Það er upp á líf og dauða.

Það verður að finna fjármagn til Landhelgisgæslunnar.  Það er ekki nóg að setja lög og gera kröfur til ákveðinnar þjónustu, en gleyma því að það kostar fjármuni.  Þetta hendir stjórnvöld allt of oft, vinstri höndin virðis ekki hafa hugmynd um hvað sú hægri er að gera.

Hef áður bent á nauðsyn þess að koma björgunarþyrlu út á landsbyggðina og fært sérstaklega rök fyrir því að staðsetja hana á Egilsstaðaflugvelli.

Læknar landsins hafa enn og aftur hvatt til þess að þyrlur verði staðsettar á landsbyggðinni og ekki er hægt að vera meira sammála þeim samþykktum.  Þeir eru hins vegar fastir í að staðsetja fyrstu þyrluna á Akureyri, því þeir líta eingöngu á þyrlur sem tæki til sjúkraflugs. 

Þyrlur eru fyrst og fremst heppilegar til björgunarstarfa við erfiðar aðstæður til sjávar og sveita, en geta nýst ágætlega til flutninga á sjúklingum um styttri veg.

Í ljósi nýlegra yfirlýsinga innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar um að ekkert fjármagn séu til í ný veggöng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar verður ekki annað séð en að verkefnið sé því brýnna sem lengra dregst að það verk hefjist.

Mikil og vaxandi umferð er um hálendið austan lands.  Hópferðabílar hafa lent á hliðinni, slys hafa orðið á hálendinu og leitir hafa staðið dögum saman.  Í þessum tilfellum hefði komið sér vel að hafa þyrlu tiltæka til að auðvelda aðgerðir á staðnum, koma sjúklingum til byggða og jafnvel bjarga mannslífum.

Ég bendi á að um Egilsstaðaflugvöll er mikil flugumferð og í ljósi atburða fyrir nokkru, þegar Fokker flugvél Flugfélagsins varð að lenda þar með annan hreyfilinn dauðan, þarf ekki ríkt ímyndunarafl til að sjá að þá má á ekki mikið út af bera  til þess að flugvöllurinn lokist.  

Ef flugvél brotlendir á flugvellinum á Egilsstöðum, þá er líklegast að vellinum verði lokað og þar með er ekki hægt að lenda venjulegum flugvélum á vellinum til að ná í sjúklinga.  Þyrlur gætu þrátt fyrir það athafnað sig á svæðinu.  

Næsta aðgerðasjúkrahús er á Norðfirði og það tekur þyrlu um 15 mínútur að fara þangað með slasaða  en um klukkustund tekur að fara þessa leið í sjúkrabíl við bestu skilyrði.  Á Norðfirði  er flugvöllur til að ná í sjúklinga, ef flytja þarf þá annað, t.d. til Reykjavíkur.  

Engin sjúkraflugvél er staðsett á Egilsstaðaflugvelli, þrátt fyrir um 12.000 manna byggð innan áhrifasvæðis flugvallarins og frá Austurlandi er lengst að fara á besta sjúkrahús landsmanna. 

Verði óhapp á Akureyrarflugvelli, er einungis um fimm mínútna akstur á mun betra og fullkomnara sjúkrahús en hægt er að státa af Austurlandsfjórungi. 

Það er staðreynd, að best búna sjúkrahús landsins er í Reykjavík.  Næstbesta á Akureyri og síðan slappast þetta allt niður í kofaþyrpingu eins og á Egilsstöðum, þar sem menn skilja bara hreint ekker í því að læknir viji treglega ráða sig til starfa.  

Hvernig reka á sjúkraflug og heilbrigðisþjónustuna er mat til þess bærra manna. Það eru sömu "sérfræðingarnir" sem eru ráðuneyti heilbrigðismála til ráðgjafar um starfsemina vítt og breytt um Ísland og það ráðurneyti sinnir, merkilegt nokk, einnig heilbrigðismálunum hér á Austurlandi. 
Því hljóta sömu rökin að gilda og gæta skal jafnræðis í þessum málaflokki eins og best verður við komið.

mbl.is Hróplegur þyrluskortur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er góð grein hjá þér, en hvenær hlusta ráðmenn á almenning?????  Jú, korteri fyrir kosningar og búið, eftir kosningar getur almenningur bara étið  það sem úti frýs.  Ef vel ætti að vera ætti a.m.k ein þyrla að vera staðsett í hverjum landsfjórðungi.........

Jóhann Elíasson, 19.8.2011 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband