Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Hvar er harði naglinn Steingrímur...

...ætlar hann að láta einhverja útlendinga segja okkur fyrir verkum??  Hvað næst?  Gefa eftir að fá að veiða makríl??  Síðan þorsk, af því að einhverjir væla í útlöndum. 

Hvar er sjálfstæðishetjan nú, - sem ekki vill hokra undir stjórn Evrópu??
mbl.is Vilja stöðva hvalveiðar á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalfundur hjá Flugklúbbnun.

Nú er liðið ár frá síðasta aðalfundi Flugklúbbs Egilsstaða og komið að aðalfundi 2009.  Venjuleg aðalfundastörf eru á dagskrá fundarins, en auk þess verða léttar veitingar og vídeó á eftir og myndir frá starfsemin liðinna ára.

Nánar um málefni klúbbsins má lesa á

www.flugklubbur.bloggar.is

Hélt að það væri höfuðið....

....sem skipti máli, ekki hvernig einstaklingurinn ber sig við að pissa.

Er ég eitthvað að misskilja hlutina???

 


mbl.is Kvartað vegna kynjahlutfalla í stjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er það milli vina....

.....kostaði ekki vonlalus barátta fyrir einum stól í öryggisráðinu næstum milljarð.  Hver barðist fyrir því?  Var það ekki Sjálfstæðisflokkurinn??

Gaman að sjálfstæðismenn skuli allt í einu hafa áhyggjur af ríkiskassanum.  Hefðu betur opnað augun fyrr.  Þá værum við trúlega ekki ekki skuldsett til jafnlengdar inn í framtíðina og öll árin frá landnámsöld.

Verst að kjósendur Sjálfstæðisflokksins skulu ekkert hafa lært.  Það sýnir lítil endurnýjun í væntanlegu þingliði.  Og svo kjósa menn á Austurlandi Tryggva Þór Herbertsson inn í staðinn fyrir Arnbjörgu, mann sem var á kafi í bankabrugginu. 

Þessum flokki er ekki viðbjargandi.


mbl.is Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En loftrýmiseftirlitið.....

.....er það ekki til að verja okkur fyrir allri vá? 

Hvað rústaði þjóðinni?  Hvernig komu loftvarnir í veg fyrir það?  Hver er óvinurinn?  Fyrir hvað erum við að borga, nú síðast danskalofthernum??

Er ég eitthvað að misskilja hlutina?  Crying


mbl.is Engin viðbragðsáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamla bréfaklemman.

Pólitískir uppvakningar hafa aldrei verið í tísku, - allra síst nú þegar kallað er á endurnýjun í öllum flokkum.  Þekkt er að særa upp og framkalla uppvakninga og eru það þá einhverjir aðrir sem gera það,  ekki líkið.  Að særa upp sjálfan sig er einstakt, eins og Jón Baldvin reyndi og greinilega dæmt til að mistakast.

Það er athyglivert þegar einhver reynir að halda stjórnmálaflokki í gíslingu og setja hann í pólitíska klemmu, eins og fyrrverandi flokksformaður var að bera sig eftir.  Nú sér maður að þetta var bara pólitísk bréfaklemma, sem á heima í sömu krúsinni og fóður blíantsnagaranna í Seðlabankanum, sem Jón Baldvin var óþreytandi að minna land og þjóð á, þegar hann var og hét.
mbl.is Jón Baldvin ekki í formannsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Séreignasparnaðurinn.

Fyrir nokkru var hvatt til þess að fólk legði til hliðar fjármagn og sparaði.  Til að hvetja til þessa sparnaðar, var samið við vinnuveitendann að leggja á móti, til að örva menn til verka.  Ég tók ekki þátt í þessu, hef alltaf tekið með fyrirvara svona "padent" lausnum.  Það er í sjálfu sér göfugt markmið að spara, en í þessu tilfelli vantaði eitthvað upp á að hugsunin næði alla leið.

Þetta sama fólk, sem tók þátt í þessum saparnaði, fór nefnilega snúningalaust og keypti sér allskyns glingur og sló út á það lán, jafnvel myntkörfulán.  Það gleymdist nefnilega í góðærinu að nefna það, að það er góður siður að eyða ekki um efni fram.  Þetta er gullvæg regla og ávallt í gildi.

Það kemur mér ekki á óvart að þessi séreignasparnaður skuli ekki veri jafn traust kjölfesta og af var látið í upphafi.  Ekki það að ég hafi séð þetta fyrir, en eitthvað sagði mér þó að þetta væri ekki eins áhugavert og það var kynnt af "sérfræðingastóðinu".

Þar sem ég tók ekki þátt í þessu og fékk þar af leiðandi ekki uppbótina frá vinnuveitendanum, sé ég ekki að ég eigi á nokkurn hátt að taka þátt í því að tryggja þessum einstaklingum það, að séreignasparnaðurinn þeirra haldi sínu verðgildi. 

Það að hrópa á ríkisábyrgð nú, er að sælast í vasa minn og fá mig til að vera þáttakandi í að verja þessa fjármuni hjá þeim sem voru að "gambla" með sitt eigið sparifé.  Ég tók ekki þátt í þessu þá og mótmæli því að vera neyddur til þess nú. 

Ég mótmæli þessu hér með harðlega! 


NÚ FER ALLT UPP Í LOFT....

...eða þannig, - sko. 

Hvað segir flokkseigendafélag íhaldsins við þessu útspili? 

Er Loftur "hreinn sveinn", pólitískt séð????
mbl.is Býður sig fram til formanns Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilbrigð útrás.....

...gangi ykkur allt í haginn félagar.  Maður getur ekki annað en glaðst yfir jákvæðum útrárarfréttum.
mbl.is Útrás fyrir þakklæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrein samstaða það sem hefur vantað.

Ef til vill næst einhver samsataða í þessum málum hér eystra.  Akkilesarhællinn hefur verið samstöðuleysi og skortur á samstarfi við að auglýsa og markaðssetja svæðið.
mbl.is Hreinki orðinn andlit Austurlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband