Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016

Gildur limur strokinn

Grannar okkar í austurveg héðan kunna að nefna það.

Gildur limur = Meðlimur í félagsskap með gilt félagsskírteini.

Strokinn = Rekinn.

Svo getur hver og einn lagt annan skilning í þetta. cool


mbl.is „Hann er ekki bara stór limur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Speki Elísabetar

Væri ekki frábært að fá forseta með svona speki, í þessu tilfelli um framboð Ólafs R. til embættis forseta Íslands:

Mér finnst þetta vera of­beldi. Þetta er eins og karl sem held­ur að kon­an sín geti ekki fengið full­næg­ingu án hans”.

Er einhver tilbúinnn að segja börnunum sínum hvað þetta þýðir á venjulegri íslensku?

Sem forseti gæti hún þurft, á einhverjum tímapunkti, að hitta Páfann.  Ekki vildi ég fyrir nokkurn mun vilja vita hvað hún segði við það tækifæri.  En fréttnæmt mundi það ugglaust verða.

Er þá ekki betra að byrgja brunninn........?


mbl.is Segir Ólaf Ragnar meðvirkan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennileg sýn Pírata á lýðræði

Hvað er lýðræði?
Eru Píratar ekki að biðla til fólksins í landinu, að koma nýjum valdhöfum að?
Er þessu fólki treystandi til þess?
Er það ekki sama fólkið sem kýs sér forseta?
Hvaða máli skiptir hve lengi forseti situr, ef það er í umboði kjósenda?
Er það ekki lýðræði, að fólkið í landinu hafi leyfi til að kjósa þann sem það vill í trúnaðarstörf?
Þarf einhverja forræðishyggju gagnvart lýðræðinu?
Eru það ekki sömu kjósendur sem kjósa þingmenn og forseta lýðveldisins?
Eiga að gilda sömu reglur um forseta og þingmenn?
Eiga þingmenn ekki að vera kjörgengir nema t.d. þrjú kjörtímabil?
Hvað kostar það landsmenn að hafa atvinnulausa þingmenn á launum?
Hvað kostar að hafa fyrrverandi forseta á launum?
Er ekki betra að nota þessa einstaklinga á meðan þeir eru á launaskrá?
Svo er náttúrulega hin hliðin, það er ágætt að greiða sumum þingmönnum að vera heima hjá sér,- til að skapa vinnufrið og framlegð á Alþingi.
Hafa Píratar hugleitt það?


mbl.is Forsetinn skapaði óvissuna sjálfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur hitakostnaður hækkað á móti?

Fróðlegt væri að fá það upp gefið.

Er einhver með það á hreinu?


mbl.is Rafmagnsnotkun heimila minnkað um 8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara rétt til að upplýsa höfund þessarar fréttar....

....þá fer styrkur flokksins eftir atkvæðamagni í kosningu, en ekki eftir skoðunarkönnun.

Atkvæði greitt á kjörstað er skuldbindandi fyrir kjörtímabil og þar breytir skoðanarkönnun engu um, jafnver þó þær séu margar í röð.

Gera þarf greinarmun á skoðun og skuldbindingu.

Þetta er hægt að gúggla ef einhver er í vafa.


mbl.is Framsókn næst minnsti flokkurinn á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira hvað þetta er fréttamönnum erfitt

Sigmundur Davið Gunnlaugsson er forsætisráðherra Íslands, þar til hann hefur gengið á fund Forseta Íslands og beðist lausnar.  

Hvað eru margir sérfræðingar búnir að upplýsa þetta?


mbl.is Láti Wallander rannsaka „afsögnina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband