Róttæk uppstokkun eina svarið.

Núverandi skattkerfi er með innbyggða landsbyggðarfjandsamlega stefnu.  Þetta óréttlæti hefur viðgengist í mörg ár og eru þar allir stjórnmálaflokkar jafn sekir.  Landsbyggðin aflar en ríkisstjórn og borgaryfirvöld eyða.

Fjármunum á að verja á þeim stöðum er þeirra er aflað og þá kemst á jafnvægi í byggðum landsins.  Byggðastofnun, Jöfnunarsjóður, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa verða í framhaldi óþarfar einnig mætti spara stórfé í nefndarstörfum og “sértækum björgunaraðgerðum”
við landsbyggðina.  Þær nefndir, stofnanir og björgunaraðgerðir stjórnvalda, eru og verða ávallt mislukkaðar eins og ótal dæmi sanna.

Það þarf einnig að skera við trog eftirlitsgeirann.  Þvílíkan frumskóg sem búið er að planta af réttkjörnum fulltrúum landsins, er óhugnanlegur.  Það má ekki baka kökur í eldhúsum landsmanna til að selja til góðgerðarstarfsemi, en á sama tíma er í lagi að elda súpu á Dalvík ofaní 30.000 manns.  Af hverju er það minna hættulegi en að baka kökur en elda súpu í eldhúsum landsmanna?

Annað ruglið er hjá Siglingastofnun.  Lagarfljótsormurinn á Lagarfljóti þarf að vera með björgunarvesti gúmmíbáta með sjálfvirkum sleppibúnaði fyrir alla um borð á meðan sambærileg skip í Evrópu þurfa eingöngu björgunarvesti, björgunarhringi og einfalda fleka.  Búnaðurinn um borð í Lagarfljótsorminum er ekki einasta margfalt dýrari í innkaupum, heldur þarfnast hann meiri sinningu og reglulegt eftirlit sem kostar offjár í hvert sinn.

Ofan í kaupið þarf að greiða til Siglingastofnunar vitagjald, þó enginn sé vitinn við Lagarfljótið.  Síðan tekur steininn úr, það þarf að taka skipið upp á 12 mánaða fresti til að botnskoða í ósöltu vatninu.

Framtakssjóður enn eitt dæmið um ruglið.  Hann var ekki til þegar verið var að virkja við Kárahnjúkana, en það voru lífeyrissjóðirnir hins vegar sem standa nú að Framtakssjóði.  Hver var þáttur þeirra í Kárahnjúkavirkjun?  Enginn minnir mig.  Kárahnjúkavirkjun malar nú gull.

Lífeyrissjóðirnir eru hins í því að sópa upp gjaldþrota fyrirtækjum og redda þeim með því að eyða í  þau almannafé.  Það er ekki flókið verk, svo framarlega að þau fyrirtæki séu stödd í landmnámi Ingólfs heitins Arnarsonar
.

Það sannar best það sem ég skrifa um Framtakssjóð, að þeir treystu sér ekki til að eiga 33% í kapalverksmiðju á Seyðisfirði, sem er með góða arðsemisspá og ekki í samkeppni við aðra sambærilega á Íslandi, en tóku Húsasmiðjuna upp á arma sína 100% sem er tæknilega gjaldþrota og í bullandi samkeppni við aðra í sama geira.


"Markmið FSÍ um samfélagslega ábyrgð

8. Stjórn FSÍ og starfsmenn hans eru meðvitaðir um þá ábyrgð sem fylgir því að ráðstafa fjármunum hluthafa FSÍ, sem eru almannafé, og taka jafnframt tillit til samfélagslegrar ábyrgðar í rekstri fyrirtækja.  FSÍ tekur ekki þátt í fjárfestingum sem orka tvímælis út frá almennum siðferðisreglum."

Hafa stjórnarmenn FSÍ haft 8. grein að leiðarljósi?

Þegar bent er á mismunum, ósamræmi í hlutum og hallann á úthlutun lífsgæða, dettur mönnum það eitt í hug að skipa nefnd til að skoða málið. 

Hverjir veljast í þannig nefndir?  Vinir og vandamenn ráðherra og embættismanna í Reykjavík. 

Hvað vinnst?  Margar síður af einskisnýtum skýrslum. 

Hver er ávinningurinn?  Nefndarmenn fá greitt fyrir sitt framlag. 

Hver er niðurstaðan?  Óbreytt óviðunandi ástand.

Til þess að gæta jafnréttis milli ríkis og sveitarfélaga, verður að bylta skattkerfinu og gjörbreyta.  Öll skattinnheimta verði í höndum bæjar- og sveitarfélaga, sem síðan verði gert að greiða í einn sjóð skv. höfðatölu, öll sömu krónutölu miðað við hvern einstakling óháð aldri og stöðu. 


mbl.is Vill ný lög um Byggðastofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband