Fyrir hvað tekur ríkið 110 kr af hverjum eldsneytislítra?

Mörður og aðrir þingmenn verða að fara að temja sér meiri sjálfstjórn og aga í fjármálum ríkisins. 

Þeir fjármunir sem nú þegar eru innheimtir af eldsneyti, voru á sínum tíma eyrnamerktir til vegamála.  Þar af leiðandi er út í hött að leggja veggjöld á á Íslandi, því eitthvað  kostar það að halda úti innheimtukerfi til að halda utan um það.  Þetta mundi einnig flokkast undir tvísköttun og mismunun þegnanna.

Sagan segir okkur jafnframt að engin trygging er fyrir því að fjármunirnir skili sér allir í samgöngugeirann með þessari aðferð í innheimtu, hvað sem loforðum um annað líður.  Til þess eru þingmenn og ráðherrar, - of veikgeðja og óstabílir í vinnubrögðum.

Hins vegar þarf nýja hugsun í bíla og önnur faratæki, sem nýta vegakerfið, en nota aðra orkugjafa en bensín og olíu.  Þar kemur GPS vöktun sterk inn.


mbl.is Hugsa þarf veggjöld upp á nýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kemur ekki til greina að setja GPS tæki í hvern bíl.Það mun ekki líða á löngu þar til að fleiri aðilar vilja komast inn í kerfið og fylgjast með ferðum okkar.Fyrr flyt ég af landi brott enn að fá svona tæki í bílinn minn

sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 10:58

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sigurbjörn:  Þakka fyrir innlitið.  GPS tæknin gæti orðið að "alheimsfaraldri" og þá verður þér hvergi vært.   

Benedikt V. Warén, 7.1.2011 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband