Einkavinavæðing íhaldsins á Fljótsdalshéraði.

Fosshótel hefur undanfarin sumur rekið hóter á Hallormsstað.  Í vetur var það fundið út af hreppsnefnd Fljótsdalshéraðs, að illa færi á því að reka hótel í húsnæði skóla.  Það er hins vegar löngu þekkt aðferð að nýta fjárfestingu í ferðamálageiranum og Edduhótelin eru gott dæmi um slíkan rekstur.

Sjálfstæðismennirnir voru á hinn bóginn tilbúnir að kúvenda í þessari skoðun sinni, þegar líklegur kandidat birtist og vildi taka yfir reksturinn.  Kandidat þessi er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndum og ráðum hreppsins, því var um að gera að rétta honum allt án útboðs.  Meirihlutinn var til í að taka 180 gráðu beygju í fyrri samþykktum og gefa það út að það sé fínt að reka hótel í húsnæði skóla, bara ef "réttur" einstaklingur fæst til verksins.

Ef þetta er ekki skólabókadæmi um einkavinavæðingu, veit ég ekki hvað það orðasamband merkir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband