að byggja á einni lausn í orkumálum eru mörg skref til baka í lífsgæðum og öryggi íbúa Íslands.

Gleymum ekki því að olía er efni úr náttúrunni.


Áherslupunktar ríkisstjórnarinnar

 

  1. Lækkum skattana
  2. Báknið burt
  3. Sjálfstæð þjóð

Þetta eru kunnug stef hjá Sjálfstæðisflokknum

  1. Hvaða flokkur slær hvert metið eftir annað í skattahækkunum. Það eru flugvallaskattar, þjónustugjöld, innheimtugjöld, komugjöld, veggjöld, svo eitthvað sé nefnt
  2. Hvað hefur gerst í bákninu, það vex og fitnar eins og púkinn á fjósbitanum
  3. Hart er unnið að því að afsala sér sjálfstæði þjóðarinnar og auðlindir hennar til ófreskjunnar, ESB. Hvaða stjórnmálaflokkur stundar meira afsal á sjálfstæði þjóðar en Sjálfstæðisflokkurinn?  Jú, - fyrrverandi sjálfstæðismenn í Viðreisn.

 ........... 

  1. Byggjum brýr og vegi
  2. Endurbætum flugvelli
  3. Landbúnaðurinn styrktur

 Hérna er Framsóknarflokkurinn í essinu sínu.

  1. Brúar og vegagerð í eigin sveitarfélagi
  2. Ítrekuð svik vegna endurbóta Egilsstaðaflugvallar
  3. Landbúnaðurinn á heljarþröm

 ........... 

  1. Loftslagsmál
  2. Orkuskipti
  3. Hnattræn hlýnun

Vinstri grænir með „allt á hreinu“ eða??

  1. Hver ráðstefnan eftir aðra heimsótt meðal vina og kunningja sem fljúga veröldina á enda í einkaþotum.
  2. Ekki að nýta græna vatnsorku í orkuskipti heldur innflutta olíu í fiskimjölsverksmiðjur
  3. Trúa því að vindrellur á Íslandi hafi áhrif á hnattræna hlýnun

Það sem er sameiginlegt með ríkisstjórnarflokkunum, að þar fara ekki saman orð og efndir


Sjálfstæðisflokkurinn sýnir fölsku tennurnar.

Vá, - hvað þetta er orðið þreytt athyglissýki sem Sjálfstæðisflokkurinn kastar reglulega fram til að láta líta út sem kólnun sé í gangi á stjórnarheimilinu.

Sjálfstæðisflokkurinn er með tungur tvær og talar sitt með hvorri.

Bjarni Ben skipti bara um um ráðherrastólstól, eins og frægt er orðið.  Það var hin stóra stund við að axla ábyrgð og vaða hreinsunareldinn. Sættir órólegadeild xD við þannig lausn hjá Vinstri Grænum?

 


mbl.is Álitið verður ekki án afleiðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðgöng sem gagnast.

Á heimasíðu Samgönguráðuneytisins í júlí 2019 má finna eftirfarandi:

“Verkefnishópur skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skilað skýrslu um Seyðisfjarðargöng. Niðurstaða hópsins er að með hliðsjón af ávinningi samfélags og atvinnulífs á Seyðisfirði og Austurlandi í heild sé vænlegast að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Slík hringtenging færi samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur.”

Það er ánægjulegt að loks, eftir áratuga baráttu, sjáist til lands með Seyðisfjarðargöng.  Ljóst er að þetta hefur mörgum þótt stór biti að kyngja.  Við sameiningu sveitarfélaga hefur krafa um samgöngur ávallt þótt eðlileg.  Við sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Múlaþing var unnið með samgöngumálin þannig, að leiðir yrðu greiðar.  Hvergi var nefnt að hjáleið um annað sveitarfélag væri valkostur eins og sumir hallast nú að.  Engin haldbær rök styðja slíka tillögu né eru til um það nokkur gögn.  Engar umferðargreiningar eru tiltækar né jarðfræði- eða ofanflóðarannsóknir, sem byggja undir slíka óskhyggju.  

Ekki eingöngu þurfa íbúar í Múlaþingi að sitja undir framangreindum vangaveltum, heldur virðast stjórnvöld Íslands ítrekað finna hjá sér þörf fyrir að fjármagna hin ýmsu gæluverkefni og þá er þeim nærtækast að sælast í fjármagn lengst frá  Reykjavík.  Til dæmis eru illa skilgreind fimm ára útgjöld upp á sjötíu og sjö milljarða í loftslagsmál, á kostnað samgöngubóta á Austurlandi.

Verst er þó dugleysi meirihlutans í Múlaþingi, að sætta sig við ítrekuð svik ríkisstjórnarinnar um að hefja framkvæmdir við samgöngubætur á Austurlandi. Auk Seyðisfjarðaganga má nefna vanefnd loforð um Axarveg, endurbætur Egilsstaðaflugvallar og að fækka einbreiðum brúm á þjóðvegi eitt.  Allar heitingar um umbætur hafa jafnóðum og þær voru gefnar, svikin.  

Ríkisstjórn Íslands samanstendur af Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki.  Stýristaumarnir lafa í höndum leiðtoga Vinstri Grænna.   Óvíst er hvort nokkurt orsakasamhengi sé með þessari samsetningu og því að meirihlutann í Múlaþingi er skipaður fulltrúum úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki og Vinstri Grænir eru sem hnýttir í taum meirihlutans.  Stöku sinnum hafa Vinstri Grænir sýnt smá tilburði til sjálfstæðrar hugsunar, en virðast þá jafnan hafa fengið bendingu um að slíkt væri ekki í boði.

Skrumskæld umræða um jarðgöng hefur farið um víðan völl.  Engin gáfuleg umræða hefur hins vegar sést um mikilvægi þess að fá göng undir Eskifjarðarheiði.  Það væri mun viskulegri samgöngubót fyrir þorra íbúa mið-Austurlands en þær lausnir, sem sífellt er klifað á.  Nánast sama vegalengdin er frá Egilsstöðum að Fjarðaráli hvort heldur farið yrði um þau göng eða um Fagradal.  Göngin yrðu um átta kílómetra löng og oftar hægt að komast þá leið og minna tilstand að halda leiðinni opinni.

IMG_3231Tenging milli Egilsstaðaflugvallar og sjúkrahúss HSA í Neskaupstað yrði stutt og greiðfær auk þess væri um helmingur leiðarinnar um jarðgöng þar sem áhrifa veðurs, vinda og ófærðar gætir ekki.  Fyrir Reyðfirðinga og þá sem á Suðurfjörðum búa, er þetta kjörin varaleið, þegar válynd veður herja á Fagradal.  Hagstæðast yrði þetta fyrir Eskfirðinga að komast á tuttugu mínútum t.d. í flug og næst best fyrir Norðfirðinga að fara á fjörutíu mínútum, - í langþráða ferð til Héraðs.


Fyrsti þingmaður N-Austurlands sér ekki austur fyrir Vaðlaheiði

Þimgmenn N-Austurlandskjördæmi eru kosnir til að sinna öllu kjördæmi sínu.  Njáll Trausti Friðbertsson er hinsvegar eingöngu þingmaður Eyjafjarðar, svo því sé haldið til haga.

Fyrir alþingiskosningar 2021 sást hann nægilega lengi á Egilsstaðaflugvelli að það næðist af honum mynd.  Það var samskonar tilviljun og að ná mynd af vigahnetti yfir heimskautagerðinu á Raufarhöfn.

Þegar þyrla verður staðsett á landsbyggðinni eru mun sterkari rök fyrir því að velja Egilsstaði.

Það hefur verið sýnt fram á að svæði, sem þyrlur ná yfir er mun víðfermara með að velja Egilsstaði en Akureyri, vegna þess að ávallt mun þyrlusveit vera staðsett Reyklavík og því næst með staðsetningu þyrlu staðsettir á Egilsstöðum.

Lesa má nákvæma greiningu á þessari slóð.

https://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/2264892/

Þetta veit Njáll Traust mæta vel, en hann velur að stinga þeim rökum undir stól.  Stuðningsmenn hans á Austurlandi eru þvílíkar lufsur að láta þessi vinnubrögð þingmannsins yfir sig ganga trekk í trekk.

 


mbl.is Þörf á sjúkraþyrlu á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrastóladrama. Hver er hvurs og hvurs er hvað?

Flottur samkvæmisleikur er stólaskipti, sem felst í því að ganga í hring eftir einhverju lagi, t.d. Ég er heimskasti hundur í heimi.  Þegar lagið er stoppað, setjast allir niður nema einn, vegna þess að stólarnir eru einum færri en þátttakendur.

Afbrigðið í þessum leik er Alþingisfloppið þar sem stólarnir eru jafn margir og ráðherrarnir og stundum fleiri, ef einn kandídat hefur lengi nagað þröskuld ráðherraklíkunnar.  Þannig má lækka fýlustuðulinn hjá einhverjum, sem fær boð í partíið.

En svo er náttúrulega flottasta plottið í skotlínunni.  Það væri að Bjarni Benediktsson biði Svandísi Svavarsdóttir stólaskipti.

VG fengi þar með óheftan aðgang að ríkiskassanum, til að halda uppi velferðakerfi ólöglegra hælisleitenda á kostnað öryrkja og eldri borgara og XD næði að lempa Kristján Loftsson og útgerðamenn hringinn í kringum landið.

Þetta steinliggur og allir hamingjusamir, - eða??


mbl.is Axlar ekki ábyrgð með því „að skipta um stól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki vandamál bara verkefni að leysa

Starfsmenn Flugmálastjórnar gróðursettu megnið af umræddum trjám ef ekki öll.  Framsýnin var algjör.  Þð var ekki einu sinni búið að finna upp orðið "KOLEFNASPOR".

Mér er til efs að leyfi hafi fengist fyrir þessum gjörningi á sínum tíma.  Væntanlega er það kirfilega skjalsett í gögnum Reykjavíkurborgar.  Ef ekki er til leyfi, hvar eru menn þá staddir.  Hvað er gert við ólöglega og ósamþykkta framkvæmd?  Er hún ekki fjarlægð samkvæmt byggingasamþykktum Borgarinnar?

Lausn er þó til, sem áður hefur verið viðruð og standa áhugasamir og borgaryfirvöld frammi fyrir því að verðmeta téðan trjálund á móti öðrum lausnum.

Það hefur lengi loðað við landann að líta tré sömu augum og Indverjar líta þarlendar kýr, sem náttúrulega kallar á alveg sérstaka sálfræðilega lausn þeirra sem við þá fóbíu glíma.  En það verður ekki reynt að leysa hér.

En þá snúum við okkur að áðurnefndri lausn og því hvort hún sé á ásættanlegu verði til að koma útivistafólki í Reykjavík til bjargar, - sálrænt.  Það má vissulega leggja nokkuð á pyngju Borgarinna til að svo megi verða.

Lausnin er að setja Suðurgötuna í stokk og lengja flugbrautina út á Kafteinsnef sem skerðing á hinum endanum nemur.

 


mbl.is Dagur tjáir sig um trén í Öskjuhlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilviljunin og tungurnar þrjár

Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, opnaði sig nýverið og mjög óvænt um jarðgöng á Austurlandi og fjallaði þar um að rétt væri að allar framkvæmdir við jarðgöng ættu að eiga sér stað með strönd Austurlands t.d. með að tengja saman Norðfjörð, Mjóafjörð og Seyðisfjörð.  Ekki er hægt að merkja að hann hafi sérstaklega sett sig inn í samþykktir sveitastjórna liðinna ára á Austurland.  En merkileg tilviljun var að hann skildi færa þetta í tal á þessum tímapunkti.  Eða var það ekki tilviljun?  Auðvita veltir maður því fyrir sér. Formanni Sjálfstæðisflokksins barst fjöldi stuðningsyfirlýsingar við f.v. dómsmálaráðherra vegna ráðherraskiptanna.  Þar vakt ein sérstaka athygli.  Hef­ur Bjarna meðal ann­ars borist áskor­an­ir frá Sjálf­stæðismönn­um í Fjarðabyggð“.

__________________________

Fyrir stuttu benti ég á að ríkisstjórn Íslands hefði tungur þrjár og talar sitt með hverri.  Það á sérstaklega við þegar kemur að því að standa við gefin fyrirheit um jarðgöng undir Fjarðaheiði til að tengja Seyðisfjörð við Múlaþing í framhaldi af sameiningu fjögurra sveitarfélaga árið 2019.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarið leitað logandi ljósi að ástæðu til að réttlæta sleifarlagið er varðar Fjarðarheiðagöng til Seyðisfjarðar og ítrekuð svik ríkisstjórnarinnar við íbúa Múlaþings í því máli.  Til þess að reyna að rétta kúrsinn á ríkisstjórninni, var gerður út leiðangur sveitastjórnar í Múlaþingi til að freista þess að fá skýr svör og til að brýna ríkisstjórnina til að standa við gefin fyrirheit.

Formaður Framsóknarflokksins gaf færi á samtali við sendinefndina, m.a. vegna þess að forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi er samflokksaðili1 innviðaráðherrans og ljóst að hann getur í þriðju kosningu í röð endurnýtt gömul kosningaloforð.  Það dugði forseta bæjarstjórnar í Múlaþingi og hvarf hún við svo búið til síns heima.

Þegar kom að formanni Sjálfstæðisflokksins að ræða við fyrsta varaforseta í Múlaþingi og samflokksaðila1 fjármálaráðherrans, boðaði hann í skyndi forföll.  Hvað er brýnna en samtal við ráðamenn sveitastjórna á landsbyggðinni?  Er hægt að niðurlægja flokksaðila sinn meira?  Flokkssystir fjármálaráðherra er virkur varaþingaðili1 Austurlands og hefur ítrekað setið á Alþingi í forföllum annarra þingaðila1

Er hægt að niðurlægja kjörinn fulltrúa meira?  Hugsanlega!   Með því að lofa ítrekað framkvæmdum og standa síðan ekki við þau gefnu fyrirheit!

_________________________________________________________

1 Aðili = maður, sem þó er ekki endilega karlmaður.   "Maður" hefur þótt gott og gilt heiti um aldir, þar sem maður er skilgreind tegund og skipist í undirflokkinn kona eða karl eftir sérstöðu þeirra í að viðhalda tegundinni.


Grein 3. S-beygjur sveitarstjórnar Múlaþings

Flest sveitarfélög vinna að því að þungaflutningar og umferð, sem ekki á beinlínis erindi inn í bæjarfélög, hafi greiða leið í jaðri byggða.  Það er ný nálgun og nútímaleg öfugt við fortíðina þegar pósturinn var miðlægur í þorpum og bæjum ásamt því að þar var kaupfélagið með sínar höfuðstöðvar og verslun.  Það hefur líklega farið fram hjá framsóknarmönnum á Fljótsdalshéraði að hér er ekki lengur rekið kaupfélag og því þarf ekki að gæta hagsmuna þess sérstaklega.

Borgarnes er eitt þeirra sveitarfélaga, sem þótti vont að umferðin væri ekki um miðbæ sveitarfélagsins.  Miklu var fórnað til þess að svo mætti verða og verslun blómgaðist við brúarsporðinn, því er ekki að neita.  Nú er öldin önnur og ný sjónarmið vega þyngra á vogarskálum íbúanna og umferðaröryggi þeirra hefur öðlast meira vægi.  Nú er verið að vinna nýtt skipulag í Borgarnesi og koma þungaflutningum í jaðar sveitarfélagsins.

Nærtækt er að skoða hvernig vegurinn á Reyðarfirði var lagður með ströndinni í stað þess að liggja inni í bænum endilöngum.  Sama hugsun er í fleiri nútíma sveitarfélögum, sem vinna í samstarfi við íbúana.  Hafa ber í huga að flutningabílar hafa stækkað og heildarþungi þeirra vaxið á undanförnum árum og hafa skapað ný viðmið.  Ferðatíðni þeirra hafa þar að auki margfaldast.  Orsökin er að neyslusamfélag okkar gerir sífellt meiri kröfur til vörumagns og vöruflokka, sem aftur kallar á örari flutninga til að fullnægja þörfinni.  Endurbætur á vegakerfinu ná ekki að fylgja eftir neysluvæðingu samfélagsins.

Á Egilsstöðum hefur í mörg ár verið krafa um  að minnka umferð í miðbænum, en ekkert hefur áunnist í þeim málum og ráðamenn Múlaþings átta sig ekki á að öryggi íbúanna sé í húfi.  Þeir átta sig ekki heldur á þörfum atvinnulífsins um gott flæði um atvinnusvæðin með skriðþunga farma.  Meirihlutinn ætlar jafnframt að hunsa skoðun 64% íbúa sveitarfélagsins, sem tóku afstöðu á Fljótsdalshéraði með norðurleiðinni.

Iðnaðarsvæði við Lyngás er gott og gilt, en verður ekki þar tugi ára í viðbót.  Svæðið gæti hentað undir blandaða byggð, verslun og þjónustu til framtíðar og því er nauðsyn að skipulag sé lifandi plagg, án þess að taka dragstískum breytingum eftir dagsformi forseta bæjarstjórnar.

Sigurður Ingi Jóhannsson er sá ráðherra, sem hefur undanfarin ár sett ný viðmið hvað telst vera sannleikur.  Ítrekað hefur hann riðið um sveitir landsins með digurbarkaleg loforð, sem síðan reyndust ígildi gúmmítékka.  Nægir þar að nefna nýframkvæmdir austan lands við Egilsstaðaflugvöll, Fjarðarheiðargöng og veg yfir Öxi.  Nú ná loforð hans nýjum hæðum og ná langt inn á verkefnalista komandi ríkisstjórna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband