Mjög einföld lausn er til.

Hætta að selja brauðmeti.  Selja  kökubakka, sem er með frjálsa álagningu, brauðið fylgir frítt.

Einnig er hægt að skreyta Mackintosch-dalla og selja þá, kaka í kaupbæti, - frítt.

Fleiri slíkar lausnir eru til.

Það þarf að svara fáráðleikanum með fíflalgum lausnum.
mbl.is Múffurnar lutu í lægra haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá ættu venjuleg bakarí að geta gert það sama og hætt að fá heilbrigðiseftirlit og aðra varðhunda neytendaverndar í heimsókn. Gætu haft pokaverslun sem vill svo til að bakar brauð í næsta bílskúr. Óþarfi að vera að kosta rándýrt húsnæði þegar hvaða skúr sem er dugir til.

Ef ekki væru lög sem banna svona gjafir.  ("..Feli tilboð í sér kaupauka er óheimilt að nota orðalag eins og „gjöf“ eða „ókeypis“ um kaupaukann enda felur kaupaukinn í sér að neytandi greiði fyrir aðra vöru eða þjónustu...") Ef þú getur ekki fengið "gjöfina" nema með því að láta fé af hendi þá er það ekki gjöf heldur vara sem verið er að selja.

sigkja (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 16:44

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

sigkja bakaradrengur? 

Ég gef nú lítið fyrir bakara landsins, ef þetta er sú samkeppni sem þeir óttast mest.  Bágt á  ég með að trúa því að óreyndu.

Enn verra er, ef það eru bakarar sem eru að senda heilbrigðisyfirvöld á þessa "amatöra".   Þá er stutt í það, að kjötsalar komi í veg fyrir að hægt verði að kaupa rjúpu í jólamatinn, ef henni er ekki slátrað í viðurkenndu sláturhúsi af löggiltum slátrara.

Er þetta Íslandi í dag, sem þú villt sjá?

Benedikt V. Warén, 28.7.2011 kl. 20:16

3 Smámynd: Sigurður Helgason

Benedikt...... ekki ertu að kaupa rjúpu ?????????

það er búið að vera sölubann á henni í nokkur ár

Sigurður Helgason, 28.7.2011 kl. 20:36

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sigurður.  Þetta er tímabundið bann á rjúpunum.  Hefði svo sem alveg eins geta nefnt netaveiddan silung, sem væri alveg efni í sérstaka færslu, svo vitlausar eru reglurnar í þeim geira.

Svo til þess að þú missir ekki svefn, þá hef ég tvisvar á ævinni borðað rjúpur, bæði skiptin var mér boðið.  Jafnframt get ég upplýst það, - mér finnst þær ekkert sérstakar.  

Benedikt V. Warén, 28.7.2011 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband