Áherslupunktar ríkisstjórnarinnar

 

  1. Lækkum skattana
  2. Báknið burt
  3. Sjálfstæð þjóð

Þetta eru kunnug stef hjá Sjálfstæðisflokknum

  1. Hvaða flokkur slær hvert metið eftir annað í skattahækkunum. Það eru flugvallaskattar, þjónustugjöld, innheimtugjöld, komugjöld, veggjöld, svo eitthvað sé nefnt
  2. Hvað hefur gerst í bákninu, það vex og fitnar eins og púkinn á fjósbitanum
  3. Hart er unnið að því að afsala sér sjálfstæði þjóðarinnar og auðlindir hennar til ófreskjunnar, ESB. Hvaða stjórnmálaflokkur stundar meira afsal á sjálfstæði þjóðar en Sjálfstæðisflokkurinn?  Jú, - fyrrverandi sjálfstæðismenn í Viðreisn.

 ........... 

  1. Byggjum brýr og vegi
  2. Endurbætum flugvelli
  3. Landbúnaðurinn styrktur

 Hérna er Framsóknarflokkurinn í essinu sínu.

  1. Brúar og vegagerð í eigin sveitarfélagi
  2. Ítrekuð svik vegna endurbóta Egilsstaðaflugvallar
  3. Landbúnaðurinn á heljarþröm

 ........... 

  1. Loftslagsmál
  2. Orkuskipti
  3. Hnattræn hlýnun

Vinstri grænir með „allt á hreinu“ eða??

  1. Hver ráðstefnan eftir aðra heimsótt meðal vina og kunningja sem fljúga veröldina á enda í einkaþotum.
  2. Ekki að nýta græna vatnsorku í orkuskipti heldur innflutta olíu í fiskimjölsverksmiðjur
  3. Trúa því að vindrellur á Íslandi hafi áhrif á hnattræna hlýnun

Það sem er sameiginlegt með ríkisstjórnarflokkunum, að þar fara ekki saman orð og efndir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Pelli, -þetta er nú svo svakalegur listi af staðreyndum hjá þér, þó svo að hann sé ekki langur, að maður fyllist þunglindi við lesturinn.

Og ekki er það til að bæta sálarástandið að þarna vantar hinn helminginn af stjórnsýslunni, sem hefur fjórfaldað ruslatunnuframleiðsluna og situr svo uppi gjaldþrota þegar allar tunnur er orðnar fullar.

Höfuðborgin komin á höfuðið nema hún fái úr jöfnunarsjóð eins hvert annað krummaskuð.

Magnús Sigurðsson, 12.1.2024 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband