Hamfararýni

Nú eigum við heimsins færustu sérfræðina, - sama hvert litið er.  Þetta er a.m.k. skoðun margra.  Fyrir mér, almúgamanninum, vefst því eftirfarandi.

Ég veit að við búum á eldfjallaeyju.
FootinMouth Hvers vegna kemur það svo mörgum á óvart að það skuli gjósa af og til?

Ég veit að í nágrenni höfuðborgarinnar eru virkar eldstöðvar.
FootinMouth 
Hvers vegna byggja menn allt öryggi landsins upp á þessu eina svæði?

Ég veit að það er hægt að koma fólki í burtu í flugvélum.
FootinMouth Hvers vegna vilja menn Reykjavíkurflugvöll feigan?

Ég veit að það getur gosið á Reykjanesi þannig  að Keflavíkurflugvöllur lokast.
FootinMouth Hvernig ætla menn þá að koma erlendum björgunarflokkum til Reykjavíkur?

Ég veit að fólk slasast í hamförum.
FootinMouth Hvernig á að vinna með slasaða, ef ekki er hægt að koma þeim burt, sjúkrahús landsins eru óvirk vegna þess að engin eru starfrækt á landsbyggðinni?

Ég veit að það er verið að æfa aðgerðir vegna náttúruhamfara.
FootinMouth Hvernig hljóma áætlanir um að flytja alla frá Reykjavík og hvað svo............?

mbl.is Stöðum á LSH fækkar um 85
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband