Ef eitthvað er að marka þessa yfirlýsingu....

...ætti nú þegar að fara af stað vinna við að finna út hvert millilandaskipin sigla og flugfélögin fljúga.  Auk þess þarf að rafvæða bílaflotann af meiri krafti og með þeim hætti, að það verði meira áhugavert að eiga og reka slík tæki.

Hvað varðar skipafélög, þá ætti Evrópusiglingar að vera inn á Austurland.  Vandamálið er "sérfræðingastóðið" í Reykjavík, sem ekki geta skilið að varningur þarf EKKI ALLUR að fara um Miklumýrarbraut (Miklubraut/ Kringlumýrarbraut) á leið sinni til neytenda.  Það vill svo til, að vörur fara "út á land" en það þarf ekki endilega að vera í gegnum hafnir í Reykjavík.  Það er t.d. styttra til Akureyrar frá Austurlandi en frá Reykjavík.  Það er heldur ekkert vandamál að keyra vörum til Reykjavíkur frá Austurlandi, fullt af bílum að fara þá leið nú þegar, með vörur frá Reykjavík.  Það er nefnilega hægt að flytja vörur í báðar áttir, - takið eftir því!

Hvað varðar flugið, þá er Keflavík að verða ofsetin, á meðan flugstöðin á Egilsstöðum hungrar í farþega.  Það er í flestum tilfellum styttra (stundum jafn stutt) frá Evrópu til Egilsstaða og Keflavíkur.  Fögur fyrirheit á tyllidögum fara fyrir lítið, þegar lítið er gert til að beina flugi austur.  Öll erlendu flugfélögin gætu í a.m.k. helmingi tilfella flogið til Egilsstaða og á móti spara sér flugtíma, biðtíma við Keflavík og minnka í leiðinni útblásturs mengun.

Íslensku flugfélögin geta illa nýtt annað en Keflavík, vegna tengiflugsins.

Til að hvetja til þess að skoða þessa hluti betur, væri vert að setja kolefnagjald á skip og flugvélar, sem reiknast frá þeim tíma sem komið er inn í landhelgi/lofthelgi og sjá, menn munu fara að skoða hvernig hægt verður að lágmarka þá gjaldtöku.

Stjónmálamenn verða að fara að tala minna og hugsa meira í raunhæfum lausnum.


mbl.is Ýttu úr vör áætlun í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Og hver borgar kolefnagjaldið? Auðvita almenningur (viðdskiptavinir) en ekki flug og skipafélög.

Það furðar mig aftur og aftur þegar fólk vill setja á skatta og gjöld á fyrirtæki, af því að fyrirtækin borga aldrei þessa skatta og gjöld heldur eru það viðskiptavinirnir sem borga. Fyrirtækin eru bara skatta og gjalda rukkar ár fyrir ríkið.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 5.5.2017 kl. 18:02

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Jóhann.  Ekki er ég svo grænn að vita ekki að kúnninn borgar fyrir rest.  Hægt er að halda sama lága verðinu ef menn stytta flug frá/til Evrópu.  Talað er um náttúrupassa, komugjald og gistináttagjald.  Er þetta ekki lausnin.  Hvati til að fljúga eins stutt og hagkvæmt eins og hægt er.  Bendi á að hending væri að lenda í biðflugi við Egilsstaðaflugvöll.  Bendi einnig á að margir eru að fara hringinn eftir þjóðveginum og því skiptir litlu hvar hringurinn byrjar.  Það eru c.a. 90 metrar frá brautarenda Egilsstaðaflugvallar að þjóðvegi eitt.

Benedikt V. Warén, 5.5.2017 kl. 19:24

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Nú skulum við muna að Flugvélar eru undanþegin kolefna kótanum og munum líka að flest skip eru ekki skráð á Íslandi. Við verðum að passa að þessir alþjóðasinnar setji olíunotkun þeirra að okkar kvóta enni heldur allt herbrölt og æfingar. Það eru upplýsingar á síðu samgöngumála ráðherra. 

Mér virðist Samgöngumálaráðuneytið mikla okkar hlut en þar verðum við að spyrna í því björt ætlar að stoppa einkabílageirann. Hún er af kynslóðinni sem var kennt að heimurinn væri að farast út af mengun. 

Horfið sjálf upp í himingeyminn. Hvað sjáið þið.

Valdimar Samúelsson, 5.5.2017 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband