Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Enn eitt ESB ruglið gleyp hrátt á Íslandi.

Sparperur eru enn eitt ruglið sem ekki á við á Íslandi.  Það sama á einnig við víða erlendis einnig.  Það er verið að hita upp með rafmagni og ódýrar glóperur gera það sannarlega.

Þegar keyptar eru dýrar sparperur, þarf á móti að eyða meira í upphitun, - frá sama orkugjafanum.

Hver þá sparnaðurinn?  Það er verið að eyða sömu orkunni í rafmagnsofnunum!  Er þetta ekki skólabókadæmi um EXEL-leiðina, bara notað í útreikningi það sem hentar.

Sparperur eru dýrari í framleiðslu, þyngri sem kemur niður á hærri flutningskostnaði og dýrari í förgun.

Sjá nánar:
http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/938393/


mbl.is Sparperur hækka hratt í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumskógarlögmálið

Framboð og eftirspurn ráða ferðinni hér.  Athyglivert er að hlusta á fulltrúa íbúðalánasjóðs, sem upplýsir að þrátt fyrir áform um að setja á markað fleiri íbúðir munu sjóðurinn ekki stuðla að lækkun á þessum markaði.

Ef hlutirnir væru í eðlilegum farvegi, ættu stjórnvöld og lífeyrissjóðirnir að hafa frumkvæði að því að með auknu framboði mundi leiga lækka.  Er þetta ekki fólkið sem er að greiða skatta og halda uppi starfsemi lfeyrissjóðanna?  Er ekki eðlilegt að ríkisstjónin og stjórnir lifeyrissjóðanna standi við bakið á umbjóðendum sínum og stuðli að sanngjörnu verði á leigumarkaði? 

Ömurlegt að sjá ríkisstjórnina standa stöðugt á hliðarlínunni og yppa öxlum.  Fátt eitt viðrðist koma þeim við annað en að stöðugt vera að reyna að koma íbúum þessa lands á kaldan klaka.
mbl.is Flýja húsaleigu í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Framtakssjóður Reykjavíkur" / Íslenskir lífeyrissjóðir í reddingum sunnanlands.

Í fréttum RÚV í hádeginu í dag:

"Stefnt er að því að ljúka endurfjármögnun á skuldum Hafnarfjarðarbæjar innan þriggja vikna. Viðræður standa yfir við lífeyrissjóðina um að þeir endurfjármagni erlend lán bæjarins, en skuldir upp á fjóra og hálfan milljarð króna hafa verið í vanskilum frá því í apríl."

RÚV 23.08.2010:

"Framtakssjóður Lífeyrissjóðanna keypti hluta af eignasafni Vestia af Landsbankanum nú fyrir helgi. Meðal þeirra fyrirtækja sem þeir keyptu, var Húsasmiðjan, en Landsbankinn yfirtók hana þegar hún var að þroti komin."

framtakssjodur.is:

"Markmið FSÍ um samfélagslega ábyrgð

8. Stjórn FSÍ og starfsmenn hans eru meðvitaðir um þá ábyrgð sem fylgir því að ráðstafa fjármunum hluthafa FSÍ, sem eru almannafé, og taka jafnframt tillit til samfélagslegrar ábyrgðar í rekstri fyrirtækja.  FSÍ tekur ekki þátt í fjárfestingum sem orka tvímælis út frá almennum siðferðisreglum."

Hafa stjórnarmenn haft 8. grein að leiðarljósi?

Framtakssjóður var ekki til þegar verið var að virkja við Kárahnjúkana, en það voru lífeyrissjóðirnir hins vegar sem standa nú að Framtakssjóði.  Hver var þáttur þeirra í Kárahnjúkavirkjun?  Enginn minnir mig.  Kárahnjúkavirkjun malar nú gull.

Lífeyrissjóðirnir eru hins í því að sópa upp gjaldþrota fyrirtækjum og redda þeim með því að eyða í  þau almannafé.  Það er ekki flókið verk, svo framarlega að þau fyrirtæki séu stödd í landmnámi Ingólfs heitins Arnarsonar.

Það sannar best það sem ég skrifa, að þeir treystu sér ekki til að eiga 33% í kapalverksmiðju á Seyðisfirði, sem er með góða arðsemisspá og ekki í samkeppni við aðra sambærilega á Íslandi, en tóku Húsasmiðjuna upp á arma sína 100% sem er tæknilega gjaldþrota og í bullandi samkeppni við aðra í sama geira.

Er ekki ljóst að Íslenskir lífeyrissjóðir eru í reddingum sunnanlands í nafni Framtakssjóðs.  Legg því til að þeir breyta nafninu í Framtakssjóður Reykjavíkur.


Í blóðugri samkeppni við prófessor Þórólf Matthíasson.

Undanfarnar vikur hefur mátt lesa úttekt prófessors Þórólfs Matthíassonar á íslensku sauðkindinni.  Þar fer hann mikinn við að sýna fram á hve erfitt er að stunda sauðfjárbúskap með hagnaði og er ekki í vandræðum að gefa þar heilræði.  "Stór bú skulu það vera".  Hængur getur þó verið á.  Sauðburður er á vorin, þegar háskólar eru að útskrifa hagfræðinga og aðrar afætur út í samfélagið.  Það er því ekki auðvelt að reka stór bú, þar sem ungviðið er ekki tiltækt til aðstoðar.   Í barneignum hefur einnig orðið samdráttur og á búi þar sem hjón eru með eitt barn í háskóla geta hlutirnir orðið snúnir. 

Í þessari krossferð gegn sauðfjárbændum nefnir prófessorinn ekki afleidd störf við sauðfjárræktina s.s. slátrun, kjötvinnslu og verslun.

En hvað þýðir að fárast út af því.  Heilbrigð skinsemi er ekki kenndi í háskólum.  Séu menn ekki með hana meðfædda eða fá innblástur í foreldrahúsum, þá verður málið snúið eins og eftirfarandi samtal ber með sér.

Trúarsamtök voru með jörð í rekstri og á miðjum sauðburði stóð mikið til og þurfti að taka drastískar ákvarðanir í trúarbragðaheiminum í höfuðborginni.  Á sveitalínunni (þetta var fyrir Facebook) heyrðist eftirfarandi samtal:

- Þið verðið að koma í næstu viku á fundinn, - því fleiri því betra.

- Þetta kostar okkur heilmikið

- Hafið ekki áhyggjur af því, sjóðurinn borgar

- Ja....en það getur samt orðið nokkuð snúið.

- Nú?  Afhverju......?

- Við erum í miðjum sauðburði.

- Er það eitthvað vandamál?  Frestið honum bara.

---------------------------

Í kreppunni miklu 1930 tapaðist mikið fé, margir töðuðu aleigunni þegar allt hrundi.  Allir fóru á taugum og hagspekingar lögðu eitt og annað til sem skilaði litlum sem engum árangri.  Þegar farið var að rýna í hrunið eftir á, komust menn helst að því, að vegna þess að svona heimskreppa hefði aldrei komið áður, þá voru viðbrögðin fálmkennd.  Ljósi punkturinn var að þetta mundi aldrei gerast aftur, - allir hefðu lært á reynslunni.

Hvað gerðist svo?  Lærðum við eitthvað á kreppunni 1930?  Hvað hefur fjölgað mikið í stétt hagfræðinga síðan?  Hver er arðsemin við þá fjölgun?  Muna menn ekki 2007?  Erum við komnir upp úr kreppunni?  Hvað hafa hagfræðingar lagt til?  Eru þeir samstíga í ráðleggingum?

Í ljósi fyrri yfirlýsinga er þó sérkennilegast af öllu, þegar prófessor Þórólfur Matthíasson er að bera saman sauðfjárbú og störf við álver.  Þá er mér eiginlega öllum lokið.

 


mbl.is Skrifar blóðugar fantasíusögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með framboð og eftirspurn?

Merkilegur þessi fasteignamarkaður.  Hér má lesa:

http://mbl.is/frettir/innlent/2011/08/13/fjoldi_fasteigna_sleginn_a_uppbodi/

"Nauðungarsölur.

175 fasteignir hafa verið seldar á nauðungaruppboði í Reykjavík á árinu 1.821 uppboðsmál vegna fasteigna er nú til meðferðar 580 mál eru vegna greiðsluaðlögunar"

Síðan kemur þessi frétt um að húsaleiga hækki jafnt og þétt.  Eru ekki nægjanlegar íbúðir til á markaðnum.  Er þetta vegna þess að ekki er talið "heppilegt" að bankar, sparisjóðir, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður "skekki" myndina með að fara með íbúðir sínar í leigu.

Er það ekki einmitt það sem þarf, - til að rétta af þessa vitleysu?


mbl.is Ráða ekki við húsaleiguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Knútur á ferð og flugi.

RÚV lokaði starfsstöð sinni í lok árs 2008 og hætti með svæðisútvarpið.  Síðan hafa þaðan borist út á öldur ljósvakans í mýflugumynd fréttir af svæðinu, oftast neikvæðar.  Eign RÚV var seld, en þeir leigja útsendingahlutann áfram til að geta með einhverri samviskudruslu sagt að það sé ennþá starfsemi á svæðinu.

Jón Knútur fréttahaukur, hefur nú tímabundið smokrað sér inn sem fréttamaður, vegna fjölgunar í fjölskyldu hins fastráðna.  Nú bregður svo við, að ýmsar fréttir hafa ratað og hlotið náð fyrir niðurskurðaraugum fréttastjórans í Efstaleiti. 

Merkilegt nokk, þar fljóta inn og samanvið jákvæðar fréttir af mannlífinu á svæðinu og í góðri samvinnu við Hjalta Stef. og Heiði Ósk, sem hafa myndvætt fréttaefnið af sinni alkunnu snilld.

Hafið þökk fyrir.

Skiptir það máli?

Lög eða ekki lög.  Stjórnvöldum virðist það ekki skipta megin máli.  Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, var uppvís að því að fara á skjön lög og það eitt gerðist, - hún forhertist. 

Í siðmenntuðum samfélögum hefði viðkomandi staðið upp úr stól ráðherra vegna vanhæfi.  En það er ekki til siðs á Íslandi.
mbl.is Brutu stjórnvöld lög?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhæfir stjórnendur?

Fyrir hvað er stjórn, stjórnarformaður og forstjóri að fá borgað fyrir? 

Þegar allt gengur vel er afsakanlegt að borga ofurlaun, sem kallar á það að þegar illa gengur eiga laun stjórnenda að lækka.  Annað er óeðlilegt, sér í lagi ef tekið er eitthvað mark á því sem þessir sjálftökubarónar segja sjálfir, - um að ábyrgð þeirra sé svo mikil að þeir þurfa að hafa há laun. 

Ábyrgðin hlýtur jafnframt að leiða það af sér, ef illa gengur þá lækka laun stjórnenda.  Laun þeirra eiga að vera árangursteingd, - í báðar áttir.
mbl.is N1 tapaði tæpum 12 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látinn forseti rekinn úr starfi?

Eitthvað er eftirfarandi á skjön við raunveruleikann, en þessi frétt er núna á mbl.is

"Þrettán yfirmenn í pólska hernum og aðstoðarvarnarmálaráðherra landsins hafa verið reknir í kjölfar skýrslu sem birt var um flugslysið í Smolensk í Rússlandi þar á meðal Lech Kaczynski forseti Póllands."

Samkvæmt mínum heimildum fórst
Lech Kaczynski, þáverandi forseti Póllands í umræddu flugslysi.  Það er því, svo ekki sé dýpra í árina tekið, mjög harkalegt gagnvart honum að reka hann einnig úr starfi.

mbl | 10.4.2010:
"Flugvél með forseta Póllands, Lech Kaczynski, hrapaði nú á áttunda tímanum í nágrenni við rússneskan flugvöll. Samkvæmt rússneskum fjölmiðlum létust 87 manns í slysinu. Að sögn Sergei Antufiev, fylkisstjóra í Smolensk, lifði enginn slysið af."

Skv. Wikipedia:" Lech Aleksander Kaczyński (fæddur 18. júní 1949 í Varsjá, dáinn 10. apríl 2010 í Smolensk) var forseti Póllands frá 23. desember 2005 til 10. apríl 2010 þegar hann lést í flugslysi ásamt eiginkonu sinni og 95 öðrum, sem margir hverjir voru háttsettir í her Póllands. Erindi þeirra til Rússlands var að taka þátt í minningarathöfn vegna fjöldamorða Rússa á pólskum liðsforingjum í Katynskógi í seinni heimsstyrjöldinni."


mbl.is 13 reknir vegna flugslyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hví banna heilbrigðisyfirvöld ekki þennan gjörning?

Af hverju má gefa súpu úr heimaeldhúsum, en ekki selja heimabakað í góðgerðarskyni.  Er einhver munur á hættumati heilbrigðisyfirvalda hvort selt er eða gefið er úr heimaeldhúsi. 

Er ekki verið að hugsa um neytendann og vernda hann?  Hvernig getur þá það sem er frítt verið minna hættulegt að innbyrða en það sem selt er. 

Eru yfirvöld að fela sig á bak við þröngan, ósanngjarnan lagabókstaf?  Andi laga og reglna á ekki að vera íþýngjandi eða ósanngjarn og laus við mismunun.  Eru lögin ekki fyrir fólkið í landinu?  Eru þau ekki sett til að gæta réttlætis og sanngirnis? 

Úr fréttum RÚV:
"Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur bannað skátum á Héraði að selja heimabakaðar kökur sem foreldrar þeirra hafa bakað. Til stóð að heimabakaðar marenstertur og aðrar hnallþórur yrðu seldar á skátakaffi í félagsheimilinu Valaskjálf á morgun; 17. júní.

Eftir inngrip heilbrigðisyfirvalda þurfti bakstur Skátafélags Héraðsbúa hinsvegar að byrja upp á nýtt í viðurkenndu og vottuðu eldhúsi."

Og aftur úr fréttum RÚV:
"Bannað er að selja heimabakað bakkelsi í góðgerðaskyni. Þessu komust nokkrar mömmur á Akureyri að, þegar þær vildu standa fyrir múffubasar um næstu helgi, til styrktar góðu málefni.

Kökubasarinn Mömmur og möffins var haldinn í fyrsta sinn í fyrra í Lystigarðinum á Akureyri í samvinnu við bæjarhátíðina Eina með öllu.  Hugmyndina á Auður Skúladóttir en hún ákvað að nýta bakstursáhuga sinn til góðs og hvatti aðrar mömmur til þess sama. Í fyrra seldust eitt þúsund heimabakaðar múffur og söfnuðust fjögur hundruð þúsund krónur sem runnu óskipt til fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri."

Mömmurnar fá þó ekki að endurtaka leikinn í ár því samkvæmt löggjöf um matvæli er bannað að selja hverskonar mat; kökur, smákökur eða sultur, sem framleiddur er í óvottuðu eldhúsi.

Auður segir að sér finnist þetta mjög leiðinlegt. Margar konur hafi hlakkað til að koma því þetta hafi verið vel lukkað. Gestirnir hafi jafnframt verið afar ánægðir."

Er ekki rétt að heilbrigðisyfirvöld fyrir norðan, girði sig í brók og stoppi þennan gjörning á Dalvík, svo ekki verði hægt að væna þau um vingulshátt og tvískinnung.


mbl.is Súpugöngurnar hafnar á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband