Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017

Ef eitthvað er að marka þessa yfirlýsingu....

...ætti nú þegar að fara af stað vinna við að finna út hvert millilandaskipin sigla og flugfélögin fljúga.  Auk þess þarf að rafvæða bílaflotann af meiri krafti og með þeim hætti, að það verði meira áhugavert að eiga og reka slík tæki.

Hvað varðar skipafélög, þá ætti Evrópusiglingar að vera inn á Austurland.  Vandamálið er "sérfræðingastóðið" í Reykjavík, sem ekki geta skilið að varningur þarf EKKI ALLUR að fara um Miklumýrarbraut (Miklubraut/ Kringlumýrarbraut) á leið sinni til neytenda.  Það vill svo til, að vörur fara "út á land" en það þarf ekki endilega að vera í gegnum hafnir í Reykjavík.  Það er t.d. styttra til Akureyrar frá Austurlandi en frá Reykjavík.  Það er heldur ekkert vandamál að keyra vörum til Reykjavíkur frá Austurlandi, fullt af bílum að fara þá leið nú þegar, með vörur frá Reykjavík.  Það er nefnilega hægt að flytja vörur í báðar áttir, - takið eftir því!

Hvað varðar flugið, þá er Keflavík að verða ofsetin, á meðan flugstöðin á Egilsstöðum hungrar í farþega.  Það er í flestum tilfellum styttra (stundum jafn stutt) frá Evrópu til Egilsstaða og Keflavíkur.  Fögur fyrirheit á tyllidögum fara fyrir lítið, þegar lítið er gert til að beina flugi austur.  Öll erlendu flugfélögin gætu í a.m.k. helmingi tilfella flogið til Egilsstaða og á móti spara sér flugtíma, biðtíma við Keflavík og minnka í leiðinni útblásturs mengun.

Íslensku flugfélögin geta illa nýtt annað en Keflavík, vegna tengiflugsins.

Til að hvetja til þess að skoða þessa hluti betur, væri vert að setja kolefnagjald á skip og flugvélar, sem reiknast frá þeim tíma sem komið er inn í landhelgi/lofthelgi og sjá, menn munu fara að skoða hvernig hægt verður að lágmarka þá gjaldtöku.

Stjónmálamenn verða að fara að tala minna og hugsa meira í raunhæfum lausnum.


mbl.is Ýttu úr vör áætlun í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband