Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Stækkun sveitarfélaga, gæfa eða.....?

Nú er að herðast umræðan um sameiningu sveitarfélaga og hér eystra tala menn fyrir því að sameina allt Austurland í eitt sveitarfélag.  Ekki hef ég myndað mér skoðun um þessa samþykkt SSA, en vissulega er hún blendin. 

Með stækkun sveitarfélaga hverfa beinu samskiptin við yfirstjórnina, boðleiðir lengjast og persónuleg samskipi þoka fyrir skrifræði og þunglamalegu kerfi skriffinna.  Þeir þurfa sitt fóður i formi A4, til þess að hafa allt skjalfest til að tryggja rekjanleikann m.a. til að hægt sé að senda reikning á rétta staði fyrir veitta þjónustu.

Stækkun sveitarfélaga gerir þeim hins vegar kleyft að taka til sín stærri bita af þeirri þjónustu sem ríkið innir nú af hendi.  Allir skólar, heilsugæslan og vegagerð gæti færst frá ríki til bæjar, svo eitthvað sé nefnt.  Tekjustofnar þurfa að fylgja með í kaupunum.

Nýtt fyrirkomulag í innheimtu skatta gæti litið dagsins ljós.  Það væri mjög viðeigandi að það væri á herðum sveitarfélaga að innheimtu alla skatta sem verða til í viðkomandi sveitarfélagi.  Síðan væri greitt í sameiginlegan sjóð, ríkissjóð, eftir höfðatölu og öll sveitarfélög sömu krónutölu, t.d. 2-300.000 kall á haus pr. ár. Þá gilti einu hvort um ungabarn, ungling eða öryrkja væri að ræða, sama krónutala fyrir hvern og einn.  Sama gilti um fullvinnandi einstakling og eftirlaunaþega. 

Með þeim fjármunum sem rynnu í ríkisjötuna, væri ríkið rekið.  Sveitarfélögin ynnu síðan með sína fjármunina og tækju að sér fleiri verkefni.  Þá bæri úr sögunni sú píslaganga sveitarstjórnarmanna að á hverju ári að fara bónleið til búðar, til að reyna að skrapa sama eitthvað fé frá ríkisvaldinu í nauðsynlegan rekstur og framkvæmdir.  

Annað mál, þessu tengt.  Er t.d. sanngjarnt að Flugfélag Íslands greiði nær alla skatta og skyldur af starfsemi sinni og sinna starfsmanna til Reykjavíkur, af tekjum sem verða bróðurpart til vegna þjónustu sem landsbyggðamenn borga í þjónustugjöld og skatta. 

Sama gildir um þau fyrirtæki sem sinna nær eingöngu þjónustu við landsbyggðina, hafa tekjur sínar þar, en hafa hingað til greitt skatta sína af framlegðinni í Reykjavík.  Virðisaukaskatturinn er greiddur af kaupanda vöru, sem leggst ofan á flutninginn og hækka aðföng og vöruverð verulega.  Þeir fjármunir fara inn í hítina og er ráðstafað af stjórnsýslunni, sem er staðsett í Reykjavík.  Hingað til hafa landsbyggðarmennirnir þurft að "væla" út peninga út úr sömu stjórnsýslunni sem skammtar sér fjármuni, sem koma m.a. af landsbyggðinni.   

Þessu þarf að breyta með breyttu fyrirkomulagi sveitarfélaga. 

Annars er betra heima setið en af stað farið.

Hvað með Jóhönnu og Steingrím....

...eru þau ekki að reyna að hjálpa Gordon Brown úr klemmunni á kostnað okkar, skattborgaranna á Íslandi.  Eiga þau ekki þakkir skildar hjá hollendingum og bretum??  Þau eru að reyna að útdeila fjármunum okkar, sem tókum ekki þátt í hrunadansinum í kringum góðærið.  Okkur sem stigum varlega til jarðar í fjárfestingum og nýjasti bíllinn á heimilinu er að komast á fermingaaldurinn.

Hvers eigum við að gjalda?

 


mbl.is Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að gera eitthvað annað. Taka tvö.

Ennþá er tönglast á því að það sé hægt að gera "eitthvað annað" á landsbyggðinni.  Er ekki hægt að tala þar um bókstafstrú?  Er það ekki bókstafstrú að vera á móti allri atvinnuuppbyggingu í stóriðju- og orkugeiranum??

Ég fór á Eskifjörð í gær, - sem oftar.  Rifjaði þá upp þau fyrirtæki með konu minni, sem þar voru til staðar á árunum 1960 – 1980 og fékk síðan aðstoð frænda hennar til að fylla frekar inn í þessa upptalningu.

Þetta er ekki vísindaleg úttekt, aðeins til að gefa mynd af þróuninni.  Flest þessara fyrirtækja eru horfin, fá eru rekin í annarri mynd og í einstaka tilfelli hafa önnur tekið við og svipuð starfsemi stunduð áfram.  Það breytir hins vegar ekki því, mörg störf eru horfin úr byggðalaginu og ljóst af þessu, að það er erfitt að vera sjálfs síns herra á Íslandi í dag.

Á Eskifirði voru rekin í "den":

Bío Valhöll - Góa-sjoppan - Verslun Ella Guðna - Pöntunarfélag Eskfirðinga - Vélsmiðja Kalla Sím. - Hraðfrystihús Eskifjarðar - Síldarmjölsverksmiðja ríkisins - Hótel Eskja - Kaupfélag Eskifjarðar - Steinaverksmiðja Halldórs og Þorvaldar - Steina- og rörasteypa Lúters Guðnasonar - Sáturhús - Fiskverkunin Eljan - Trésmiðjaverkstæði Ragnars Björnssonar - Trésmiðjaverkstæði Guðna Jónssonar - Netaverkstæði Jóhanns Klausen - Nýlenduvöruverslun Árna Jónsson - Verslun Margrétar Guðmundsdóttur - Ljósmyndastofa Vilbergs Guðnasonar - Bakarí Hlöðvers Jónsson - Sjoppa Eiríks Ólafssonar - Rafeindaþjónusta Arnþórs Ásgrímssonar - Fiskverkunin Friðþjófur - Harðfiskverkun Bóasar Emilssonar - Síldarsöltunarstöðvarnar Sæberg, Eyri, Auðbjörg, Askja og Friðþjófur - Bifreiðaeftirlit ríkisins

Slíka upptalningu er að finna frá flestum stöðum úti á landi, þar sem fjármunir staðanna hafa flotið til höfuðborgarinnar og síðan hefur þurft með töngum að slíta smáræði til baka fyrir brýnustu nauðsynjum. 

Svo á að bjarga hlutunum við að "gera eitthvað annað" og þeir Vinstri Grænu (Alþýubandalagsmenn) eru hvað iðnastir við kolann.

Sjáið t.d. nýjasta útspil hjá Kammerat Ögmundi.  Ekki króna til í ríkiskassanum til að reka sjúkrastofnanir landsins.  Lausnin??  Að fara í milljarða sjúkrahúsbyggingu í höfuðborginni!?!? 

Er þá allt í einu ódýrara að reka auralaust heilsubatteríið??  Hvernig er hægt að reka margfalt stærri sjúkraþjónustu, þegar það er ekki hægt nú, með langt um minna umfang??  Á ef til vill að loka öllum heilsugæsltstöðvum og sjúkrahúsum á landsbyggðinni??  Er þetta það sem vantar einmitt nú, mitt í allri kreppunni??

Ég segi nú bara, það er ef til vill ekki nauðsynlegt að vera bjálfi til að vera Vinstri Grænn sérfræðingur, - en það greinilega hjálpar.


Er það ekki óþarfa tilætlunarsemi??

Það er nú bara frekja af okkur sem sem borgum brúsann, að verða upplýst um gang mála hjá ríkisstjórninni og ráðherrum.  Shocking

Hvernig væri t.d. að ráðherra Möller upplýsti um hvað breytingarnar á Akureyrarflugvelli kostuðu, úr hvaða verkefnum þeir fjármunir voru fengnir og hver varð síðan ávinningurinn?
mbl.is Auka upplýsingaskyldu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegur um Öxi.....

....er nú í sjónmáli.  Nokkrir íbúar í Fjarðabyggð hafa séð ástæðu til að agnúast út í þá framkvæmd, sem er afar sérkennilegt, svo ekki sé meira sagt.  Þetta er dæmi um okkar ágæta hrepparíg, sem hefur valdið því að þessi fjórðungur hefur oft dregist aftur úr vegna ýmissa mála sem þarf að vinna á fjórðungsvísu.

Dæmi úr bloggi Eiðs Ragnarssonar:
¨En það er nú svolítið einkennilegt að á sama tíma og það er nauðsynlegt að rjúfa vetrareinangrun norður um þá á að smíða þröskuld suður um (Öxi).  Ef menn ættu að vera sjálfum sér samkvæmir þá ætti ekkert að koma til greina nema jarðgöng þar undir (eða nálæg fjöll) því að þar er vegurinn í sömu hæð og á Fjarðarheiði og jafnlangur, og þar er tvíbreiður malbikaður vegur."

Eiður á sér nokkra skoðanabræður og systur í Fjarðabyggð.  Þeir sjá "þröskuld" í bættum samgöngum.  Hvernig má það vera?  Þetta er ekki í fyrsta, né síðasta sinn sem Eiður tjáir sig gegn endurbótum á Öxi, en til að svara honum, þá eru flestar reglur með undantekningum.  Þannig er það í málfræðinni og þannig er það einnig í sjálfu lífinu.  Einstaklingar fæðast, sem eru öðru vísi en fólk er flest á einn eða annan hátt.  Þeir eru ekkert verri fyrir það.

Öxi er ein af þessum undantekningum, sem Fjarðarbúar geta ekki með nokkru móti skilið að eigi rétt á sér.  Þessi framkvæmd er veruleg samgöngubót fyrir íbúa á Djúpavogi og styttir einnig alla aðdrætti til Héraðs.  Jarðgöng eru ekki á dagskrá núna, eins og margir vita, hvað síðar kanna verða er erfitt um að spá.  Í þessu tilfelli er besti kosturinn ekki í boði og þá er betra að fá þann næstbesta en engann, í von um að sá besti reki á fjörurnar fyrr en varir.

Það sem heldur vöku fyrir Fjarðabúum er það, að með Axarvegi verði það sannað svo ekki verði um það villst, að hann sé fullkomlega ásættanlegur og með aukinni umferð um Öxi verði farið að hugsa alvarlega að gangagerð undir hana. 

Það er tilhugsun sem setur verulegan hroll í skipaða og sjálfskipaða fulltrúa Fjarðabyggðar.

180° í hagstjórn.

Hvernig stendur á því, að einstaklingar sem velja að fara í hagfræði hafa svona mismunandi sýn á sama verkefni?

Þetta eru einstaklingar sem eru að læra sömu fræðin, með sömu kennslugögnin, í sama háskólanum, og með sömu kennarana.  Hvað er að klikka?  Er það Háskóli Íslands?  Eru það þeir sem fara í framhaldsnám erlendis? Eru erlendu háskólarnir að klikka?

Þegar kreppan reið yfir 1930 gerðu menn "bara eitthvað" til að reyna að bjarga sér.  Það var von, þessi staða hafði aldrei komið upp áður.  Að kreppu lokinni var kafað inn í öll skúmaskot, málin krufin til mergjar allt kannað.  Niðurstaðan?  Þessi staða getur aldrei komið upp aftur, vegna þess að nú vita hagfræðingar hvað á að gera til að forðast að sagan endurtaki sig. 

Hvað gerðist?  Kreppa 2007.  Hagfræðingar búnir að stýra fjármálaheiminum meira og minna síðan 1930.  Öll viskan var í hagfræðinunum til að byggja upp fjármálaheiminn og varast kollsteypur.  Hver er svo raunin?  Við erum nánast í sömu sporum og í kreppunni miklu 1930.

Niðurstaða:  Við höfum ekkert við hagfræðinga að gera, - leggjum niður störf þeirra og notum peningana í eitthvað annað og þarfara. 

Er þetta ekki réttmæt ályktun??

 


mbl.is Már: Þess vænst að verðbólga hjaðni ört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já....var það ekki.....

....enn skal haldið á sömu braut.  Til hvers var Samfylkingin að koma D.Odds út, þegar enn eru notuð sömu gömlu meðölin??

Erkki alltíílææiii....???


mbl.is Stýrivextir áfram 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að gera eitthvað annað....

... það er ekki  málið,  - bara hvað. 

Það er hægt að setja þetta inn í einfalda jöfnu:....... framleiða vöru + (plús) hver vill kaupa / (deilt með) hver ætlar að borga = (samasem) ávinningur af verkefninu. 

Að þessu gefnu er ekkert að vanbúnaði að hefnast handa.  Vandamálið er hins vegar oftast, - það vantar a.m.k. eitt atriði inn í þessa jöfnu.

Ábyrg stjórnmálaöfl láta ekki taka sig aftur og aftur í bólinu með að gera "eitthvað annað" og láta þar við sitja.  Þessi öfl koma ekki með neinar hugmyndir, hvað þá útreikninga og allra síst með fjármuni inn i verkefnið.  Það er gott að gaspra, verst hvað það gengur lengi inn í trúgjarnar kosningasálir.

Eins og sagt er í lok jarðvistar......: Af moldu ertu kominn. Að moldu skaltu aftur verða.  Af moldu skalt þú aftur upp rísa.........

........er hægt að segja þetta frjálslega yfirfært inn í samtímann: Tími uppbygga er liðinn. Tími hrunsins er að baki, tími framkvæmda er upp runninn.


mbl.is Góður fundur um Bakkaálver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að gera eitthvað annað.

Fólkið á Austurlandi hefur mátt þola það um langt skeið, að það sé hægt “að gera eitthvað annað” en að virkja og byggja álver.  Margar lausnir hafa litið dagsins ljós, sem eru misgáfulegar eins og gengur.  Verst er þegar verið er að væna austfirðinga um úrræðaleysi og skort á hugmyndum og að þeir einblíni á “stórar” lausnir.  

Málið er ekki svona einfalt.  Fólk á Austurlandi var og er víða að gera "eitthvað annað" og það löngu áður en ákvörðun var tekin um virkjanir og stóriðju.  Á Vopnafirði er fínt byggðasafn og þar reyndu menn einnig fyrir sér í fiski- og loðdýrarækt.  Á Borgarfirði var Álfasteinn og gönguferðir með leiðsögn um víknaslóð og aðgengi í Hafnarhólmann til að sjá lunda og annan sjófugl í návígi.

Á Héraði reyndi sómamaðurinn Svenni frá Hafursá að koma á ferðum inn á jökul með snjóbílnum Tanna, og margir minnast þeirra daga með sælubros á vör, þó þeir hafi á stundum komist í hann krappann. 

Á Héraði var einnig rekin Skóverksmiðjan Agila og Prjónastofan Dyngja.  Miðás innréttingaverksmiðja er á Egilsstöðum og hygg ég sú stærsta á Íslandi.  Byggingafélagið Brúnás var rekið hér í mörg ár og framleiddi m.a. steyptar húseiningar. Hér er vagga bændaskóganna og mikið starf unnið í meira en eitt hundrað ár við friðun og uppgræðslu skóga. 

Hótel hafa verið byggð og rekstur þeirra oftast í járnum, en nokkuð góður síðustu ár.  Íslendingar hafa takið sér nýjan lífsstíl og ferðast nú út og suður á sínum eigin farartækjum og þá helst á milli Bónusverslananna.  Þetta eru svokallaðar Bónus-ferðir fjölskyldunnar.  Lítið er verslað á veitingastöðum af sömu ástæðu og þegar slæmt sumar bætist við, eins og verið hefur á Austurlandi undanfarin ár, eru íslenskir ferðamenn sjaldséð dýrategund á svæðinu.  Hvernig getur sami hópurinn þá ítrekað lagt til að leggja meira fé í ferðageirann á Austurlandi??

Farþegaskip á Lagarfljóti er með hallarekstur ár eftir ár. Þeir sem ferðast um landið hafa ekki efni á því að taka sér far með skipinu, skuldabyrðin er að sliga allar fjölskyldur í landinu og nú þarf að spara sem aldrei fyrr.  Enn merkilegra er það, að sá þjóðfélagshópur sem hvað háværast hefur sett sig upp á móti framkvæmdum hér eystra, hefur sniðgengið að mestu þessa nýju þjónustu í ferðageiranum, en það voru leiðsögumenn.  Flestir þeirra gerðir út frá Reykjavík.  Hvers vegna??

Frekari lenging flugvallarins á Egilsstöðum útheimti þrotlausa vinnu við að sannfæra sveitarstjórnar-, útgerðarmenn og þá sem vinna í ferðageiranum um möguleikana.  Sú vinna var hrópuð í hel af mönnum í Eyjafirði, enda samfylkingaráðherrann með næmari heyrn þar sem fleiri atkvæði voru til húsa og kórinn stærri og háværari.  Þar fór það gæluverkefni ráðherrans þvert á sérfræðingavinnu sem áður hafði verið unnin.  Þar þótti Egilsstaðaflugvöllur koma best út og ætti því að leggja meira í að lengja hann.  Annar flugvöllur var pólitískt betur til þess fallinn að skila atkvæðum í hatt samgönguráðherra.  Þá vantaði ekki fjármuni til verkefnisins.

Á Seyðisfirði hefur verið byggt á forni frægð.  Smátt og smátt er verið að gera upp gömlu húsin þar og allskonar viðburðir hafa séð dagsins ljós, og er Alla Borgþórs fremst meðal jafningja á að koma ýmsum atburðum á "koppinn".   Norræna hefur gengið í tugi ára, og fyrst nú virðast þær raddir vera að fjara út, sem vilja skipið á Þorlákshöfn, vegna þess að það er svo hrikalega langt austur á land (661km suðurland og um Öxi).  Sérstaklega er þetta langt fyrir fólk á eigin bílum sem stefnir á að keyra u.m.b. 3000km í sumarfríinu sínu erlendis.

Fín söfn er að finna á Austurlandi, tækniminjasafn, stríðsminjasafn, sjóminjasöfn, náttúrugripasöfn, steinasöfn, byggðasöfn, svo fátt eitt sé upp talið.  Þetta eru verkefni nokkurra undangenginna ára og kemur virkjunum og álveri ekkert við.  Fín skíðaaðstaða er í Stafdað og í Oddskarði.

Svona er lengi hægt að telja, en því miður eru mörg þeirra fyrirtækja horfin, sem ég nefndi hér að framan og voru að gera "eitthvað annað" og önnur sem ekki voru hér nefnd.

Að þessu skráðu, skal það fúslega játað, að ég verð alltaf jafn dapur og gramur við það að lesa greinar og pistla, þar sem gefið er ítrekað í skin að það eina sem austfirðingar séu færir um að hugsa og taka þátt í, - sé virkjun og stóriðja.  Þetta er ekki bara rangt, þetta ber þess einnig berlega vitni að sá sem setur slíkt á þrykk er annað hvort illa að sér í málefninu, eða er hliðra sannleikanum. 

Hvortveggja er slæmt, - mjög slæmt. 


Hver á að borga brúsann vinur?

Þegar sjóðurinn er tómur, er hann væntanlega tómur og þá þarf að grípa til annara ráða.  Núna er ríkiskassinn einnig galtómur, svo það eru úr vöndu að ráða.

Hvar lumar Árni Páll á peningum?

mbl.is Ríkið komi til móts við sjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband