Bréf til Jóns Kristófers Arnarsonar

Af gefnu tilefni og vegna bloggs http://jonarnarson.blog.is/blog/jonarnarson/entry/935471/

Þú getur lokað bloggi þínu á mig og haldið síðan áfram að bulla Jón Kristófer.

Eina sem er súrt í broti, er sú mikla þráhyggja sem þú hefur valið þér að burðast með frá morgni til kvölds. Getur þú ekki fengið eitthvað við þessu handa þér og Mosa vini þínum, til þess að ykkur líði ekki eins illa með velgengnina á Austurlandi. Eftir mínum heimildum er súrál vitameinlaust efni, en gerir vinstri menn þó ávallt vitlausa við það eitt að frétta um það efni í umferð.

Hvað varðar það sem Guðjón Sigþór hefur skrifað um, virðist hann ekki vita baun um hvað málin snúast hér fyrir austan og ætti því að taka sér ferð á hendur og heimsækja svæðið og fá réttar upplýsingar. Ekki hafa leiðsögumenn fram að þessu fjölmennt á Héraðið til að skoða allt sem það hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn.

Nokkrir þeirra eru þó farnir að venja komur sínar að Kárahnjúkum og er það vel. En það er víst svo langt frá Reykjavík og erfitt að ferðast um svæðið þó þeir sömu einstaklingar hafi gríðarlegan áhuga á að ákveða hvað okkur sé fyrir bestu. Sér er nú hver gæskan og forræðishyggjan. Því miður er nokkuð fjölmennur hópur leiðsögumanna, sem halda að það sé einungis þrennt hægt að gera á Héraði og það er sofa, éta og skíta. Vona að Mosi fylli ekki þann flokk.

Aftur að fjölguninni. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni eru þann 1.7.2009 skráðir 12.649 íbúar á Austurlandi, sem er svipað og 1996, en þá voru Austfirðingar 12.680. Taktu eftir því það er svipuð tala á miðju ári 2009 og í árslok 1996. Hugsanlega verður þessi tala hærri þann fyrsta des. nk. við sjáum til.  Árið 2002 voru Austfirðingar 11.758, svo nú erum við 891 fleiri en þá.  Það heitir á mannamáli fjölgun.

Þó að Ómar Ragnarsson geri það, þá er það ekki fagmannlegt að bera saman ár, sem eru sannarlega með íbúatölu langt yfir því sem eðlilegt getur talist, - vegna framkvæmda á svæðinu. Meira segja þú skilur það Jón.

Eitt skaltu einnig vita, Jón, að það er verið að tala um alla Austfirðinga, líka þá sem eru utan áhrifasvæðis Álversins, en það eru einmitt þeir staðir sem eru að missa fólkið frá sér ennþá og dregur niður meðaltalið á öllu Austurlandi.  Að sjálfsögðu er það alvarlegt mál og þarf að finna "eitthvað annað" handa þeim að sýsla við.

Hvernig væri nú að læsir þig til um það sem þú ert að fjalla um áður en þú heldur áfram að fjasa um hlut, sem virðast gjörsamlega út takt við allan raunveruleika. Þessar tölur er hægt að finna á www.hagstofa.is.

Ég get einnig sent þér samdráttarblað sem ég hef gert úr tölulegum upplýsingum frá Hagstofunni. Það getur einfaldað þér að setja hlutina í vitrænt samhengi, Jón. Láttu mig bara fá e-mailið þitt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Þú stafsetur föðurnafnið rangt, ég er Arnarson.

Jón Kristófer Arnarson, 22.8.2009 kl. 23:13

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hafa skal það sem sannara reynist.

Hef reynt að lilfa eftir því.

Jón. Hef hér með leiðrétt færslu sem þú bendir réttilega á, bið forláts.

Benedikt V. Warén, 22.8.2009 kl. 23:40

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er Jón búinn að banna þér að gera athugasemdir á sínu bloggi? Hann hótaði að banna mér það... af mjög sérkennilegum ástæðum sýnist mér.

Að fyrrverandi sveitarstjórnarmaður á Héraðinu skuli bera út óhróður um Austfirðinga er vægast sagt ömurlegt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.8.2009 kl. 14:13

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og svo heldur fólk að það sé að fá áræðanlegar upplýsingar frá fyrstu hendi

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.8.2009 kl. 14:15

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Já Gunnar, ég get ekki skrifað athugasemdir hjá J.K.A, án þess að fara einhverja krókaleiðir við það.  Það er hins vegar enginn vandi, eins og allir vita.  Sá hótunina hjá honum gagnvart þér.  Er þetta heilbrigt??

Sennilega er J. Christ (Jón Kristófer) búinn að búa til sinn eigin söfnuð, þar sem ekki fá aðrir að segja sitt álit á hlutunum.  Hvað veit maður hve marga hann hefur lokað á.    Hann velur sér sína eigin postula og meðreiðarsveina, - jábræður.  Hann var fyrr á árinu í stöðugum deilum við Frjálslynda flokkinn, sem endaði með því að bloggi hans var lokað. Hann er ef til vill líkari V. Putin.

Það er einkennilegt fyrir mann, sem víða stingur niður penna á blogginu og viðrar skoðanir sínar á framkvæmdum á Austurlandi, að líða ekki öðrum að hafa skoðanir, sér í lagi fyrir mann sem hefur lagt pólitík fyrir sig.  Það er nú sérdeilis viðkvæmnin. 

Er hægt að sökkva dýpra í mannlegum samskiptum??

Benedikt V. Warén, 23.8.2009 kl. 17:21

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, það virðist eitthvað að hjá manninum. Í ljósi þessa þá þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hann spreði lygum og óhróðri um Austfirðinga. Sæmilega heilbrigt fólk hlustar ekki á svona þvaður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.8.2009 kl. 17:33

7 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Sælir félagar.  Hver er það nú sem er að bera út óhróður?

Ég hef bara bannað einn aðgang að mínu bloggi og það er Pelli.  Hins vegar varst þú Gunnar kominn í einhvern Pella gír gagnvart einhverjum Óskari og ég hótaði að banna þig ef þú héldir uppteknum hætti.

Og varðandi að bloggi mínu hafi verið lokað, þá gerði ég það sjálfur á sínum tíma, einn og óstuddur án þess að nokkur færi fram á það.  Tók mér bara gott bloggfrí.

Það er svo rangt að ég hafi verið að bera út óhróður um Austfirðinga.  Hitt er annað mál að í aðdraganda álversframkvæmda þá var beitt ýmsum fúlum trixum og óhróðri en það voru ekkert endilega Austfirðingar sem stóðu í því.  Og þó svo sumir þeirra hafi gert það þá er það ekki áfellisdómur á alla Austfirðinga. 

Ps.  Ég ætla að leyfa mér að hafa Pella bannaðann á mínu bloggi áfram.  Það er bara af því að hann er dónalegur ruddi og ég nenni ekki láta hann draga umræður niður á svona lágt plan.

Jón Kristófer Arnarson, 23.8.2009 kl. 19:59

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þetta sýnir bara í hverslags geðshræringu Jón Kristófer er, að loka mig úti af síðunni sinni vegna einhvers sem ég bloggaði á síðu annars.  Er þetta ekki toppurinn á ruglinu??

Ég held að það sé ekki hægt að finna stafkrók frá mér á síðu JKA, nema kurteisislega kveðju í gestabókinni.  Nefnilega:

"Kárahnjúkavirkjun.  Það var heillaspor fyrir Austurland.  Kveðja"

Ég er ef til vill bara "dónalegur ruddi" að hafa ekki kommenterað annað á síðunni.  Ekki trúi ég að það hafi verið það sem ég dró saman af síðu www.hagstofa.is og sýndi, svo ekki var um að villast, að JKA hafði rangt fyrir sér.   Eða var það að ég spurði í sakleisi mínu hvernig honum hefði vegnað við verk sín á Akureyri, eftir að hann flutti að austan.

Ég hafði nokkrum sinnum bloggað á gömlu síðunni hans JKA, efni sem vel hefði mátt nota aftur í þessari umræðu.  Verst að síðunni skyldi lokað og að efni hennar sé glatað.  Þar var ýmsan fróðleik að finna.

Jón Kristófer.  Þér er meira en velkomið að viðra allar þínar skoðanir hér, þar til ritskoðun mbl.is þykir nóg um, en þú verður þá að þola að ég andmæli þér, - eða ætlar þú ef til vill að loka fyrir mig á minni eigin síðu líka??


 

Benedikt V. Warén, 23.8.2009 kl. 20:54

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jón Kristófer.  Væri það mikill dónaskapur að fara fram á þú rökstyddir mál þitt betur í þínum færslum hér að ofan?

"...að í aðdraganda álversframkvæmda þá var beitt ýmsum fúlum trixum og óhróðri..."

Hvort átt þú við þá sem voru með eða á móti??

Benedikt V. Warén, 23.8.2009 kl. 21:08

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þar sem nafn mitt hefur skolast inn í þessa umræðu vil eg að eftirfarandi komi fram:

Oft hefi eg komið á Austfirði bæði prívat og perónulega sem í starfi sem leiðsögumaður. Í fyrra var t.d. á dagskránni að aka úr Fljótsdal og þessa 60 km leið að stíflunni miklu. Veður var hryssingslegt en þó þokkalega þurrt. Farþegunum okkar sem voru Svissarar þótti þetta einkennilegur krókur að aka yfir einhverja gríðarlega háa stíflu, ljósmyndastopp og síðan sömu leið til baka. Þar sem gæta þurfti fyllstu tillitsemi við ýmsa virkjanasinna, þá varð að útskýra fyrir ferðafólkinu hvað vakti fyrir þáverandi ráðamönnum okkar. Ein gömul kona í hópnum fannst þetta vera skrýtið. Hún vildi fremur fá að stoppa einhvers staðar á leiðinni og leita að hreindýramosa! Hreindýramosinn var merkilegri en þetta rándýra brambolt sem vissulega hefur valdið meginástæðum fyrir þeirri harkalegu lendingu sem við þekkjum í efnahagsmálum okkar.

Oft er það smæsta, fínlega og lítt kunnaga sem heillar erlenda ferðamenn á Íslandi, ekki endilega gríðarstór mannvirki sem í eðli sínu verða alltaf umdeild. Af hverju í ósköpunum er enginn aðili á Íslandi sem sinnir þessari ástríðu erlendra ferðamanna? Austfirðingar gætu t.d. byggt töluvert upp á ferðaþjónustu. Mín reynsla af t.d. Seyðfirðingum nú í sumar er sú, að þegar Norræna kemur á fimmtudögum þá er eins og bærinn sé steinsofandi. Þarna mætti hafa fjölbreytta farandsölu, veitingar og fleira meðan erlenda ferðafólkið bíður eftir að aka bifreiðum sínum um borð. Eru kannski Seyðfirðingar svo uppteknir að vinna í álverinu að ekkert annað komi til greina?

Jón Kristófer þekki eg aðeins fyrir að vera mikill áhugamaður um skógrækt eins og undirritaður. Vonandi eru þeir sem líta á að eina efnahagsframfarir á Íslandi séu bundnar við virkjanir og stóriðju það víðsýnir að þeir umberi efasemdir okkar, skoðanir og rök, að sitthvað fleira getum við byggt á.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.8.2009 kl. 12:45

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þakka innlitið Guðjón.

Fráleitt er hægt að flokka mig með þeim, "sem líta á að eina efnahagsframfarir á Íslandi séu bundnar við virkjanir og stóriðju", né að ég sé blindaður af þeirri "fíkn" sem sumir kalla svo.  Mér hugnast samt slíkt verkefni og önnur sem skapa störf, skiptir mig litlu hvort þau eru stór eða smá.  Allt telur á landbyggðinni.

Ég helda að það sé ekki á neinn hallað, að upplýsa þig um það að ég stóð í "stafni" við að flytja inn farþegaskipið Lagarfljótsorminn og lagði húseign mína að veði við það verkefni og uppskar sinnuleisi bæjaryfirvalda, ferðamálasjóðs og Byggðarstofnunar við það verkefni.  Fjárhagslegt tap mitt var umtalsvert, vegna þess að mér hugnaðsit ekki sú nútímaaðferð að búa til skúffufyrirtæki til að taka skellinn, - gerði það sjálfur, ásamt nokkrum öðrum einstaklingum og fyrirtækjum sem vildu verkefninu vel.   Merkilegt nokk, leisögumenn sniðgengu að mestu þessa nýju þjónustu í ferðageiranum.  Hvers vegna??

Ég er sammála þér því, að það eru ekki allir sem vilja berja stórar virkjanir augum og vilja sjá eitthvað annað.  Það er það skemmtilega við mannfólkið, það er ekki allt sniðið í sömu mótin og áhugamálin eru nánast jafnmörg og fjölbreitt og mennirnir eru margir.  Á Íslandi er margt er hægt að gera og margt er hægt að sýna, - líka á Austurlandi.  Þar þurfa leiðsögumenn að taka sér tak, ekki síður en heimamenn.  Það eru til fallegir fossar og fossaraðir á Austurlandi, sem eru aðgengilegri en í Fljótsdal, en þeir virðast ekki jafn merkilegir og þeir fyrrnefndu, vegna þess að ekki er verið að virkja þá.  Fossar virðast fyrist verða einhvers virði, þegar á að nýta þá eitthvað annað.  Meira segja Gullfoss er í þeim hópi og dramantík saga í kringum það.

Þú nefnir markað á Seyðisfirði, og vissulega væri hægt að gera eitthvað í þá veru, það er gert á Djúpavogi.  Þetta hefur einnig verið reynt á öðrum stöðum m.a. í henni Reykjavík með misjöfnum árangri.  Farþegum úr skipunum er nánast smalað úr þeim í rútur, til að aka sem víðast, til að þeir geti barið augum sem mest á meðan viðdvöl þeirra á landinu stendur.  Það ágæta fólk sem hefur þá haft fyrir því að draga vörur sínar á hafnarbakkann koma öllu fyrir, hafa því miður ekkert haft upp úr þessu, -nema fyrirhöfnina.  Þetta er ef til vill skorti á samvinnu og skipulagi að kenna.

Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, að þeir sem vinna í þínum geira, með sömu áhugamál, hafa vægast sagt horn í síðu þess að nýta landið á annan hátt en ykkur finnst við hæfi.  Því miður fyrir þig og skoanabræður þína, er þorri þjóðarinnar skv. skoðanakönnun á öndverðu meiði.  Það sem mér finnst dapurlegast við ykkar framgöngu, er að þið farið oft með rangt mál og það afsakar það ekkert þó hinn armurinn grípi til slíkra óindis úrræða líka.  Sannleikurinn er sagna bestur. 

Að lokum að skógræktinni.  Þegar maður nefndi það við áhugamenn um skógrækt, hvers vegna hún þurfti ekki að fara í umhverfismat, fékk maður vægast sagt sérkennileg viðbrögð og skæting.  Verkefni sem þó mun breyta verulega ásýnd svæða til framtíðar, takmarka útsýni og breyta fuglalífi.  En svona getur nú lífið verið dásamlegt, efti því frá hvaða hól menn horfa. 

Og svona í blá lokin, ekki líta á mig sem andstæðing skógræktar þó ég nefni þetta hér, ég vil bara hafa samræmi í hlutunum, enda er búið að kippa þessu í liðinn.

Benedikt V. Warén, 26.8.2009 kl. 13:49

12 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Benidikt

Mér finnst frásögn þín vera merkileg fyrir marga hluta sakir. Þú ert greinilega mun víðsýnni en ætla mætti við fyrstu kynni. Leitt að heyra hve útgerð Lagarfljótsormsins hefur gengið illa, þar hefðu ferðaskrifstofurnar og Ferðamálaráð átt að koma betur að þeim málum.

Já Lagarfljótsormurinn var og er merk tilraun til eflingar ferðaþjónustu. Einu sinni átti eg frumkvæði að því að ferðahópur á vegum Samvinnuferða sem mér var falin umsjón, að hann tók sér far með Orminum frá Atlavík til Egilsstaða. Rútan ók tóm og sótti hópinn á Egilsstaði. Þetta var mjög skemmtilegt og mæltist vel fyrir. Hinsvegar var ferðaskrifstofan ekki tilbúin að leggja út í þennan aukakostnað enda væri ferðin öll um Ísland skipulögð í Þýskalandi!

Því miður er frumkvæðið oft ekki í okkar höndum og margt myndum við betur gera en þeir sem sitja við skrifborðin sín suður í Evrópu og skipuleggja ferðir til Íslands. Margt skondið getur komið upp: Einu sinni var á dagskrá eins ferðadagsins, aðeins brottfararstaður og náttstaður að kveldi var tilnefndur með þeirri viðbót að leiðsögumanni væri frjálst að ráðstafa deginum í Öskju og hugsanlega taka Dettifoss og Mývatn með þennan dag! Þetta hefði svo sem gengið ágætlega ef brottfararstaðurinn og náttstaðurinn hefði verið í grennd við Öskju en þennan dag átti að fara frá Eiðum og aka alla leið og gista í Hrauneyjum!

Skýringin sem eg fékk var sú, að sá sem bar ábyrgð á skipulag ferðarinnar hafði undir höndum landakort sem sýndi þessa fjallvegi eins merkta og greiðari leiðir um Ísland, t.d. um Uxahryggi og taldi viðkomandi að ástand þessara vega ætti að væra eins! En sem kunnugt er, eru fjallvegirnir um Ódáðahraun og víða annars staðar á hálendinu bæði mjög seinfarnir og einungis opnir yfir hásumarið.

Svona er nú það! Við verðum að taka frumkvæðið sem mest í okkar hendur hvað atvinnumál varðar. Ekki verður ferðaþjónusta né annað skipulagt eingöngu af útlendingum sem þekkja takmarkað til aðstæðna hér á landi.

Oft hefur verið á það bent að þeir sem mestu fyrirhöfnina hafa, beri allt of oft minnst úr býtum meðan þeir sem ákvarðanir taka en leggja lítt eða annað af mörkum taki stærstu bitana af kökunni sem er til skiftanna.

Vænti eg því að aftur megi gróa með ykkur Jóni. Sennilega hefur þetta verið einhver fljótfærni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.8.2009 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband