Tilviljunin og tungurnar þrjár

Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, opnaði sig nýverið og mjög óvænt um jarðgöng á Austurlandi og fjallaði þar um að rétt væri að allar framkvæmdir við jarðgöng ættu að eiga sér stað með strönd Austurlands t.d. með að tengja saman Norðfjörð, Mjóafjörð og Seyðisfjörð.  Ekki er hægt að merkja að hann hafi sérstaklega sett sig inn í samþykktir sveitastjórna liðinna ára á Austurland.  En merkileg tilviljun var að hann skildi færa þetta í tal á þessum tímapunkti.  Eða var það ekki tilviljun?  Auðvita veltir maður því fyrir sér. Formanni Sjálfstæðisflokksins barst fjöldi stuðningsyfirlýsingar við f.v. dómsmálaráðherra vegna ráðherraskiptanna.  Þar vakt ein sérstaka athygli.  Hef­ur Bjarna meðal ann­ars borist áskor­an­ir frá Sjálf­stæðismönn­um í Fjarðabyggð“.

__________________________

Fyrir stuttu benti ég á að ríkisstjórn Íslands hefði tungur þrjár og talar sitt með hverri.  Það á sérstaklega við þegar kemur að því að standa við gefin fyrirheit um jarðgöng undir Fjarðaheiði til að tengja Seyðisfjörð við Múlaþing í framhaldi af sameiningu fjögurra sveitarfélaga árið 2019.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarið leitað logandi ljósi að ástæðu til að réttlæta sleifarlagið er varðar Fjarðarheiðagöng til Seyðisfjarðar og ítrekuð svik ríkisstjórnarinnar við íbúa Múlaþings í því máli.  Til þess að reyna að rétta kúrsinn á ríkisstjórninni, var gerður út leiðangur sveitastjórnar í Múlaþingi til að freista þess að fá skýr svör og til að brýna ríkisstjórnina til að standa við gefin fyrirheit.

Formaður Framsóknarflokksins gaf færi á samtali við sendinefndina, m.a. vegna þess að forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi er samflokksaðili1 innviðaráðherrans og ljóst að hann getur í þriðju kosningu í röð endurnýtt gömul kosningaloforð.  Það dugði forseta bæjarstjórnar í Múlaþingi og hvarf hún við svo búið til síns heima.

Þegar kom að formanni Sjálfstæðisflokksins að ræða við fyrsta varaforseta í Múlaþingi og samflokksaðila1 fjármálaráðherrans, boðaði hann í skyndi forföll.  Hvað er brýnna en samtal við ráðamenn sveitastjórna á landsbyggðinni?  Er hægt að niðurlægja flokksaðila sinn meira?  Flokkssystir fjármálaráðherra er virkur varaþingaðili1 Austurlands og hefur ítrekað setið á Alþingi í forföllum annarra þingaðila1

Er hægt að niðurlægja kjörinn fulltrúa meira?  Hugsanlega!   Með því að lofa ítrekað framkvæmdum og standa síðan ekki við þau gefnu fyrirheit!

_________________________________________________________

1 Aðili = maður, sem þó er ekki endilega karlmaður.   "Maður" hefur þótt gott og gilt heiti um aldir, þar sem maður er skilgreind tegund og skipist í undirflokkinn kona eða karl eftir sérstöðu þeirra í að viðhalda tegundinni.


Grein 3. S-beygjur sveitarstjórnar Múlaþings

Flest sveitarfélög vinna að því að þungaflutningar og umferð, sem ekki á beinlínis erindi inn í bæjarfélög, hafi greiða leið í jaðri byggða.  Það er ný nálgun og nútímaleg öfugt við fortíðina þegar pósturinn var miðlægur í þorpum og bæjum ásamt því að þar var kaupfélagið með sínar höfuðstöðvar og verslun.  Það hefur líklega farið fram hjá framsóknarmönnum á Fljótsdalshéraði að hér er ekki lengur rekið kaupfélag og því þarf ekki að gæta hagsmuna þess sérstaklega.

Borgarnes er eitt þeirra sveitarfélaga, sem þótti vont að umferðin væri ekki um miðbæ sveitarfélagsins.  Miklu var fórnað til þess að svo mætti verða og verslun blómgaðist við brúarsporðinn, því er ekki að neita.  Nú er öldin önnur og ný sjónarmið vega þyngra á vogarskálum íbúanna og umferðaröryggi þeirra hefur öðlast meira vægi.  Nú er verið að vinna nýtt skipulag í Borgarnesi og koma þungaflutningum í jaðar sveitarfélagsins.

Nærtækt er að skoða hvernig vegurinn á Reyðarfirði var lagður með ströndinni í stað þess að liggja inni í bænum endilöngum.  Sama hugsun er í fleiri nútíma sveitarfélögum, sem vinna í samstarfi við íbúana.  Hafa ber í huga að flutningabílar hafa stækkað og heildarþungi þeirra vaxið á undanförnum árum og hafa skapað ný viðmið.  Ferðatíðni þeirra hafa þar að auki margfaldast.  Orsökin er að neyslusamfélag okkar gerir sífellt meiri kröfur til vörumagns og vöruflokka, sem aftur kallar á örari flutninga til að fullnægja þörfinni.  Endurbætur á vegakerfinu ná ekki að fylgja eftir neysluvæðingu samfélagsins.

Á Egilsstöðum hefur í mörg ár verið krafa um  að minnka umferð í miðbænum, en ekkert hefur áunnist í þeim málum og ráðamenn Múlaþings átta sig ekki á að öryggi íbúanna sé í húfi.  Þeir átta sig ekki heldur á þörfum atvinnulífsins um gott flæði um atvinnusvæðin með skriðþunga farma.  Meirihlutinn ætlar jafnframt að hunsa skoðun 64% íbúa sveitarfélagsins, sem tóku afstöðu á Fljótsdalshéraði með norðurleiðinni.

Iðnaðarsvæði við Lyngás er gott og gilt, en verður ekki þar tugi ára í viðbót.  Svæðið gæti hentað undir blandaða byggð, verslun og þjónustu til framtíðar og því er nauðsyn að skipulag sé lifandi plagg, án þess að taka dragstískum breytingum eftir dagsformi forseta bæjarstjórnar.

Sigurður Ingi Jóhannsson er sá ráðherra, sem hefur undanfarin ár sett ný viðmið hvað telst vera sannleikur.  Ítrekað hefur hann riðið um sveitir landsins með digurbarkaleg loforð, sem síðan reyndust ígildi gúmmítékka.  Nægir þar að nefna nýframkvæmdir austan lands við Egilsstaðaflugvöll, Fjarðarheiðargöng og veg yfir Öxi.  Nú ná loforð hans nýjum hæðum og ná langt inn á verkefnalista komandi ríkisstjórna.


Bönnum innflutning rafbíla

Það er alveg magnað hvað hægt að vera syngjandi ruglaður í náttúruvernd.  Það er á stefnuskrá stjórnvalda að nýta græna orku til að drífa farartæki inn í framtíðina, en svo furðulegt sem það hljómar, má helst ekki framleiða orkuna með vatnsorku.

Hópur sjálfskipraðara „vitringa“ í hreinorku eru eins og hoppandi kjúklingar á skítahaug, einn hoppar og hinir herma eftir alveg án þess að vita af hverju.  Þessir skíthopparar leggjast gegn því að flytja orku á þrjátíu metra háum möstrum á milli staða vegna sjónmengunar, en finnst það er í lagi að byggja tvöhundruð og fimmtíu metra háa vindmylluskóga hist og her um landið.  

Í þeirra huga er allt að því skaðlegt nýta vistvæna endurnýjanlega vatnorku, án þess að rökstyðja hvers vegna. 

https://www.si.is/frettasafn/urskurdur-um-hvammsvirkjun-vonbrigdi
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, segir í hádegisfréttum Stöðvar 2 á Bylgjunni um úrskurð þess efnis að virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar hafi verið fellt úr gildi grafalvarlegan. „Hann er auðvitað fyrst og fremst vonbrigði svona í ljósi þess að við þurfum á meiri grænni orku að halda á Íslandi. Stjórnvöld eru auðvitað með mjög skýr og háleit markmið til að mynda um orkuskipti. Við þurfum á orku að halda fyrir framtíðaruppbyggingu í atvinnulífi og svo framvegis. Það tók Orkustofnun 19 mánuði að afgreiða umsókn Landsvirkjunar um virkjanaleyfi. Umsóknin stendur enn þrátt fyrir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar en það gæti tekið langan tíma að uppfylla þau skilyrði sem nefndin setur og á þessari stundu óvíst hvort það er yfirleitt hægt.“ 

Greinilegt er að Ísland, með umræddan þrýstihóp, er kominn á þann stað að það þarf að skera niður orkusjúgandi gæluverkefni. 

Þá er nærtækast að byrja á að banna allan innflutning á rafbílum.


Fallin með fjóra komma níu.

 

Ef Sjallarnir kyngja þessu, þá eru þeir heimsmeistarar í að hanga á ráðherrastólunum.

Já, - ráðherrastólasúperglue heldur, það alveg rígheldur.


mbl.is Nauðsynlegt vegna afgerandi niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launaskriðasirkusinn

Væri ekki rétt að ráðherrar og þingmenn fengju umsamda prósentuhækkun almennings að frádreginni prósentustigi verðbólgunnar? 

Þá væri núna verið að tala um 4% launalækkun, eða þar um bil.

Launahækkun - Verðbólga = launahækkun/launalækkun (6%-10%= -4%) Hver er þá hinn napri veruleiki?

Hverjir eru í aðstöðu til að slá eitthvað á verðbólguna?  Þarf ekki að axla ábyrgð á Alþingi?

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, virðist sannfærður um að það sé meiri raunlækkun launa þeirra, sem hafi hærri tekjur en almúgans. 

Gaman væri að vita hvaða reiknikúnstum er beitt til að fá þá niðurstöðu.


mbl.is Almenningur ákveði laun þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordæmalausir tímar

Ríkisstjórnin biðlaði til þjóðarinnar um að standa saman vegna Covid-19

Ríkisstjórnin biðlaði til allra vegna stríðsins í Úkraínu

Ríkisstjórnin treystir á að Seðlabankinn lækki verðbólguna

Hvað ætlar ríkisstjórnin sjálf að gera?

 

Taka fegins hendi við kauphækkun þann 1.6.2023 fyrir vel unnin störf í þágu lands og þjóðar.


Jarðgangastoppið

Það er náttúrulega alveg galið að ekki skuli vera að vinna við ný jarðgöng.

Að stoppa við að gera jarðgöng er eitthvað sem ekki á að eiga sér stað vegna þess að við þurfum að hafa þessa sérfræðinga innanlands í verkum en ekki missa þá úr landi vegna skipulagsleysis í samgöngumálum.

Allar samgöngubætur eru til bóta, ekki síst til að róa niður loftslagssöfnuðinn.

Það er ekki svo lítið mál.


mbl.is 18 jarðgöng koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2. Brú, flugvöllur og þjóðvegur eitt

Það gladdi mig að lesa svar Stefáns Boga við grein minni í Austurglugganum.  Ég ætla að treina mér andsvar þar til að ég hef lokið yfirferð minni um skipulag Mið-Héraðs.  En eitt má þó Stefán Bogi vita strax, með tilvísun sinni í skrúðmikinn málblómavönd, að Miðflokkurinn er með rósir í jurtagarði Múlaþings og þær eru ekki án þyrna.

Brúin
Mikil framsýni var eitt sinn við lýði á Fljótsdalshéraði og eitt af verkum frumbyggjanna var að koma á samgöngum m.a. með að þrýsta á um byggingu Lagarfljótsbrúarinnar 1905, sem þurfti að vísu að endurbyggja 1906 vegna þess að ísrek tók hana af í leysingum það vor.  Brúin þjónaði fram yfir miðja þá öld og mátti lesa litla frétt í Morgunblaðinu 8. nóvember 1953.

Ný brú á Lagarfljót er nauðsynjamál.
HÉRAÐI, 3. nóv. — Í haust hefur verið komið fyrir fargi á ísbrjótunum sem eru straum megin við Lagarfljótsbrúna. Ætlunin mun að reyna, hvort þeir síga undan því, og ef ekki, þá mun koma til greina að byggja ofan á þá nýja brú, sem fyrirhuguð er á Fljótið. Lagarfljótsbrúin er nú að verða 50 ára. Hún var aðeins gerð fyrir hestvagna, og eru undur mikil að hún skuli hafa þolað hin þungu ökutæki síðustu ára. Hún hefur nú látið mikið á sjá, og er nauðsyn á að endurbyggja hana sem fyrst. — G. H.“

Lagarfljótsbrúin var endurbyggð og tvíbreið árið 1958.  Síðan eru liðin tæp 70 ár.  Brúin er nú fyrir nokkru komin aftur á það stig að þurfa gagngera andlitslyftingu vegna þess að hún er ekki, frekar en 1905, hönnuð fyrir nútímaflutninga.  Brúin er háð þungatakmörkunum og er til verulegs ama fyrir eigendur þungavinnuvéla, sem við núverandi aðstæður þurfa að flytja tæki sín á milli staða og fara um Tunguna og yfir við Lagarfossvirkjun við að koma þeim á milli Fellabæjar og Egilsstaða. 

Þetta er einnig farið að setja þungaflutningum með Norrænu skorður, þar sem Lagarfljótsbrúin er eins og að framan getur og ekki bætir úr skák að brúin yfir Jökulsá á Fjöllum er einbreið og einnig háð þungatakmörkunum.  Brúin á Skjálfandafljóti við Goðafoss er enn ein „perlan“ í þessari grúppu. Það örlar lítið á þrýstingi meirihlutans í Múlaþingi um að endurnýja þessar brýr.  Ný Lagarfljótsbrú er innanbæjarkróníka meirihlutans gegn málefnalegri umræðu kjósenda.  Ástæðan er að engin raunhæf framtíðarsýn er til í fórum bæjarfulltrúa í Múlaþingi er varðar samgöngumál.  Það er hins vegar orðið forgangsmál að fara strax í það verkefni, vegna vöru- og fólksflutninga um helstu samgönguæðar Austurlands.  Nú þegar þurfa stjórnendur Múlaþings að taka sér tak og hanna nýja leið yfir Lagarfljótið og um lítt áhugavert byggingaland inn á veglínu þjóðvegar 1 við sunnanvert Urriðavatn.

Flugvöllur
Flugvöllur hefur verið við Lagarfljót frá 1941 og frá 1952 hefur hann verið aðalflugvöllur Austurlands frá þeirri stundu er grasflugbrautir viku fyrir malarflugbraut á bökkum Eyvindarár. Þriðji flugvöllurinn var vígður haustið 1993 þegar endurbyggður alþjóðlegur flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun.  Með þeim endurbótum urðu til nýir og spennandi möguleikar á  fjölbreyttri notkun flugvallarins, - fyrir Austurland allt.  Til að lengja flugvöllinn þarf að færa þjóðveg 1 innar og brúa Lagarfljótið þar.  Landrými er það eina sem við höfum nóg af og ekki má á nokkurn hátt þrengja að flugvellinum né öryggissvæði hans. 

Atvinnu og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs fundaði 14.11.2019 og var m.a. eitt mál fundarins: Umhverfi Egilsstaðaflugvallar.  „Fyrir liggur erindi frá Benedikt V. Warén þar sem varað er við hugmyndum um að myndPabbþrengja að starfsemi Egilsstaðaflugvallar, sem rýra kunna möguleika á nýtingu flugvallarins og framtíðar uppbyggingu hans.
Atvinnu- og menningarnefnd bendir á mikilvægi þess að við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið verði gætt að framtíðarmöguleikum flugvallarins á Egilsstöðum. 
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.“ 
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs staðfesti fundargerð atvinnu- og menningarnefndar þann 20.11.2019.  (mál 201911043)

Hugmyndir núverandi meirihluta stangast hins vegar á við þessa nálgun.  Lóðir í Ferjukíl eru án skilyrða um flugtengda starfsemi og án færslu þjóðvegar 1 er ekki hægt að lengja flugvöllinn.  Þetta rímar illa við háleitar hugmyndir sömu fulltrúa um aukna umferð stærri flugvéla um Egilsstaðaflugvöll.

 

Rauða punktalínan er tillaga að  nýrri legu þjóðvegar eitt yfir Lagarfljótið.


Enga sameiningu fyrr en jarðgöng eru komin

Kæru sameiningasinnar.

Ekki láta ykkur detta í hug að sameina sveitarfélög fyrr en kröfur um samgöngubætur eru vel á veg komnar og aðrar kröfur ykkar séu komnar í framkvæmd.

Ekki lát ykkur detta í hug að sameinast:

- þó ráðherrar gefi vilyrði um skilyrtu verkefnin ykkar.

- þó verkefni séu komin inn í áætlanir ríkisstjórnarinnar.

- þó verkefni séu komin í samgönguáætlun.

Ríkisstjórnin hefur yfir hópi "sérfræðinga" að ráða, sem eru snillingar að koma með tillögur að frestun verkefna og skýringar á því hvers vegna sé einmitt núna tími til þess að slá öllum landsbyggðarverkefnum á frest.

Þið getið fengið þetta staðfest með því að hafa samband við sveitastjórnarfulltrúa í Múlaþingi.

Loforð eru ekki efnd og þá verður manni hugsað til vandræðanna í Kardemommubæ.

Hvað með sönginn þinn 
um Axarveginn minn?
Hví er engin vinna hafin enn við flugvöllinn?
Þetta er ljótt að sjá.
Hverjum trúa á? 
Hvar er brúin, kvótinn og beina flugið á Spáníá 
Ég er vissu um að því heitið var í gær. 

Ekkert mælir því mót að þið vinnið heimavinnuna og ef niðurstaðan er sameinung, þá endilega látið vita af því sem víðast.

En, - í guðanna bænum ekki aðhafast meira en það, fyrr en þið hafið náð ykkar fram gagnvart fjárveitingavaldinu.  Það er sjaldgæft að til séu fjármunir í samgöngubætur á landsbyggðinni.   

En þegar kemur að Borgarlínu (400milljarðar), loftslagsvá (77milljarðar),  leiðtogafundur Evrópuráðsins í Hörpu (a.m.k 2milljarða) og þjóðarhöll, sem ekki einu sinni er á fjárhagsáætlun), en verður „rigguð“ snöggt upp fyrir aðeins 15milljarða.  Þá spretta peningarnir allt í einu upp í ríkiskassanum.

Þetta kallar maður aldeilis töfrabrögð í lagi!  


mbl.is Hyggja á kosningu um sameiningu í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú held ég að það sé rétt að skipta út ráðherranum

Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarið leitað logandi ljósi að ástæðu til að réttlæta drullusokksganginn er varðar Seyðisfjarðargöng og svik ríkisstjórnarinnar við íbúa Múlaþings í því máli, Axarvegar og er varðar Egilsstaðaflugvöll.

Ítrekað hefur heyrst innan úr herbúðum flokksins, veiklulekt bergmál um áframhaldandi frestun, sem eru mjög alvarleg og ítrekuð svik við Seyðfirðinga.

Ljóst er að ríkisstjórn hefur tungur þrjár og talar sitt með hverri. Hvernig væri að kynna sér málin Jón Gunnarsson.

Þó að nafni þinn hafi komist á fölskum forsendum, svífandi í pokaskjatta inn um Gullna hliðið, er ekki víst að það gerist aftur og allra síst með sviknum loforðum við Seyðfirðinga.

Ef þú dregur þetta rugl til baka, er ég viss um að meirihlutinn í Múlaþingi mundi jafnvel syngja þjóðsönginn af fullri raust, til heiðurs þér.

Það er ekki svo lítils virði, máttu vita. 

Til að auka lesendum víðsýni er rétt að benda á góða grein Björns Ármanns Ólafssonar í Morgunblaðinu sl. þriðjudag sem einnig er aðgengileg á xmulathing.blog.is


mbl.is Forgangsraða þurfi svokallaðri Fjarðaleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband