Vér mótmælum allir.

Hér er enn ein aðförin að hinum dreyfðu byggðum landsins.  Hér eru misvitrir ráðamenn í Reykjavíkurhreppi að ráðast gegn menningarverðmæturm landsbyggðarinnar með það eitt í huga að setja þær upp í sínum hreppi, sér og gestum sínum til yndisauka.

Eins og kemur fram í fréttinni eru um gamlar sögulegar minjar að ræða, sem hvergi annarsstaðar eiga heima en á Seyðisfirði.  Þar hefur verið lyft grettistaki í að gera upp gömul hús á undanförnum árum og þessi aðför eru hrein og klár skemmdarstarfsemi.

Skora hér með á alla landsmenn að mótmæla þessum gjörningi kröftuglega.

Svei þeim, sem standa fyrir þessu niðurrifi.

Sjá frekar um umfjöllun fornminjar hér neðar.


mbl.is Innréttingar ríkisins skemmdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband