Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Trúarbrögð leiða ekki til óhæfuverka.....

....heldur er það hvernig manninum tekst að mis- eða oftúlka það sem í ritningunni stendur. 

Þannig má fara í gegnum öll trúarbrögðin og finna í þeim festum, að menn seilast ansi langt til að aðlaga ritað mál að sinni eigin sannfæringu og túlkun.   Það gera þeir til að geta framkvæmt það þeim hugnast best og vitna þá í "ritúalið" til að sannfæara almenning um gjörninginn og réttlæta sig í þeirra augum, - sama hversu mikið það er á skjön við almenna skynsemi. 

Hugleiðing í visi.is þar sem Þorkell Sigurlaugsson veltir upp mismunandi "trúarbrögðum" í Svartbók kommúnismans sem Hannes Hólmsteinn Gissurarsonar færði í Íslenskt letur og Hvítu Bókina eftir Einar Má Guðmundsson, umfjöllun sem er allra athygli verð. 

Ekki ætla ég að kafa í innihald þeirra bóka, þar sem ég hef hvoruga lesið. 

Grípum aðeins niður í það sem Þorkell ritar er hann fjallar um Svartbókina ".... lýsir því vel hvers konar hörmungar kommúnisminn leiddi yfir margar þjóðir heims þar sem tugmilljónir manna voru drepnir. Það var orðið tímabært að þýða þessa bók sem nokkrir franskir fræðimenn skrifuðu og kom út árið 1997. Þakka ber Hannesi fyrir það framtak. Það er undarlegt, þegar maður kynnir sér þetta betur, hve margir hafa verið ófeimnir við að játast undir trú kommúnismans og viðurkenna stuðning við hann, en nánast enginn vill láta stimpla sig sem nasista. " 

Þarna erum við sammála um að pólitík er í sjálfu sér trú "...játast undir trú kommúnismans..." 

Síðan fjallar hann um Hvítbókina á eftirfarandi hátt "....fjallar um atburði sem standa okkur nær þar sem reynt er að gera kapítalismann eða frjálshyggjuna að holdgervingi alls hins illa í stjórnmálum og efnahagsmálum. Afar vel skrifuð bók og skemmtileg, en efnahagshrunið er ekki kapítalismanum að kenna. Efnahagshrunið er fífldirfsku örfárra manna að kenna, eftirlitsleysi eftirlitsstofnana og sofandahætti og ráðleysi stjórnvalda." 

 Dálítið merkilega að orði komist, þar sem báðar stefnurnar eiga fullt erindi til fólks, en það sem klikkar í báðum tilfellum, - er mannleigi þátturinn. 

Í öllum trúarbrögðum og þar á meðal kommúnismanum og kapitalismanum,  gleymist að græðgin, valdnýðslan og spillingin er eitthvað sem ekki er hægt að henda reiður á í uppskrift að góðum útfærslum, sama hversu góð trúarbrögðin annars eru. 

Velti því fyrir mér, hvort Þorkell sé eitthvað "litaður" í sinni, annars ágætu umfjöllun, sem má lesa í heild sinni á:http://visir.is/article/20090919/SKODANIR/158309763/-1

Betur að svona væri tekið á öðrum málum skyldum....

...t.d. þegar einstaklingar eru verið að spæna upp flugvelli landsmanna.  Ekki finnst því fólki það vera tiltökumal að nota þau mannvirki sem skeiðvelli, hlaupabrautir og/eða spyrnusvæði bíla og vélhjóla. 

Flugvellir eru þeir staðir sem oft eru notaðir til að koma sjúkum og slösuðum á sjúkrahús.  Stundum eru þeir svo illa farnir, útspólaðir og traðkaðir eftir hestamenn, að þeir eru óbrúklegir fyrir flugvélar sem ekki eru á "túttum".

Flugvöllur eins og t.d. á Norðfirði er oft þéttsetinn "trimmurum" sem ekki telja heppilegt að nota til þess gerð mannvirki til útvistar en velja heldur flugbrautir til þeirra iðkana.  Þessir "útigangsmenn" skemma að visu ekki brautir, en oft hefur maður þurft að hætta við lendingu á Norðfirði og Djúpavogi, vegna gangandi eða akandi umferðar á brautinni. Þannig er einnig um marga flugvelli á Íslandi, sem ekki eru daglega vaktaðir. 

Einkennilegt er að ekki skuli takast að fá fólk með fullu viti til að virða þessi mannvirki og umgangast þau sem slík og skilja það, - að flug hefur þar allan forgang.

mbl.is Sakfelldir fyrir spjöll á golfvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta ekki Kárahnjúkarnir???

Hvað segja "sérfræðingar" hálendisins um það??
mbl.is Mikið moldrok á Fljótsdalshéraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moldrok á Héraði eins og menn spáðu....

....að yrði vegna framkvæmdanna við Kárahnjúkana.  Hér bryðja menn sand og skyggnið er ekki mikið, enda vestanáttin nokkuð stíf.  Svona fer fyrir okkur hér, þegar við hlustum ekki á sérfræðingana fyrir sunnan (SAS), sem vilja okkur vel og hafa miklar áhyggjur af afkomu okkar, heilsufari og mannlífinu yfirleitt.  Halo

Hins vegar verð ég að hryggja spámenn þessa lands með því, að þetta hefur verið viðvarandi vandamál í manna minnum og kemur okkur Héraðsbúum ekkert sérlega á óvart.  Næstum árlega höfum við mátt þola þetta, mismikið ryk sem hefur staðið í einn til tvo daga í senn. Cool

Hvað veldur?  Kárahnjúkalónið fullt.  Varla rýkur úr því, - rennblautu.  Er þetta bara ekki eins og venjulega, leirinn af bökkum Jökulsár á Fjöllum og svæðinu sunnan við Öskju?  Það er einmitt málið, kemur Kárahnjúkavirkjun hreint ekkert við. 

Sorry
!! Grin

Lesa meira á: http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/371964/

 


Nú verður Ögmundur.......

....að fara að taka á stóra sínum.  Þá á ég ekki við munninn á honum, sem var mjög virkur í sölum Alþingis, -sem stjórnarandstæðingur.

Nú hefur maðurinn tækifæri að sanna það, að hann sé fulltrúi minnimátta í samfélaginu, sem hann hefur alltaf borið fyrir brjósti, - að eigin sögn.

 


mbl.is Hefur áhyggjur af stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðgöng á Austurlandi, - framhald.

Nú eru göngin milli Reyðar- og Fáskrúðsfjarðar komin í gagnið og einnig göngin undir Almannaskarð. Þau hafa bæði sannað ágæti sitt.  Það er því löngu  tímabært að fara að vinna að fullum þunga við undirbúning að jarðgöngum milli Héraðs ogl Vopnafjarðar og hefja þær framkvæmdir sem fyrst. 

Svæðið, sem nyti góðs af þessari framkvæmd, nær frá Þórshöfn og því er mjög brýnt að fara í þetta verkefni til að rjúfa vetrareinangrun íbúa þess bæjar ásamt íbúum Bakkafjarðar og Vopnafjarðar. Það kann að vera að einhver önnur göng hér eystra hafi örlítið betri arðsemi, en á það ber að líta, að ítrekað hefur verið ályktað m.a. hjá SSA, um að rjúfa vetrareinangrun norðan Smjörvatnsheiðar.

Umrætt svæði er í ríkara mæli að uppgötva kostina við að sækja aðföng og þjónustu á Mið-Austurland.  Fyrir íbúa norðan Smjörvatnsheiðarinnar opnaðist betur gáttin suður um,  við endurbæturnar á Hellisheiðinni. Það er landfræðilega styttra frá Þórshöfn til Egilsstaða en frá Þórshöfn til Akureyrar, bæði hvað varðar beina loftlínu og eftir vegakerfinu.

Samkvæmt gögnum Vegagerðarinnar eru 163 km frá Þórshöfn til Egilsstaða á meðan það eru 231 km frá Þórshöfn til Akureyrar miðað við að fara Vaðlaheiði og Öxarfjarðaheiði. Þar munar 68 km aðra leiðina.  Verið er að byggja nýjan veg örlítið norðar á Melrakkanesinu, hann liggur lægra í landslaginu, en gerir styttinguna minni.  Valdi leiðina um Vaðlaheiðina vegna væntanlegra jarðgangna undir hana.  Einhverjar frakari styttingar eru mögulegar, en það gildir einnig um leiðina frá Þórshöfn til Egilsstaða. Loftlínan frá Þórshöfn til Akureyrar er um 139 km á meðan hún er um 112 km til Egilsstaða. Hér munar um 27 km aðra leiðina. Það er þar með ljóst, að þetta svæði hefur meiri samleið með Mið-Austurlandi, en Akureyri.

Nú er spurningin hvort núverandi samgönguráðherra hafi pólitískt þrek til að slíta sig frá framkvæmdaloforðum sínum í Eyjafirði og fara að líta á aðra staði í kjördæmi sínu.  

Þar býr líka fólk, sem er með kosningarétt.


Lýst er eftir skjaldborg Samfylkingarinnar og VG

Ég man ekki betur en að árið 1983 hafi launavísitalan verið tekin úr sambandi en lánskjaravísitalan ekki.  Þetta þótti rétt á þessum tíma, en almenningi blæddi sem nú.



Það að sjálfsögðu orsakaði það að öll lán ruku upp úr öllu valdi en launin stóðu í stað.  Þetta varð svo til þass að fæstir gátu staðið í skilum. Þá eins og nú, varð lánabyrðin hærri en verðmæti eigna. 



Hvernig væri nú að snúa dæminu við.  Velja viðmiðunar vísitölu á einhverju vitrænu plani og reikna öll lán út frá þeirri tölu næstu ár og vinna sig í gegnum hauginn á þeim forsendum.  Þjóðin á það inni hjá lánastofnunum frá því 1983. 



Síðustu fregnir herma, að nægjanlegt  fé sé í bankakerfinu og því er þar engin neyð.  Er ekki enmitt nú lag að taka raunhæft og skynsamlega á þessu máli.
mbl.is Aðgerða þörf fyrir fyrirtæki og heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er eitthvað frekar hægt að treysta þessu fyrirtæki....

....hver man eftir 2007?   Voru þeir ekki með "allt á hreinu" varðandi ágæti Íslendka fjármálakerfisins þá og áranna þar á undan??

Er eitthvað að marka þetta sérfræðinstóð, - þó þeir séru góðir Exel-töflureikniforritinu??

mbl.is Óbreytt lánshæfiseinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OECD, voru þeir ekki líka ánægðir 2007....

....með hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna og útrásina?? 

Er eitthvað að marka þessa gæja??
mbl.is OECD blandar sér í íslensk stjórnmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit allavega hvern ég kýs ekki aftur!

Það er  þyngra en tárum tekur, að forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson, skuli ekki vera meiri bógur en þetta.  Því miður virðist flokkshollustan æðri land og þjóð.  Samfylkingunni tókst að beygja Steingrím J í girðingalykkju og honum tókst síðan beygja alla flokksmenn sína til hlíðni þ.m.t. Ólaf Ragnar.

Hafi einhver dagur verið verulega dapur í sögu lýðveldisins í seinni tíð, þá er það 2. september 2009.  Forsetinn á ekki lengur minn stuðning vísan. 

Bless Óli.

Kveðja 

 

 


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband