Óhæfir stjórnendur?

Fyrir hvað er stjórn, stjórnarformaður og forstjóri að fá borgað fyrir? 

Þegar allt gengur vel er afsakanlegt að borga ofurlaun, sem kallar á það að þegar illa gengur eiga laun stjórnenda að lækka.  Annað er óeðlilegt, sér í lagi ef tekið er eitthvað mark á því sem þessir sjálftökubarónar segja sjálfir, - um að ábyrgð þeirra sé svo mikil að þeir þurfa að hafa há laun. 

Ábyrgðin hlýtur jafnframt að leiða það af sér, ef illa gengur þá lækka laun stjórnenda.  Laun þeirra eiga að vera árangursteingd, - í báðar áttir.
mbl.is N1 tapaði tæpum 12 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þeir eru meira en óhæfir Pelli minn, þeir eru búnir að sigla fyrirtækinu tvisvar í þrot á þremur árum.  Svona menn eru stórhættulegir, en þeir blakta á góðu kaupi, svo er tíðarandanum að þakka.

Magnús Sigurðsson, 11.8.2011 kl. 14:30

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvað er til ráða Mgnús?  Hafa þeir ekki einnig sagt að þeir bestu fari burt ef laun séu ekki í takt við það sem gerist í Evrópu og viðar?  Er endalaus markaður fyrir þessa einstaklinga í útlandinu?  Skiptir þá heldur engu hvað þeir hafa tapað miklu hér heima?

Svo er hin hliðin.  Hvernig er menntakerfið okkar saman sett?  Eru þetta ekki einstaklingar sem útskrifaðir eru með allskyns gráður?  Bera skólarnir enga ábyrgð?  Geta þeir "sett á markað gallaða vöru" og firrt sig allri ábyrgð?  Er ekki betra að draga saman í þeim geira og framleiða betri afurð með því að kasta út gölluðum eintökum áður en þeir yfirgefa "flæðilínuna"?

Benedikt V. Warén, 11.8.2011 kl. 15:39

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þó tíðarandinn sé svona þá er hvorki eftirspurn eftir þessum fuglum né bankamönnum í útlöndum, það er í lagi að lækka við þá launin þess vegna. 

Þetta með gallaða menntakerfið og ábyrgðina, verðurðu að ræða við konuna þína.

Magnús Sigurðsson, 11.8.2011 kl. 17:00

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ég var að tala um útskrifaða "sérfræðinga" ekki grunnskólabörn, Maggi - "sérfræðinga" af flæðilínu háskólastigsins.

Bara svona til að undirstrika það, þá er ég síður en svo á móti háskólum og háskólamenntuðu fólki.  Vil að skólarnir sýni meiri ráðdeild og vandi betur vinnubrögð sín.  Bendi einungis á, að það er sitthvað, - magn og gæði.

Benedikt V. Warén, 11.8.2011 kl. 17:21

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Guði sé lof að þú ert ekki að hugsa um að draga hana til ábyrgðar. 

Það er þannig með þetta háskólanám og sérfræðingana með fimm gráðurnar sem felast í því að vita mikið um lítið og ekkert um allt.  Svona eitthvað svipað og horfa í gegnum rör ef þú hefur áhuga á að upplifa sérfræðiþekkinguna.

Það þarf mikla sérfræðinga til að tapa á bensínsölu, til þess dugir grunnskólamenntunin ekki ein til þó það yrði á flæðilínu.

Magnús Sigurðsson, 11.8.2011 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband