Moldrok á Héraði eins og menn spáðu....

....að yrði vegna framkvæmdanna við Kárahnjúkana.  Hér bryðja menn sand og skyggnið er ekki mikið, enda vestanáttin nokkuð stíf.  Svona fer fyrir okkur hér, þegar við hlustum ekki á sérfræðingana fyrir sunnan (SAS), sem vilja okkur vel og hafa miklar áhyggjur af afkomu okkar, heilsufari og mannlífinu yfirleitt.  Halo

Hins vegar verð ég að hryggja spámenn þessa lands með því, að þetta hefur verið viðvarandi vandamál í manna minnum og kemur okkur Héraðsbúum ekkert sérlega á óvart.  Næstum árlega höfum við mátt þola þetta, mismikið ryk sem hefur staðið í einn til tvo daga í senn. Cool

Hvað veldur?  Kárahnjúkalónið fullt.  Varla rýkur úr því, - rennblautu.  Er þetta bara ekki eins og venjulega, leirinn af bökkum Jökulsár á Fjöllum og svæðinu sunnan við Öskju?  Það er einmitt málið, kemur Kárahnjúkavirkjun hreint ekkert við. 

Sorry
!! Grin

Lesa meira á: http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/371964/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband