12.7.2011 | 14:35
Flugvöllurinn fer náttúrulega ekki fet.
Það er nú þegar ærinn kostnaður sem leggst á landsbyggðina, vegna offjárfestinga og útrásar íbúa þessa svæðis. Reykjavíkurborg hefur undanfarið verið rekin eins og sjálfstætt borgríki og það að verulegu leiti á kostnað landsbyggðarinnar.
![]() |
Einar hrósar Ögmundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2011 | 20:13
Kominn úr sumarfríi frá Finnlandi.
Undanfarin ár hafa farið í að kanna ókunnar lendur í austur, mið og vestur Finnlandi á húsbílnum og margar borgir kannaðar og margir vegir eknir. Núna var ákveðið að vera ferðamaður í Helsingfors.
Tjaldstæðið er vel staðsett í austurhluta borgarinnar rétt hjá neðanjarðarstöð þar sem lestar báru mann á örskotsstundu niður í miðborgina. Húsbíllinn stóð og vaktaði svæðið á meðan við hjónin skoðuðum merka staði s.s. Dómkirkjuna, torgið, miðbæinn og aðra ferðamannastaði.
Þegar heim var komið, flýttum við óvænt för og í stað þess að leggja í hann suðurum á laugardegi, var ákveðið að slá í klárinn rétt eftir hádegi á föstudag. Ekið var sem leið lá út úr bænum og eftir smá töf á suðurlandsvegi, vegna umferðaróhapps, var vistöðulítið ekið heim á leið.
Merkilega nokk, þá benti ég frúnni á hve dökk Múlakvísl væri en sakleysisleg og frekar vatnslítil. Þetta var um 17:00 á föstudaginn 8. júl sl. Nokkur brennisteinsfnykur barst inn í bílinn á þessu svæði.
Það voru samt nokkuð óvæntar fréttirnar að mogni þess níunda þegar svefndrukknir ferðalangar drögnuðust á fætur og á öldum ljósvakans bárust þau tíðindi að brúin á Múlakvísl væri brottnumin og þjóðvegur 1 suður, ófær.
Svona er Íslandi í dag, óvæntar uppákomur daglegt brauð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2011 | 15:57
Ekkert heyrðist á Egilsstöðum...
![]() |
Bilun í útsendingabúnaði Rúv |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2011 | 21:35
Fyrring.
Fjöldi einstaklinga fá engar lausnir, þrátt fyrir að hafa í einu og öllu farið eftir leikreglum fjármálasirkussins.
Svo ruslast Hæstiréttur inn á völlinn með atriði, sem ekki er hægt annað en að gapa yfir. Ekki það að það komi beinlínis á óvart, en ennþá gengur Hæstiréttur fram af manni.
Er hægt að skrumskæla réttlætið meira en gert er í græna húsinu aftan við Ingólf?
![]() |
Máli gegn Halldóri vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2011 | 21:10
Heildaruppstokkun skattkerfisins!
Sem dæmi get ég nefnt þegar ég um daginn var að lesa orkureikninga mína og rak þá upp stór augu. Það var skattur á orkunni hjá Orkusölunni og annar reikningur frá RARIK með skatti á flutningi. Það sem stakk hins vegar í augun var virðisaukaskattur á skattinum. Segi og skrifa það var virðisaukaskattur á skattinum.
Virðisaukaskattur er lagður á þann virðisauka sem til verður við umsýslu á vöru og álagningu söluaðila. Seint verður hægt að rökstyðja það að skattur geti aukið verðmæti vörunnar þannig að réttlætanlegt sé að leggja á skattinn virðisaukaskatt.
Þessi aðferð er dæmi um aukaskattbyrgði þeirra sem enn vilja halda tryggð við heimahagana, byggja sér ból, eiga heima þar sem þeim líður vel.
Þessu verður að breyta þannig, að fjármunirnir stoppi á þeim stöðum sem þeirra er aflað og þá kemst á jafnvægi í byggðum landsins. Byggðastofnun og Jöfnunarsjóður verða í framhaldi óþarfar stofnanir og aðrar sértækar björgunaraðgerðir óþarfar. Þessar stofnanir og björgunaraðgerðir stjórnvalda, eru og verða ávallt mislukkaðar aðgerðir, eins og ótal dæmi sanna.
Til þess að þetta getur orðið, verður að bylta skattkerfinu og gjörbreyta. Öll skattinnheimta verði í höndum bæjar- og sveitarfélaga, sem síðan greiða í einn sjóð skv. höfðatölu, öll sömu krónutölu á hvern einstakling.
Sá sjóður er ríkissjóðurinn og sér hann m.a. um að reka Alþingi með 15 alþingismönnum, sem sjá um lagasetningu. Þeirra verkefni verður að setja lög og fylgjast með að þeim lögum sé framfylgt. Ekkert annað. Allri hagsmunagæslu verði stungið undir stól og hagsmuna- og kjördæmapot verði ekki liðið. Ríkisstjórnin sér um að allt fari fram með ró og spekt. Þing og þjóð vinni saman eins og smurð vél. Ágreinigsmálum sveitarstjórna verði vísað til hennar og hún látin úrskurða, sé dómstólaleiðin ekki fær.
KERFIÐ, eins og það er, hefur ekki virkað í mörg ár. Það þarf að koma framkvæmdavaldinu til fólksins, en ekki láta það í hendur fárra eins og nú er. Óbreytt ástand er bara ávísun á áframhaldandi spillingu. Spillingu, sem hefur verið landlæg hér í áraraðir og afleiðingarnar æpa á mann hvert sem litið er.
![]() |
Vilja breyta skattkerfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.6.2011 | 22:20
Þjóðlegra getur það vart orðið....
Heppilegra hefði verið ekta "smörrebröd og frikadeller" sem Jón heitinn hefur sennilega sporðrennt, frekar en pizzum.
Sá gamli hefur allavega blásið á þetta framtak.

![]() |
Strekkingurinn felldi pizzutjaldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2011 | 18:40
Ömulegur tviskinnungur í VG.
Hins vegar get ég ekki orða bundist, að verða ítrekað minntur á það að hernaðarbrölt virðis síður en svo vera VG á móti skapi. Nú í síðustu viku voru hér herdeildir sem lögðu landið, miðin og lofthelgi undir sig til æfinga. VG var í ríkisstjórn síðast þegar ég vissi og ekki er nema mánuður síðan VG ályktuðu um að segja segja upp samningum við NATO. Á sama tíma er með þögninni samþykkt að fara með hervaldi til höfuðs Gaddafi.
Ég er ekki að ná því að fylgja stefnu VG. En mér er sjáfu sér engin vorkunn, Steingrími J Sigfússyni tekst það ekki heldur.
En aftur að framhaldsskólunum. Ungt fólk er það upplýst, að það getur sjálft ákveðið hvar það vill leita hófanna í menntun og ekki síst í atvinnutækifærum. Lítið er um fína drætti á meðan VG sitja við stjórnvölinn. Fólk flykkist úr landi í atvinnuleit. Loforð um verklegar framkvæmsir sviknar og nú síðast "gleymdist" að taka fyrir og lagfæra lagaumgjörð um leit að olíu á Drekasvæðinu. Mér segir sá hugur að það þyki rumpuliðinu í VG ekki verra.
Greinilegt er að VG er einungis að leggja í til heimabrúks. Þetta er sama gamla sullið. Gamalt vín á nýjum belgjum.
![]() |
Herkynningar verði bannaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.6.2011 | 00:18
Skemmtilegur rugludallur Árni.
Af hverju stoppa þeir þessar æfingar ef þeir meina eitthvað með því sem þeir segja og/eða samþykkja?
Er VG ekki í ríksstjórn? Er ég búinn að missa af einhverju?
Hvað með hjáróma píp VG um að segja sig úr NATO?
Hverslags vinnubrögð eru þetta í Árna? Eru þessar yfirlýsingar einungis til heimabrúks, til þess að reyna að sýnast eitthvað?
Það er eitt að sýna tennurnar þegar það á við og annað að sjá menn eins og Árna Þór Sigurðsson, að verða uppvísir að sýna alsberan góminn trekk í trekk í pólitískum tilgang.
![]() |
Óviðeigandi að leita að fallbyssufóðri hér á landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2011 | 18:44
Gaman að sjá loks þingmenn vinna....
![]() |
Órofa samstaða um málsvörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.6.2011 | 23:52
Og þetta gekk glatt fyrir sig....
![]() |
Skuldabréfaútgáfa vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)