4.7.2012 | 10:52
Ógeðfelldar hótanir ESB verða viðvarandi.....
Nú er tímabært að snúa sér að því að byggja upp innviði þjóðfélagsins, efla atvinnulífið og laga stöðu heimilinna, - eins og kynntar voru í markmiðum Samfylkingarinnar, sem birtust almenningi fyrir síðustu alþingiskosningar.
![]() |
Sakar ESB um ógeðfelldar hótanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.7.2012 | 09:20
Skilar umtalsverðum tekjum inn í þjóðarbúið.......
![]() |
Fluttu út fyrir 95 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2012 | 09:11
Gleðistund skal það vera í haust.....
![]() |
Ögurstundin er í haust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2012 | 19:52
Þrátt fyrir þessa ríkisstjórn.....
...virðist atvinnulífið ætla að rétta úr kútnum. Ekki munu mæringar skorta út í sitjandi ríkisstjórn, þrátt fyrir algjört innistæðuleysi í þeim herbúðum. Hér sannast það enn einu sinni. Minni kjósenda er af mjög skornum skammti.
Man einhver:
- Skjaldborg um heimilin
- Ekki aðildaviðræður um ESB
- Auknir skattar á atvinnulífið
- Auknir skattar á heimilin í landinu
Bara svona smá dæmi.
![]() |
Stjórnarflokkarnir bæta örlítið við sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2012 | 11:42
Byrjað á öfugum enda
Nú er búið að opna og loka fullt af köflum, sem ljóst var að enga breytingu mátti gera. Það er búið að taka upp haug af reglugerðafargani til að tjónka við ofdekraða bírokrata í Brussel.
Verður reglugerðafarganið bakfært ef upp úr slitnar?
Ótrúlega ruglað ferli í þessu öllu og enn furðulegra að ekki skuli viðurkennt af stjórnvöldum að aðlögunarferlið sé á fullu. Það vita allir, samt er enn verið að ljúga að þjóðinni að það "sé bara verið að kikja í pakkana".
![]() |
Strandar á makríldeilunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2012 | 16:13
Ráðherrar brjóta lög án þess að sæta ábyrgð.
Hvað gerir hún í málinu?
Segir hún af sér.
Svandís Svavarsdóttir braut skipulagslög í tvígang. Hvað gerði hún sagði hún af sér?
Nei það viðgengst ekki á Íslandi að að menn, konur, þingmenn og allra síst ráðherrar segi af sér, sem brjóta lög. Til hvers er verið að setja lög, ef hægt er að komast upp með að brjóta þau án þess að taka út refsingu og/eða sæta ábyrgð?
Er ekki rétt að ný stjórnsýslulög taki á þessu?
Er ekki rétt að stjórnsýslulög taki einnig á þingmönnum, sem lofa ákveðnum hlutum í hita kosninganna og deppla síðan ekki augum þegar þau eru svikin eftir kosningar.
![]() |
Bætur vegna yfirlýsingar forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2012 | 10:45
Landsbyggðarhalli
![]() |
Frumvarp um veiðigjöld að lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2012 | 22:28
Þetta er ekki kjördæmapot, - þetta er grímulaust hneyksli.
Ótrúleg afskræming á einkaframkvæmd, að ríkisfyrirtæki skuli vera meirihlutaeigandi og ríkið sjálft bera síðan alla fjárhagslegu ábyrgðina. Sér er nú hver einkavæðingin og væri hollt ungum sjálfstæðismönnum á Akureyri íhuguðu merkingu orðsins.
![]() |
Harma umræðu um kjördæmapot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.6.2012 | 20:55
Alþingi setur ný viðmið í jarðgangagerð!
Eitt skilur maður þó ekki. Hvers vegna ekki að byrja á hæstu fjallvegum? Er hugsanlegt að væl þingmanna á norðsausturlandi hafi þar eitthvað að segja. Þurfa þeir að hugsa um stóla sína í næstu kosningu? Auðvita er best að kasta út önglinum þar sem mest er að hafa.
Illt er þó að aðrir þurfi að borga beituna fyrir siðlausa þingmenn, sem skyrrast ekki að nota gömul úrelt gildi til að maka krók sinn á kostnað skattborgaranna.
![]() |
Vaðlaheiðargöng samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2012 | 10:19
Var bara til góðs að færa út landhelgina?
- Vorum Íslendingar tilbúnir að takast á við markaðsöflin við útfærslu landhelginnar?
- Hafa útgerðamenn umgengist auðlindina með þeirri virðingu sem hún á skilið?
- Hefur stuðningur þjóðarinnar við útgerðina alltaf skilað sér í réttlátri úthlutun tekna til þjóðarinnar?
Oft hafa þessar spurningar angrað mig. Þegar ég var tappi bjó ég í Neskaupstað og var áhorfandi á það mannlíf sem tengdist sjónum og upplifiði asa síldaráranna. Inn á firði lágu mörg skip, stór og smá frá ýmsum löndum. Skip, sem voru hér á norðurslóð til að sækja björg í bú. Sum þessara skipa voru að elta síldina á meðan aðrar útgerðir voru uppteknar að botnsjávarafla og enn aðrar í leið til Grænlands á hval- og selveiðar.
Á þessu árum þurfti að brauðfæða stóran hóp erlendra sjómanna, sem kom í land til að sækja vistir og þjónustu. Kjöt og annað ferskmeti rann út eins og heitar lummur og ekki þurfti að greiða niður íslenska lambakjötið í þessa erlendu íbúa landsbyggðarinnar. Verslanir þurftu að hafa tiltækar vörur í búðum sínum, langt umfram þarfir innfæddu íbúanna.
Í landlegum gat íbúatalan sjávarplássa hækkað margfalt og þá þurfti eitthvað til að bíta og brenna. Kjöt, mjólk, kartöflur og svona mætti llengi áfram telja. Lanbúnaðurinn blómstraði. Þetta voru einnig uppgangstímar hjá ollum í landi, s.s. skipasmiðum, vélvirkjum, rafeindavirkjum og verslunarmönnum. Þessi uppgangur var vegna fjölda erlendra útgerðamanna, sem sendu skip sín á Íslandsmið.
Þá kemur að efanum. Höndluðum við rétt útfærsluna? Hefur allur veiddur afli komið á land til að skapa atvinnu í landi? Hafa útgerðamenn hreint mjöl í pokahorninu?
Rétt til að halda því til haga, þá er ég þeirri aðgerð sammála, að hafa yfirráðarétt á auðlindum okkar og landgrunni. En, - hefði ekki verið réttara að stjórna veiðum erlendra fiskiskipa og leyfa þeim að veiða hér áfram, - gegn gjaldi?
Þeir hefðu þá haldið áfram að koma í land og sækja vistir og þjónustu. Þeir hefðu þurft að taka alla áhættuna vegna veiðanna, bæði hvort fiskaðist og þurftu að takast á við heimsmarkaðsverði olíu á hverjum tíma. Þeirra var einnig að afla markaða og selja.
Var ekki ástæðulaust að hreinsa erlenda flotann út á einu bretti? Innlendir útgerðamenn hefðu haft samkeppni, því ekki er ég að fjalla um að þeir fengu ekki "sína sneið af kökunni".
Er ekki samhengi í útfærslu landhelginnar og því að landsbyggðinni fór að blæða út? Fyrir útfærslu var verið að selja landbúnaðarafurðir "úr landi" gegn gjaldeyri, án niðurgreiðslu, sem síðar þurfti að grípa til, svo hægt væri að selja þær afurðir á erlendum mörkuðum.
Var ekki verið að færa útgerðarmönnum tækifæri á kostnað bænda? Var réttur bænda fyrir borð borinn og ekki hugsað á hvern hátt átti að koma á móts við þá? Þurfa útgerðamenn ekki ögn að kæla sig niður og skoða hlutina í víðu samhengi?
![]() |
Ekki annað eins í 32 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)