VW árgerð 1950 og stripparinn

Árið er 1958. Ég er sjö ára patti og man enn eftir hversu mér fannst æðisleg útfærsla var á stefnuljósunum á gamla VW árgerð 1950.  Það var armur í dyrastafnum sem slóst út, þegar bílstjórinn gaf til kynna að hann ætlaði að beygja til hægri eða vinstri.  Ljós var í þessum búnaði til að sjá hvað var í gangi í myrkri.  Afurglugginn var líka tvískiptur og rosalega sportlegur afturendinn.

Árið er 2008.  Ég er staddur á Canarí.  Þar fórum við hjónin í gönguferð frá vitanum á ensku ströndinni og upp í bæ (Maspalomas).  Þetta er nokkur ganga um flotta strönd og mismunandi flokkuð svæði fyrir sóldýrkendur.  Á leið okkar sáum við að nokkur svæði voru fyrir dýrkendur sól- og sjóbaða, - án fata.  Þarna kenndi ýmissa grasa og allar gerðir af "tólum" voru þar til sýnis gestum og gangandi. 

Allt í einu vorum við á eftir spengilegum strippara á að giska árgerð 1950.  Sportlegur afturendinn var eins og á sömu árgerð og VW bjöllu, ávalur og finn, en það vantaði tvöfalda gluggann á þann fyrrnefnda.  Annað bætti upp þá vöntun, nefnilega æðislega útfærslan á stefniljóabúnaðinum.  Þegar stripparinn gekk, kom reglulega í ljós jafnaldri hans og fermingabróðir.  Munurinn á þessum og VW ágerð1950 að stripparinn gaf merki viðstöðulaust hægri, vinstri þó stefnan væri að mestu beint áfram.

Konurnar voru ekkert að fela heldur.  Athygli vakti þó að þær voru flestar í eldri kantinum og ekki eins mikið augnayndi lengur.  Þær yngri virtust vilja hafa sinn líkama fyrir sig, og það er gott og blessað.  Einni þroskaðri og fallegri frauku mættum við, en hún og var hún komin af léttasta skeiði og rúmlega það.  Hún þurfti ekkert að fela, það sem ekki var í felum inni í fellingunum var stöðugt í hvarfi þegar brjóstin sveifluðust fyrir. 

En svona getur lífið nú verið margslungið og skemmtilegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

djö....og þrömuðuð þið Sigga svo kappkædd í gegnum þetta allt saman?  Velkomin heim annars!

Haraldur Bjarnason, 4.4.2008 kl. 12:44

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Litli ljósálfurinn á undirrituðum hefði eflaust vakið óþarfa athygli fyrir bjart yfirlit, ef til þess hefði komið að flgga honum á þessum slóðum. 

Eins og flestir vita, kemur ekki mikil brúnka á þessi grey við stöku ferð á WC-ið í skini frá 60W ljósaperu.  

Heimsókn á slíka staði þarf að undirbúa með tilheyrandi natni og viðeigandi ljósabúnaði. 

Benedikt V. Warén, 4.4.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband