Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Mjög einföld lausn er til.

Hætta að selja brauðmeti.  Selja  kökubakka, sem er með frjálsa álagningu, brauðið fylgir frítt.

Einnig er hægt að skreyta Mackintosch-dalla og selja þá, kaka í kaupbæti, - frítt.

Fleiri slíkar lausnir eru til.

Það þarf að svara fáráðleikanum með fíflalgum lausnum.
mbl.is Múffurnar lutu í lægra haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvennt vantar tilfinnanlega í tillögurnar....

....þegar búið er að samþykkja að jafna atkvæðisréttinn þegar kosið er til Alþingis skal jafnframt kosið í borgarstjórn, sem er höfuðborg allra landsmanna, með atkvæðum allra kosningabærra einstaklinga með jafnan kosningarétt og kjörgengi.

Sett skal í lög, að öllum fjámunum sem er aflað skal ráðstafa í því sveitarfélagi sem þeir verða til.  Öll skattheimta skal jafnframt fara um hendur sveitastjórnamanna og hvert sveitarfélag skal greiða til ríkis sömu upphæð á hvern einstakling, óháð stöðu og aldri.

Þegar þetta er komið í gegn, skulum við tala um jafnrétti, - fyrr ekki.


mbl.is Stjórnarskrárfrumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðskilnaður löggjafa- og framkvæmdavalds.

Þetta ákvæði er til bóta til að aðskilja löggjafa- og framkvæmdavald og gera hlutina skilvirkari.

Annað mál sem hefur einnig verið fjallað um er vægi atkvæða.  Með þeim breytingum einum að jafna vægi atkvæða, verður jafnframt krafan sú, að raðstafa tekjum sveitarfélaga þar sem þeirra er aflað.  Verulega hallar á landsbyggðina í þeim efnum.

Á Austurlandi eru útflutningstekjur landsins um 22% tekna þjóðarbúsins.  Einungis búa þar um 12000 manns, eða um 4% þjóðarinnar.  Lítið brot af þessum tekjunum verða eftir í kjördæminu.

Krafan er því: Skipta þarf jafnt í öllu, ekki einungis því sem hentar sunnlendingum.  Skattar og skyldur verði eftir krónutölureglu og allir borgi jafnt í sameiginlegan sjóð.  Sveitarfélög innheimti alla skatta og greiði síðan í ríkissjóð eftir höfðatölureglu óháð stöðu einstaklings og aldri.
mbl.is Ráðherrar víki af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær flugur í einu höggi, - úr Schengen!

1.  Við að slíta Schengen samstarfinu, - lokum við landamærum okkar.

2.  Við að slíta Schengen samstarfinu, - spörum við stórfé.


mbl.is Engar stórtækar aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki að fara ódýru leiðina???

Það er marg búið að benda á auðvelda lausn.  Breyta vinnubúðun Bectel á Reyðarfirði í fangabúðir með lágmarksgæslu.  Þessi aðstaða dugði fyrir fólk sem ekkert hafði brotið af sér með allri aðstöðu sem lítið samfélag þarf á að halda og það dugar brotamönnum einnig og ekki síður.

Einstaklingar eru nú úti í samfélaginu vegna plássleysis, eftir uppkvaðningu dóma og bíða þess að hefja afplánun.  Þessum dæmdu einstaklingum er treystandi að vera núna úti meðal venjulegs fólks á meðan beðið er eftir plássi í afplánun.

Hvað breytist við það að hefja afplánun?   
Hvers vegna þarf rammgert fangelsi fyrir þá sem núna er treyst til að vera úti meðal saklausra? 

Vikapilturinn, Páll Winkel, er á móti þessari ódýru lausn, sem auk þess að vera ódýrasta lausnin, þá er hún jafnframt sú lausn sem tekur skemmstan tíma að hrinda í framkvæmd.
  Veit drengurinn ekki, að biðlistar eru langir í afplánun og ríkissjóður er tómur? 

Hvernig væri svo, að Kristján Júlíusson færi að vinna að þessu verkefni fyrir kjördæmið sitt.


mbl.is „Ríkisstjórnin búin að koma sér í fangelsi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er vitlaust gefið.

Núverandi skattkerfi er með innbyggt  landsbyggðarfjandsamlega stefnu.  Þetta óréttlæti hefur viðgengist í mörg ár og eru þar allir stjórnmálaflokkar jafn sekir.  Landsbyggðin aflar en ríkisstjórn og borgaryfirvöld eyða. 

Fjármunum á að verja á þeim stöðum er þeirra er aflað og þá kemst á jafnvægi í byggðum landsins.  Byggðastofnun  og Jöfnunarsjóður verða í framhaldi óþarfar einnig má spara stórfé í nefndarstörfum og sértækar björgunaraðgerðir við landsbyggðina heyra þar með sögunni til.  Þær nefndir, stofnanir og björgunaraðgerðir stjórnvalda, eru og verða ávallt mislukkaðar, eins og ótal dæmi sanna.

Virðisaukaskatturinn er þar alverstur vegna þess að hann leggst á síðasta stigið í skattkerfinu.  Sem dæmi get ég nefnt  að það er skattur á orku sem maður kaupir og siðan er VSK af skattinum.  Þetta geta menn séð á orkureikningum sínum, a.m.k.  þeir sem búa á landsbyggðinni.  Er hægt að toppa vitleysuna, að setja  virðisaukaskatt á skattinn. 

Virðisaukaskattur er lagður á þann virðisauka sem til verður við umsýslu á vöru og álagningu söluaðila.  Seint verður hægt að rökstyðja það að skattur geti aukið verðmæti vörunnar þannig að réttlætanlegt sé að leggja á
skattinn virðisaukaskatt. 

Til þess að gæta jafnréttis milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar, verður að bylta skattkerfinu og gjörbreyta.  Öll skattinnheimta verði í höndum bæjar- og sveitarfélaga, sem síðan verði gert að greiða í einn sjóð skv. höfðatölu, öll sömu krónutölu miðað við hvern einstakling óháð aldri og stöðu. 

mbl.is 200,9 milljarðar í skatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á skynsemin að ráða, eða vantraust embættismanna á landsbyggðinni?

Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar hefur risið upp á afturlappirnar með úfinn makka af ergelsi, vegna þeirra hugmynda að nýta vinnubúðir við Reyðarfjörð sem fangelsi með lágmarksgæslu.  Það er svo sem ekkert nýtt að embættismenn séu á móti færslu verkefna frá Reykjavík.  Þetta er plága, sem ekki er óþekkt annarsstaðar í dýraríkinu.  Þeir æðstu verja bú sín með þeim meðulum sem talin eru duga.

Það væri hins vegar rétt að umræddur embættismaður svaraði því , hvers vegna landsbyggðamönnum er ekki treyst að gæta fanga.  Fanga sem nú eru úti í samfélaginu eftir uppkvaðningu dóma og bíða þess að hefja afplánun.  Þessu dæmda fólki er treystandi að vera úti meðal fólks fyrir afplánun, hvað breytist við það að hefja afplánun?   Hvers vegna þarf rammgert fangelsi til að sinna þessu verkefni?  Eru einhverjar aðrar ástæður fyrir þessu andófi forstjóra Fangelsismálastofnunar?

Við núverandi ástand í þjóðfélaginu, er mörg fyrirvinnan sigld utan til vinnu, og þá eru samskiptin við ættingjana ekki mikil utan síma og Facebook.  Hvers vegna eiga fangar að  hafa ríkari réttinsi á samskiptum við ástvini en þetta fólk?  Hvað með ótal sjómenn fjarri heimabyggð svo vikum skiptir, vinnandi menn sem þó hafa ekkert til saka unnið?

Umhyggja forstjóra Fangelsismálastofnunar gagnvart föngum er aðdáunarverð.  Skynsemin verður þó að komast að af og til.  Samvistum fanga við fjölskyldur sínar og vini má leysa á annan hátt.  Flognar eru 4-5 ferðir daglega til Egilsstaða, sem er steinsnar frá vinnubúðunum á Reyðarfirði.  Ef þessir fangar geta gengið lausir nú, ætti einnig vera hægt að veita þeim meira fresli til ferða á meðan þeir eru að taka út sína refsingu.

Þannig er hægt að slá tvær flugur í einu höggi.  Koma upp gæslubúðum fyrir fanga á ódýran og skjótan hátt og uppfylla jafmframt manngæsku forstjóra Fangelsismálastofnunar um samvistir fanga við ástvini.
mbl.is Óeining ráðherra um fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hrunið komið af stað?

Er ESB að liðast í sundur?  Evran komin fram á hengibrún.  Er þetta ekki eins og í DOMINO.  Einn kubbur riðar til falls og þá hefst hrunið.  Hvað er að gerast í suður Evrópu?  Grikkland gjaldþrota og Ítalía í verulegum vandræðum.  Er hrunið ekki komið af stað?  Sýnist það, - og það fyrr en ég hugði.

Hvað segja Evrópusinnar við þessum fregnum? 

mbl.is Vilja hætta með evruna ásamt Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland úr NATO er svarið.

Ef stilla á okkur upp við vegg enn eina ferðina í þessu máli af þjóð sem drepur flesta hvali í heimi, þá er bara til eitt svar.  Ísland úr NATO og það strax.

Með illu skal illt út reka.

Tvískinnungurinn er einnig alger.  Fáar þjóðir drepa jafn marga menn og bandaríkjamenn, bæði í stríði og á heimavelli í fangelsum.  Við erum þó að drepa okkur til matar.

Þeir hafa svo sem afsakað sig með eftirfarandi: "Maðurinn er ekki í útrýmingarhættu."

 


mbl.is Aðgerðir vegna hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn víkur Íslenskan fyrir Reykvískunni.

Í mbl.is segir: "Breiðafjarðarferjan Baldur mun leysa Vestmannaeyjaferjuna Herjólf af í september á meðan skipið fer í slipp erlendis."

Meira viðeigandi og líkara Íslensku er: Breiðafjarðarferjan Baldur mun leysa Vestmannaeyjaferjuna Herjólf af í september á meðan skipið fer utan í slipp.

Það er dapurlegt að þurfa ítrekað að horfa upp á þessa ambögu: "að fara erlendis" þegar einhvar er að fara utan.


mbl.is Baldur leysir Herjólf af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband