Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Menntasnobbið.

Nú þarf að vinna bráðan bug að því að sameina alla háskóla á Íslandi í tvo.  Sameina alla háskóla á Reykjavíkursvæðinu í einn Háskóla Reykjavíkur.  Hinir verða sameinaðir undir merkjum Háskóla Íslands á Akureyri og sá skóli verður með starfstöðvar þar sem heppilegt er á landsbyggðinni.

Við höfum ekki lengur efni á þessu menntasnobbi.

Jafnframt þarf að skilgreina rækilega æðri menntun á Íslandi og draga saman hvort við höfum gengið götuna til góðs, og/eða hvar skóinn kreppir til að menntun nýtist þar sem hennar er þörf.  Hætta að mennta fólk utan til starfa erlendis.

Menntun á að vera raunveruleg lausn, - ekki trúabrögð.

Meira um sama málá bloggi mínu: http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/1132387/

 


Utanríkismál beina leið í úreldingu.....

....og Össur sömu leið.  Oft hefur verið fjallað um að draga úr utanríkisþjónustunni, en samt sem áður er stöðugt aukið í og fjármálum sóað í vitavonlausa hít.  Flottræfilsháttur er ekki legur liðinn á Íslandi.

Nýtt skipulag í ráðherraklíkunni er ráðuneyti án utanríkisráðuneytisins.  Það litla sem þarf að gera í þeim geira getur viðskiptamálaráðuneytið tekið inn á sitt borð.  Það þarf ekki nema eina skúffu í það verkefni.  Annað er bruðl.  Ef einhverju þarfað tjalda til, má gera eins og heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni þar sem læknir fer í vitjun á minni staðina, - farandsendiherra verður til viðtals af og til.

Með því sem þar sparast, með ætti að vera hægt að halda áfram uppi velferðarkerfinu á Íslandi og draga til baka uppsagnir í heilbrigðisgeiranum og biðja þær konur afsökunar, sem hafa liðið fyrir ótímabæra uppsögn vegna hugsanaskekkju og kerfisvillu í ríkisstjórninni.

mbl.is Afhjúpar tilgangsleysi sendiráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta hugsunarháttur VG.....

...samþykkja umsókn að ESB vegna þess að umræðan sé leiðinleg og tilgangslaus.  Það er því auðveldasta leiðin út úr vandamálum að samþykkja strax framkomnar tillögur til þess að komast hjá leiðinlegum og tilgangslausum umræðum. 

Á að afsala sér fiskimiðunum til ESB vegna þess hve umræðan um annað er leiðinleg og tilgangslaus?

Er ekki leiðinlegt og tilgangslaust að hafa svona fulltrúa á þingi?

mbl.is Þingið endurnýi umboð til ESB-umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum Hollendinga og Breta um að sækja....

....þessa fjármuni í rétta vasa.  Það vita þeir sem kafað hafa ofan í alla samninga ESB, að Íslensku þjóðinni kemur þetta ekkert við. 

Hollendingar og Bretar vita það einnig, að dómstólaleiðin er ekki fær og hafa því staðið á hljóðunum og reynt að hræða íslendinga að samningaborðinu, sem tókst næstum því.  Hnakkahárin risu á Stengrími og Jóhanna eins og úfin hæna í vindi, bæði skjálfandi á beinunum.  En sem betur fer tók forsetinn og þjóðin í taumana og gerðu hjúin heimaskítsmát, sem nú eru sammála um að þetta sé ekki lengur forgangsmál.

En ef þetta hefði nú verið eina ruglið á stjórnarheimilinu, þá værum við nú í þokkalega góðum málum.
mbl.is Ekki sami þrýstingur á lausn Icesave og áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennileg staða innan VG.....

....að minnihlutinn á þeim bæ, skuli vera þau, sem vilja vinna eftir samþykktum flokksins og kosningaloforðum.
mbl.is Enn tekist á hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrátt fyrir ríkisstjórnina....

....er eitthvað þokast í rétta átt.  Hvað þá ef tekið hefði verið á.  Velferðastjórn  VG og Samfylkingarinnar tekst þó ekki á við stóru málin, skera niður utanríkissukkið, draga til baka ESB umsóknina og koma hjólum atvinnulífsins af stað.

Ef eitthvað mundi gerast í þessum geirum, þyrfti ekki að ráðast á og leggja niður kvennastörf í heilbrigðisgeiranum á landsbyggðinni.


mbl.is Lítið samráð við hagsmunaaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þörf fyrir svona mikla háskólamenntun?

Á þessum niðurskurðartímum er ekki annað  hægt en að velta því fyrir sér.  Höfum við svona mikla þörf fyir háskólamenntun?  Auðvitað er gaman og fallegt að geta slegið sér á brjóst og sagt: “Við Íslendingar erum svo vel gerðir, fallegir og vel menntaðir”.

En segir það allt.  Er þetta ekki bara sama minimáttarkenndin og er enn og aftur að rugla okkur í ríminu og kristallast í efrirfarandi setningu: “How do you like Iceland?  Við eru svo góðir, -sérstaklega í handbolta.  Allir vita þó að í heiminum eru ansi fáir sem spila handbolta, þess vegna erum við svo rosalega góðir og þar erum við á “heimavelli”.

- Hvernig væri að staldra aðeins við og skoða menntunina á Íslandi?
- Væri ekki rétt að fara að skilgreina þörfina fyrir háskólamenntað fólk?
- Er orðin offramleiðsla í þessum geira?
- Er verið að mennta fólk á réttan hátt?
- Hvers vegna flytja svo margir utan, sem lokið hafa langskólanámi?
- Hvernig er hlúð að þeim sem ljúka námi, annarra en þeirra sem skammta sér launin?
- Hvernig er með lækna og hjúkrunarfólk?
- Afhverju er niðurskurður í heilbrigðisgeiranum á sama tíma og verið er að mennta fleiri?
- Af hverju er þetta fólka að flytja utan í stórum stíl?
- Er ekki eitthvað að skólakerfinu og skipulaginu, þegar við menntum unga fólkið úr landi?
- Íslendingar eru um 318 þúsund, þurfum við tug háskóla?
- Væri ekki nær að stýra námsmönnum inn á aðrar brautir sem menntunin nýtist betur?

Nú er kreppa og nú þarf að herða sultarólina og velta við öllum steinum, eins og sagt er.  Raunin er hinsvegar sú, að það má aðeins velta við sumum steinum, þá helst hjá þeim sem ekki geta með góðu móti varið sig, eins og aldraðir, öryrkjar og sjúkir.

Nú bera Vinstri Grænir ábyrgð á skólakerfinu.  Nú er komið að þeim að skera niður og hagræða þar einnig.  Þar þarf að hagræða þannig, að framleiðslan verði ekki umfram eftirspurn.  Nýta fjarmunina okkar skynsamlega.

Magn, gæði og þörf verða hér að haldast í hendur.


mbl.is HÍ þarf að hafa meira eftirlit með Raunvísindastofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Semsagt. Hundur í óskilum er í vanskilum....

...við Þjóleikhúsið.   Hann eru greinilega illa vaxinn til þess að vera sleðahundur, þó fjórfættur sé (2+2). Crying
mbl.is Hundur í óskilum veðurtepptur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta sýnir svart á hvítu.....

.....hve miklu meiri þörf er á að rjúfa vetrareinangrun á Austfjörðum en að fara í gæluverkefni undir Vaðlaheiðina.
mbl.is Fjarðarheiði ófær í tvo daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir hvað tekur ríkið 110 kr af hverjum eldsneytislítra?

Mörður og aðrir þingmenn verða að fara að temja sér meiri sjálfstjórn og aga í fjármálum ríkisins. 

Þeir fjármunir sem nú þegar eru innheimtir af eldsneyti, voru á sínum tíma eyrnamerktir til vegamála.  Þar af leiðandi er út í hött að leggja veggjöld á á Íslandi, því eitthvað  kostar það að halda úti innheimtukerfi til að halda utan um það.  Þetta mundi einnig flokkast undir tvísköttun og mismunun þegnanna.

Sagan segir okkur jafnframt að engin trygging er fyrir því að fjármunirnir skili sér allir í samgöngugeirann með þessari aðferð í innheimtu, hvað sem loforðum um annað líður.  Til þess eru þingmenn og ráðherrar, - of veikgeðja og óstabílir í vinnubrögðum.

Hins vegar þarf nýja hugsun í bíla og önnur faratæki, sem nýta vegakerfið, en nota aðra orkugjafa en bensín og olíu.  Þar kemur GPS vöktun sterk inn.


mbl.is Hugsa þarf veggjöld upp á nýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband