Hvað ef stórslys hendir...............?

Sem betur fer höfum við verið laus við mjög alvarleg hópslys á Austurlandi í mörg ár.  Nokkrir hafa þó slasast í stærri óhöppum, en sem betur fer, fáir mjög alvarlega.  Það breytti þó ekki þeirri staðreynd, að þegar rúta fauk útaf við Akranes um árið, hvarflað hugurinn til þess, hvað ef þetta hefði gerðist hér á Austurlandi?  

Hvað ef atburðurinn hefði átt sér stað t.d. á Fagradal í aftakaveðri, sem var hér um svipað leiti og syðra. Fagradalurinn var ófær, en hægt með harðfylgi að fara þar um á öflugum tækjum en ekkert skyggni og Oddskarðið gjörsamlega ófært. Það hefði verið þrekraun að brjótast með slasaða á fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað og borin von að fara aftur yfir Oddskarðið með stórslasaða einstaklinga á flugvöllinn á Egilsstöðum til að koma þeim í frekari aðhlynningar syðra.

Að koma með tuttugu stórslasaða einstaklinga á Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum, er hugsun, sem setur í mann verulegan hroll, svo ekki sé meira sagt. Á Egilsstöðum er flugvöllur og fimm sinnum á dag, lenda fimmtíu manna flugvélar og enginn getur sagt fyrir um hvort og/eða hvenær verður þar óhapp. Hvað þá?
 

Á Fljótsdalshéraði eru vegamót Austurlands og margir að fara þar um, sér í lagi á sumrin þegar Norræna er full á farþegum sem geysast út á þjóðvegakerfið og margar stórar rútur á ferðinni.  Vegna þess hve stór hluti ferðamanna eru á ferðinni á og í nágrenni við Fljótsdalshérað er mjög umhendis að fara með sjúka og/eða slasaða til Norðfjarðar.

Með heilborun ganga á Austurlandi má bæta verulega úr þessum málum.  Með því að bora fyrst milli Héraðs og Norðfjarðar kæmist stór hluti svæðisins í samband við sjúkrahúsið og fullbúinn flugvöllur í um 20 mín akstursfjarlægð frá sjúkrahúsinu.  Ef slík göng kæmust einhvern tíma í gagnið yrði hægt að bora frá Eskifirði annarsvegar og Seyðisfirði hinsvegar, hliðargöng inn í aðalgöngin.  Þannig yrðu gatnamót um það bil undir Fönn og allir þessir kaupstaðir varanlega tengdir.  Þá skiptir ekki lengur máli hvar fjóðrungssjúkrahúsið væri staðsett.

Verði þverskallast við þessum vegabótum, verður ekki lengur litið fram hjá því, að þörfin kallar á verulegar úrbætur í sjúkrahúsmálum á Héraði og það strax.

Það er meira en kaldhæðni að berja höfðinu endalaust við steininn og telja að málin séu í góðum farvegi við núverandi fyrirkomulagi, - það hrein og yfirgengileg heimska.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

heyr heyr

Einar Bragi Bragason., 13.12.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband