Umrenningur, umskiptingur og umkenningur.

Umrenningur

Skýring í orðabók:  KK, flækingur, flakkari, vera eins og landafjandi út um allt.

Betri skýring:  Þingmaður á ferð um landið fyrir kosningar að útlista alla þá hluti sem hann ætlar að gera fyrir kjósendur sína.  Eins og t.d. Steingrímur J Sigfússon að segja öllum að það komi aldrei til greina að ganga í ESB.

Umskiptingur

Skýring í orðabók: KK, álfur (venjulega gamall), látinn í stað mennsks barns sem álfar tóku.

Betri skýring: Þegar þingmenn, eftir kosningar, bera það á borð fyrir kjósendur sína að það sem hann lofaði fyrir kosningar hafið nú bara verið smá "joke", sem hafi bara fallið í hita leiksins.  Óþarfi að taka það of alvarlega, hvað þá að erfa það við viðkomandi þingmann.  Eins og t.d. Steingrímur J Sigfússon að segja öllum að það komi aldrei til greina að ganga í ESB.

Umkenningur

Skýring í orðabók: Engin

Betri skýring: Óbreyttur þingmaður, sem stöðugt er að segja kollegum til syndanna úr ræðupúlti Alþingis með kjarnyrtum frösum og finnur sitjandi ráðherrum allt til foráttu, - alltaf.  Hamrar t.d. látlaust á því að ekki skuli borga Icesave-sukkið, - er sammála þjóðarsálinni.  Dæmi: Steingrímur J Sigfússon

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband