Hin vitlausa árlega klukku umræða, -kræst.

Nú er komið að hinni árlegu umræðu að færa klukkuna aftur um eina klukkustund.  Þannig hefur þetta verið í mörg ár og þannig verður þetta í einhver ár enn.

Hvar er hægt að finna það að líkamsklukkan þurfi færslu?  Er líkamsklukkunni ekki nákvæmlega sama hvort klukkan stendur á 12, 13, 14, 144 eða eitthvað allt annað?  

Þar sem klukkunni er breytt, fer stór hluti samfélagsins úr skorðum vegna þess að fólk er utan við sig og fylgist ekki nægjanlega með.  Það er að mæta á vitlausum tíma í vinnuna, skólabörn ruglast  í ríminu, samgöngukerfin fara úr skorðum og svona mætti áfram telja.

Við þessar breytingar hrökkva alltaf einhverjir Íslendingar upp og heimta sömu aðgerðir hér.  Þeir skilja illa að við færðum fram klukkuna 1968 og höfum síðan þá keyrt á sumartíma.  Með því að færa sumartíma enn frekar fram, erum við að rugla baugstímann um tvær klukkustundir.

Þeir sem eru svona þjakaðir af þessum tímamismun ættu frekar að beina kröftum sínum að því að koma á sveigjanlegum vinnutíma og uppfæra samninga í samhengi við það.  Það á ekki vera trúarathöfn að vakna klukkan 08:00 og mæta í vinnuna klukkan 09:00 þegar hægt er að fara á fætur klukkan 07:00 og vera komin í vinnustöð klukkan 08:00.  Á mörgum vinnustöðum er mjög auðvelt að vera með breytilegan vinnutíma á meðan aðrir vinnustaðir geta það ekki.  En það er hvort eð er ekki hægt gera svo öllum líki.

Í sjálfu sér skiptir ekki sköpum að breyta klukkunni, - en það skiptir enn minna máli að gera það ekki.

Nútíma samfélag er njörfað niður í tíma og tímasetningar.  Allt samfélagið er klukkuverk þar sem tími er hluti af stoðkerfi og skipulagi.   Kjarasamningar eru rígbundnir við tíma.  Opnunartímar banka eru rígbundnir við tíma.  Samgöngur eru rígbundnar við tíma.  Skólar eru rígbundnir við tíma. Þetta eru bara nokkur dæmi.  Þess vegna er óráðlegt að rugla fram og til baka með tímann.

Tímalega væri nær að vera meira sveigjanleika. Það væri hægt að vinna með tímann klukkustund seinna eða fyrr, án þess að allir breyti klukkunni tvisvar á ári með tilheyrandi rugli dagana á eftir, á heimilinu, í vinnunni, í skólanum og í samgöngum. 

Það er hins vegar vísindalega sannað, að vera með i-Padinn eða tölvuni í rúminu langt fram á nótt, ruglar notandann mun meira í ríminu en hæð sólar í hádegisstað. 

Við eigum ekki að vera þrælar klukkunnar.  Við verðum að læra að vinna með tímann og klukkan á að vera leiðbeinandi viðmiðun, - ekki yfirþyrmandi ógn.

Og svo menn átti síg á einfaldri staðreynd. Klukkan (tímaeiningin) er mannanna verk, ekki náttúrulögmál.


mbl.is „Klukkan okkar er vitlaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband