Egilsstaðir hornreka hjá Veðurstofunni.

Á síðasta ári var talsverð umræða um útsendingu veðurfrétta í sjónvarpi.  Þar stóðu veðurfréttamenn (-konur) oftast fyrir Austurlandi á meðan á veðurfréttatímanum stóð, sérstaklega var þetta pínlegt þegar brjóststórir veðurfræðingar háóléttir voru á vaktinni. 

Talsvert bar einnig á ónákvæmni í flutningi veðurfrétta af svæðinu og oft ekki getið um þegar veður var gott á Egilsstöðum, heldur eingöngu sýnt veðrið á annesjum, eins og t.d. Dalatanga, sem oftar en ekki er mun lakara en inn til landsins.

Valdimari Benediktssyni blöskraði ástandið svo, að hann setti auglýsingu í Morgunblaðið og benti á vankantana  og auglýsti eftir ólýgnum veðurfréttamanni.  Það brá svo við að veðurfræðingarnir hættu að standa fyrir Austurlandi.

Hvort sem það er tilviljun eður ei, hættu að mæta háóléttir veðurfræðingar í útsendingu og einnig var íslandskortið minnkað þannig að flatbrjósta veðurfræðingurinn gat verið á skjánum án þess að skyggja á hálft landið.

Á nýrri heimasíðu Veðurstofu Íslands er kort, hvar fram koma veðurstöðvar er reglulega senda veðurupplýsingar inn í gagnagrunn stofunnar.  Nú bregður ítrekað við, að hluti þessa upplýsinga eru ekki sýnilegar frá Egilsstöðum.  Einnig hafa verið veruleg vanhöld á því að lesnar hafa verið veðurfréttir í útvarpi frá Egilsstöðum, þó upplýsingar þaðan séu gefnar á klukkustunda fresti.  Dagskrárgerðarmenn hafa kvartað undan þessu í útsendingu fjölmiðlanna.

Ítrekað er búið að benda stofnunni á þessa vankanta en allt kemur fyrir ekki.  Þetta er ástand sem ekki er Veðurstofu Íslands sæmandi og hér með er þess krafist að þessu verði kippt í liðinn, nú þegar.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þeir spjalla nú í sjónvarpinu á stöð 2 meira um veðrið í útl en hér heima

Einar Bragi Bragason., 14.2.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband