Ömulegur tviskinnungur í VG.

Ekki dettur mér augnablik í hug að verja það að hingað komi erlendir erindrekar til að leggja snörur fyrir ungmenni til hernaðarstarfa.  En er hægt að banna stofnunum að kynna starfsemi sína?  Hvað segja menn ef fjölpóstur frá þeim sömu berast til þessara ungmenna.  Er líka bannað að senda fjölpóst?

Hins vegar get ég ekki orða bundist, að verða ítrekað minntur á það að hernaðarbrölt virðis síður en svo vera VG á móti skapi.  Nú í síðustu viku voru hér herdeildir sem lögðu landið, miðin og lofthelgi undir sig til æfinga.  VG var í ríkisstjórn síðast þegar ég vissi og ekki er nema mánuður síðan VG ályktuðu um að segja segja upp samningum við NATO.  Á sama tíma er með þögninni samþykkt að fara með hervaldi til höfuðs Gaddafi.

Ég er ekki að ná því að fylgja stefnu VG.  En mér er sjáfu sér engin vorkunn, Steingrími J Sigfússyni tekst það ekki heldur.

En aftur að framhaldsskólunum.  Ungt fólk er það upplýst, að það getur sjálft ákveðið hvar það vill leita hófanna í menntun og ekki síst í atvinnutækifærum.  Lítið er um fína drætti á meðan VG sitja við stjórnvölinn.  Fólk flykkist úr landi í atvinnuleit.  Loforð um verklegar framkvæmsir sviknar og nú síðast "gleymdist" að taka fyrir og lagfæra lagaumgjörð um leit að olíu á Drekasvæðinu.  Mér segir sá hugur að það þyki rumpuliðinu í VG ekki verra.

Greinilegt er að VG er einungis að leggja í til heimabrúks.  Þetta er sama gamla sullið.  Gamalt vín á nýjum belgjum.
mbl.is Herkynningar verði bannaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú ólöglegt og viðurlög eru allt að tveggja ára fangelsi:

Í 114. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem sem ræður menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu, skuli sæta fangelsi allt að tveimur árum.

Þetta er þannig dálítið 2007 að mótmæla þessu. Allt er leyfilegt því ekkert er eftirlitið.

torfi stefánsson (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 19:04

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Í 114. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem sem ræður menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu, skuli sæta fangelsi allt að tveimur árum.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.6.2011 kl. 19:04

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Svo mikil er blindan gagnvart VG að eitt augnablik datt þér ekki annað í hug að þetta væri bara runnið undan rifjum þeirra....dálítið 2007...æsingur

Jón Ingi Cæsarsson, 15.6.2011 kl. 19:05

4 identicon

114. gr. er í kaflanum um Brot gegn valdstjórninni.  Þessi grein hlítur að hafa verið ætluð til að koma í veg fyrir að erlendir herir ráði starfsmenn ríkisins til þjónustu fyrir sig (njósnir t.d.).  Nemendur eru ekki innan íslenska ríkisins og því ekki hægt að segja að um brot gegn valdstjórninni sé um að ræða.

 Jón, það þarf að lesa meira en bara greinina sjálfa til að skilja tilgang hennar.  Lagaprófessorinn getur ekki verið að fara með rétt mál í þessu.  Þetta eru kynningar auk þess sem Norski herinn sér um ráðningu og því væntanlega erfitt að eltast við hann á grunni þessarar greinar. 

Svandís er einfaldlega á móti öllum sem byrjar á her og því bregst hún svona við. Einstaklingar eiga að hafa frelsi til að velja og ákveða eigin framtíð.

Rus (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 19:55

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þið eruð greinilega ekki að skilja alvarleika málsins. Komið hefur í ljós að stjórnendur þriggja menntaskóla í höfuðborginni eru samsekir um verknað sem er refsiverður upp að 2 ára fangelsisvist.

Og Svandís ætlar að senda þeim bréf.....   AFHVERJU HRINGIR HÚN EKKI FREKAR Í LÖGGUNA???

Guðmundur Ásgeirsson, 15.6.2011 kl. 20:10

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Hér var nákvæmlega engin glæpur framin, hér var ekki verið að ráða einn né neinn í erlendan her, einfaldlega kynning á námsleiðum í boði og fólki fullkomlega í sjálfvald sett að segja "nei takk" eða "já takk" svo þessi 114. grein almennra hegningarlaga fellur ekkert undir þetta. Það sem fer í taugarnar á mér er þessi helvítis forræðishyggja vinstri stjórnar afskiptasemi alltaf hreint, pólitíkusar, misgáfaðir og jafn vel svo heimskir að þeir eru móðgun við heimskt fólk, tala með afturendanum og tala líka í hringi og í mótsögn við sig. Það er haldin kynning á námsefni, sem er frítt og í boði Norska hersins, langi þig til að skoða þann möguleika ferð þú til Noregs, alveg ópíndur og gerir samning, alveg ópíndur og enginn sem miðar byssu að hausnum að þér og krefst þess að þú skrifir undir. Þetta er frábær valkostur sem ég hefði glaður skoðað á sínum tíma, fá frítt nám, læra aga (sem stórvantar í heimtufrekar Cocoa Puffs, PS1/PS2/PS3 kynslóðir á Íslandi), herþjálfun (Boot Camp) og ráða því algerlega hvort maður vill eða vill ekki berjast í stríði.

Sævar Einarsson, 16.6.2011 kl. 00:41

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sælir.

Gott að geta dregið upp grein 114 og reyna að troða henni upp á þessa kynningu.  Rosalega flott að dæmdur lögbrjótur, Svandís Svavarsdóttir skuli núna reyna að slá sér upp á þessu og hamast við að senda bréf um allar koppagrundir.  Hún brýtur þá væntanlega ekki landslög á meðan. 

Vandséð hvernig þessi kynning geti flokkast undir grein 114 og þá í besta falli þegar skrifað er undir, fyrr ekki.  Ekki eru allir hommar og lespíur, þó kynning far fram í framhaldsskólum um baráttumál þeirra. 

Jón Ingi.  Fatta ekk frekar en fyrri daginn hvað þú ert að fara.  2007 hvað?  Skýrðu þetta betur.  Hvað varðar VG, þá er sá flokkur heimsmeistari í skrumskælingu.  Ekkert er þeim heilagt, hvorki stefna flokksnins né kosningaloforð. 

Benedikt V. Warén, 16.6.2011 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband